Enski boltinn

Hrósaði Donny fyrir flott mörk á æfingu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Donny skoraði, að sögn Solskjærs, flott mörk á æfingu á föstudag.
Donny skoraði, að sögn Solskjærs, flott mörk á æfingu á föstudag. Phil Noble/Getty

Donny van de Beek hefur haft gott af því að ferðast með hollenska landsliðinu í síðustu viku segir Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United.

Donny skoraði eitt af sjö mörkum Hollands í 7-0 sigrinum á Gíbraltar í síðustu viku en hann hefur ekki átt margar góðar frammistöður með United á þessari leiktíð.

Tækifærin hafa verið af skornum skammti en Solskjær vonar að landsleikjaglugginn hleypi lífi aftur í hinn 23 ára Hollending.

„Donny skoraði nokkur rosaleg mörk þegar við mættum allir aftur á föstudaginn. Hann skoraði topp, topp mörk og mörk sem ég myndi vera stoltur af. Það hjálpaði honum að komast í burtu og skora fyrir Holland,“ sagði Norðmaðurinn.

„Við getum vonandi séð eitthvað af þessu næstu átta vikurnar og svo byrjar þetta aftur. Stundum gerist það að þegar þú ert ekki að spila og meiðist að þú missir sjálfstraust.“

„Síðan ferðu í burtu með landsliðinu og líður vel. Ég get talið fyrir sjálfan mig, stundum fór ég með norska landsliðinu og þá leið mér betur,“ bætti Solskjær við.

Sá hollenski hefur einungis byrjað tvo leiki i ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð og hefur verið í skugganum á hinum magnaða Bruno Fernandes.

Hann kom inn af bekknum í gær er United vann 2-1 endurkomusigur á Brighton og er í góðri stöðu í öðru sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×