Nýsköpun og samfélagslegur ávinningur - málefni aldraðra Halldór S. Guðmundsson skrifar 6. apríl 2021 13:30 Nýsköpunarverkefni um sveigjanlega dagþjálfun fyrir aldraða á Akureyri hefur skilað umtalsverðum ávinningi og er gott dæmi um samfélagslega ábyrga fjárfestingu (e. social investment) í félags- og heilbrigðisþjónustu. Verkefnið felst í að breyta áherslum í þjónustu og nýta fjármuni, húsnæði og starfsfólk á annan og samfélagslega ábyrgari hátt en áður. Öldrunarheimili Akureyrar (ÖA) fengu fyrir tveimur árum heimild heilbrigðisráðuneytisins til að hefja þróun á nýju og sveigjanlegu úrræði á sviði dagþjálfunar fyrir aldraða með því að nýta til þess fjármuni sem voru ætlaðir í rekstur tíu hjúkrunarrýma. Áherslur nýja úrræðisins eru að þróa einstaklingsbundna og sérhæfða þjónustu í dagþjálfun með víðtækari og sveigjanlegri þjónustu og opnunartíma. Með þessu er leitast við að efla stuðning við þá sem búa heima og þurfa stuðning til að gera það áfram. Samhliða er áherslan á stuðning við ættingja, samstarf þjónustukerfa og að bæta nýtingu fjármuna. Nýverið kom út samantekt um framvindu- og áfangamat á verkefninu eftir tveggja ára starfstíma. Þó svo þessi tími sé ekki langur né sérstaklega dæmigerður vegna óvissu og byrjunarerfiðleika og síðan vegna áhrifa heimsfaraldursins, þá sýna niðurstöður augljósan samfélagslegan ávinning. Í fyrsta lagi hafa margfalt fleiri einstaklingar nýtt sér þjónustuna en áður var mögulegt og einnig hafa þeir nýtt hana í lengri og samfelldari tíma og í samræmi við þarfir hvers og eins. Áður voru fjármunir nýttir til „staðlaðs“ úrræðis með sólarhringsdvöl í 2-8 vikur í senn, en er nú úrræði sem er einstaklingsmiðað og aðgengilegt alla daga ársins. Í öðru lagi eru um 60% þeirra sem nota nýja úrræðið verið einstaklingar sem eru með staðfest mat um þörf fyrir dvöl á hjúkrunarheimili, en vildu og hafa getað búið heima með þeirri þjónustu sem sveigjanlega dagþjálfunin veitir. Reynslan sýnir að úrræðið dregur úr eftirspurn eftir hjúkrunarplássum og dvalartíma þar. Í þriðja lagi sýnir áfangamatið áhugaverðar niðurstöður um fjölbreytileika og áhrif úrræðisins, helstu viðfangsefni og viðhorf og væntingar notenda og ættingja þeirra, svo nokkuð sé nefnt. Lauslegur útreikningur bendir til að samfélagslegur ávinningur af nýja úrræðinu sé að lágmarki um 400 milljónir króna eftir tveggja ára starfstíma. Í þeim útreikningi er tekið mið af rekstrarkostnaði og mjög varlega leitast við að meta og reikna áhrif á velferð og lífsgæði einstaklinga og fjölskyldna, áhrif á aðra þjónustu og önnur samfélagsleg áhrif. Þar til viðbótar kemur svo aukin hagkvæmni og sjálfbærni samfélagsins á svið félags- og heilbrigðisþjónustu. Verði framhald verkefnisins í samræmi við það sem verið hefur, má gera ráð fyrir að samfélagslegur ávinningur þess verði margfalt meiri en sem nemur rekstrarkostnaðinum. Ávinningur þessi telst vera það sem kallast „ábyrg fjárfesting“ eða „samfélagsleg fjárfesting“. Í því felst gegnsæi og siðferðileg háttsemi sem stuðlar að sjálfbærri þróun til dæmis varðandi heilsufar og velferð samfélagsins, mætir væntingum notenda og stuðlar að bættri afkomu og nýtingu fjármuna. Þann ávinning þarf að meta og hafa til hliðsjónar samhliða breytingum á aldurssamsetningu í samfélaginu. Öldrunarþjónusta framtíðarinnar mun enn frekar en nú er byggjast á virkni og þátttöku hins aldraða, fjölbreytileika í þjónustuúrræðum, velferðartækni og nýsköpun. Verkefnið hjá ÖA um sveigjanlega dagþjálfun sýnir verulegan samfélagslegan ávinning og mikilvægi þess að lögð verði aukin áhersla í nýsköpun og endurmat á fyrirkomulagi og nýtingu fjármuna í þjónustu við aldraða. Höfundur er framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nýsköpunarverkefni um sveigjanlega dagþjálfun fyrir aldraða á Akureyri hefur skilað umtalsverðum ávinningi og er gott dæmi um samfélagslega ábyrga fjárfestingu (e. social investment) í félags- og heilbrigðisþjónustu. Verkefnið felst í að breyta áherslum í þjónustu og nýta fjármuni, húsnæði og starfsfólk á annan og samfélagslega ábyrgari hátt en áður. Öldrunarheimili Akureyrar (ÖA) fengu fyrir tveimur árum heimild heilbrigðisráðuneytisins til að hefja þróun á nýju og sveigjanlegu úrræði á sviði dagþjálfunar fyrir aldraða með því að nýta til þess fjármuni sem voru ætlaðir í rekstur tíu hjúkrunarrýma. Áherslur nýja úrræðisins eru að þróa einstaklingsbundna og sérhæfða þjónustu í dagþjálfun með víðtækari og sveigjanlegri þjónustu og opnunartíma. Með þessu er leitast við að efla stuðning við þá sem búa heima og þurfa stuðning til að gera það áfram. Samhliða er áherslan á stuðning við ættingja, samstarf þjónustukerfa og að bæta nýtingu fjármuna. Nýverið kom út samantekt um framvindu- og áfangamat á verkefninu eftir tveggja ára starfstíma. Þó svo þessi tími sé ekki langur né sérstaklega dæmigerður vegna óvissu og byrjunarerfiðleika og síðan vegna áhrifa heimsfaraldursins, þá sýna niðurstöður augljósan samfélagslegan ávinning. Í fyrsta lagi hafa margfalt fleiri einstaklingar nýtt sér þjónustuna en áður var mögulegt og einnig hafa þeir nýtt hana í lengri og samfelldari tíma og í samræmi við þarfir hvers og eins. Áður voru fjármunir nýttir til „staðlaðs“ úrræðis með sólarhringsdvöl í 2-8 vikur í senn, en er nú úrræði sem er einstaklingsmiðað og aðgengilegt alla daga ársins. Í öðru lagi eru um 60% þeirra sem nota nýja úrræðið verið einstaklingar sem eru með staðfest mat um þörf fyrir dvöl á hjúkrunarheimili, en vildu og hafa getað búið heima með þeirri þjónustu sem sveigjanlega dagþjálfunin veitir. Reynslan sýnir að úrræðið dregur úr eftirspurn eftir hjúkrunarplássum og dvalartíma þar. Í þriðja lagi sýnir áfangamatið áhugaverðar niðurstöður um fjölbreytileika og áhrif úrræðisins, helstu viðfangsefni og viðhorf og væntingar notenda og ættingja þeirra, svo nokkuð sé nefnt. Lauslegur útreikningur bendir til að samfélagslegur ávinningur af nýja úrræðinu sé að lágmarki um 400 milljónir króna eftir tveggja ára starfstíma. Í þeim útreikningi er tekið mið af rekstrarkostnaði og mjög varlega leitast við að meta og reikna áhrif á velferð og lífsgæði einstaklinga og fjölskyldna, áhrif á aðra þjónustu og önnur samfélagsleg áhrif. Þar til viðbótar kemur svo aukin hagkvæmni og sjálfbærni samfélagsins á svið félags- og heilbrigðisþjónustu. Verði framhald verkefnisins í samræmi við það sem verið hefur, má gera ráð fyrir að samfélagslegur ávinningur þess verði margfalt meiri en sem nemur rekstrarkostnaðinum. Ávinningur þessi telst vera það sem kallast „ábyrg fjárfesting“ eða „samfélagsleg fjárfesting“. Í því felst gegnsæi og siðferðileg háttsemi sem stuðlar að sjálfbærri þróun til dæmis varðandi heilsufar og velferð samfélagsins, mætir væntingum notenda og stuðlar að bættri afkomu og nýtingu fjármuna. Þann ávinning þarf að meta og hafa til hliðsjónar samhliða breytingum á aldurssamsetningu í samfélaginu. Öldrunarþjónusta framtíðarinnar mun enn frekar en nú er byggjast á virkni og þátttöku hins aldraða, fjölbreytileika í þjónustuúrræðum, velferðartækni og nýsköpun. Verkefnið hjá ÖA um sveigjanlega dagþjálfun sýnir verulegan samfélagslegan ávinning og mikilvægi þess að lögð verði aukin áhersla í nýsköpun og endurmat á fyrirkomulagi og nýtingu fjármuna í þjónustu við aldraða. Höfundur er framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun