Man City þarf ekki að vinna Meistaradeildina til að sanna að það sé meðal stærstu félaga heims Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. apríl 2021 10:30 Pep vill fara lengra í Meistaradeildinni en Man City hefur tekist undanfarin ár. Manchester City/Getty Images Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, segir félagið ekki þurfa að vinna Meistaradeildina til að sýna fram á að félagið sé eitt af þeim stærstu í heimi. Það mætir Borussia Dortmund í 8-liða úrslitum í kvöld. Þrátt fyrir gott gengi í Englandi undanfarin ár hefur Manchester City ekki komist nálægt því að vinna Meistaradeild Evrópu. Á meðan Man City er með níu fingur á enska meistaratitlinum er Dortmund í stökustu vandræðum með að komast upp í Meistaradeildarsæti í Þýskalandi en liðin mætast eins og áður sagði í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Lærisveinar Pep ættu að eiga greiða leið í undanúrslit keppninnar en félagið hefur runnið á álíka bananahýðum í gengum tíðina. Til að mynda gegn Lyon á síðustu leiktíð. Á blaðamannafundi fyrir leik kvöldsins tók Pep fyrir að City yrði að vinna Meistaradeildina til að komast í sama flokk og stærstu félög í heimi, félagið væri nú þegar þar. „Við erum nú þegar stórt félag. Auðvitað vilja allir hér, ég og leikmennirnir, gera betur en við höfum gert í Meistaradeildinni til þessa. Við viljum það en það mun ekki gerast ef við spilum ekki vel,“ sagði Pep á blaðamannafundi fyrir leikinn í kvöld. „Undirbúningurinn fyrir leikinn er sá sami og fyrir síðasta leik og þar á undan. Sá sami og síðustu tvo til fjóra mánuði. Á endanum er þetta fótboltaleikur þar sem 11 leikmenn mæta 11 leikmönnum og við munum gera allt sem við getum til að komast áfram,“ bætti hann við. Pep ræddi einnig þá staðreynd að félagið hefði til þessa ákveðið að eyða ekki 100 milljónum punda í einn leikmann en það gæti þó breyst í framtíðinni. Mikil umræða hefur skapast í kringum Man City og Jack Grealish. Talið er að Aston Villa vilji 100 milljónir fyrir leikmanninn og því var svar Pep forvitnilegt fyrir margar sakir. Varðandi tapið gegn Lyon í fyrra „Sá leikur var í höfðinu á mér í margar vikur. Það var mjög sársaukafullt. Þetta var síðasti leikurinn á tímabilinu og við vildum fara áfram. Við óskuðum Lyon til hamingju og sættum okkur við þá staðreynd að við hefðum ekki spilað nægilega vel. Eftir nokkra daga vaknaði maður og fór að undirbúa næstu leiktíð. Hingað erum við komnir á nýjan leik og munum reyna aftur.“ Leikur Manchester City og Borussia Dortmund í kvöld er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 18.45 en Real Madrid mætir Liverpool í hinum leiknum. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Sjá meira
Þrátt fyrir gott gengi í Englandi undanfarin ár hefur Manchester City ekki komist nálægt því að vinna Meistaradeild Evrópu. Á meðan Man City er með níu fingur á enska meistaratitlinum er Dortmund í stökustu vandræðum með að komast upp í Meistaradeildarsæti í Þýskalandi en liðin mætast eins og áður sagði í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Lærisveinar Pep ættu að eiga greiða leið í undanúrslit keppninnar en félagið hefur runnið á álíka bananahýðum í gengum tíðina. Til að mynda gegn Lyon á síðustu leiktíð. Á blaðamannafundi fyrir leik kvöldsins tók Pep fyrir að City yrði að vinna Meistaradeildina til að komast í sama flokk og stærstu félög í heimi, félagið væri nú þegar þar. „Við erum nú þegar stórt félag. Auðvitað vilja allir hér, ég og leikmennirnir, gera betur en við höfum gert í Meistaradeildinni til þessa. Við viljum það en það mun ekki gerast ef við spilum ekki vel,“ sagði Pep á blaðamannafundi fyrir leikinn í kvöld. „Undirbúningurinn fyrir leikinn er sá sami og fyrir síðasta leik og þar á undan. Sá sami og síðustu tvo til fjóra mánuði. Á endanum er þetta fótboltaleikur þar sem 11 leikmenn mæta 11 leikmönnum og við munum gera allt sem við getum til að komast áfram,“ bætti hann við. Pep ræddi einnig þá staðreynd að félagið hefði til þessa ákveðið að eyða ekki 100 milljónum punda í einn leikmann en það gæti þó breyst í framtíðinni. Mikil umræða hefur skapast í kringum Man City og Jack Grealish. Talið er að Aston Villa vilji 100 milljónir fyrir leikmanninn og því var svar Pep forvitnilegt fyrir margar sakir. Varðandi tapið gegn Lyon í fyrra „Sá leikur var í höfðinu á mér í margar vikur. Það var mjög sársaukafullt. Þetta var síðasti leikurinn á tímabilinu og við vildum fara áfram. Við óskuðum Lyon til hamingju og sættum okkur við þá staðreynd að við hefðum ekki spilað nægilega vel. Eftir nokkra daga vaknaði maður og fór að undirbúa næstu leiktíð. Hingað erum við komnir á nýjan leik og munum reyna aftur.“ Leikur Manchester City og Borussia Dortmund í kvöld er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 18.45 en Real Madrid mætir Liverpool í hinum leiknum. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Sjá meira