Byrjar á að taka í gegn svefnherbergi í tilvistarkreppu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. apríl 2021 17:16 Soffía Dögg heldur úti bloggsíðu og Facebook hóp undir nafninu Skreytum hús. Þættirnir hennar slóu í gegn hér á Vísi. Skreytum hús „Í þessari þáttaröð má fólk eiga von á því sama og í þeirri fyrri. Við reynum að finna hagkvæmar og sniðugar lausnir, og að gera hvert rými fallegt og þannig að það henti vel íbúum,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir. Á morgun verður sýndur á Vísi fyrsti þátturinn í annarri þáttaröð af Skreytum hús. Þættirnir birtast alla miðvikudaga á Vísi og fara samhliða því inn á Stöð 2+ efnisveituna. „Tökur hafa gengið ágætlega, svona með tilliti til ástandsins og svoleiðis. Það eru alltaf hálfgerðar skoranir þegar maður er að vinna þetta svona á skrítnum tímum. En grímur, fjöldatakmarkanir og Covidpróf eru bara orðin staðalbúnaður,“ segir Soffía og hlær. Soffía Dögg og Rut skelltu sér í verslunarleiðangur fyrir breytinguna sem sýnd verður í fyrsta þættinum.Skreytum hús „Í þessari þáttaröð sjáum við meðal annars strákaherbergi, sem fjölmargir báðu um, herbergi fyrir tvö börn saman, og svo sjónvarpsrými sem nýtist sem skrifstofa líka - svona til þess að bregðast við breyttum aðstæðum í þjóðfélaginu.“ Fyrsti þátturinn dettur inn á Vísi í fyrramálið og þar fá áhorfendur að kynnast Rut, sem er nýflutt í nýbyggingu í Úlfarsárdal ásamt fjölskyldunni. „Við tökum fyrir hjónaherbergið en það var í svona nettri tilvistarkreppu og var eitt af þessum rýmum sem sitja á hakanum, eins og svo oft vill verða með hjónaherbergi. Við setjum svo oft púðrið í að klára stofur og eldhús, og svo auðvitað krakkaherbergin, að hjónaherbergin vilja bara gleymast.“ Soffía segir að það sé ótrúlega gaman að vera komin aftur af stað með Skreytum hús þættina. „Ég er bara ótrúlega kát og spennt að vera að vinna verkefni með góðu fólki, og finnst bara dásamlegt að hjálpa fólki að láta rýmin þeirra verða enn fallegri og betri, en kannski þeim gat grunað.“ Hægt er að horfa á fyrstu þáttaröðina af Skreytum hús HÉR á Vísi. Skreytum hús Hús og heimili Tengdar fréttir „Við erum að leita að einhverju sem grípur augað og vantar smá ást og alúð“ „Það er alveg ótrúlega spennandi að fara af stað aftur,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir, þáttastjórnandi Skreytum hús. Önnur þáttaröð fer af stað í mars og leitar hún nú að þátttakendum fyrir hönnunarþáttinn. 23. janúar 2021 11:00 Skreytum hús: Meðferðarheimili gert að fallegu hreiðri „Hlaðgerðarkot er elsta nústarfandi meðferðarstofnun landsins,“ segir Helga Lind Pálsdóttir forstöðukona. Í fimmta þætti af hönnunarþáttunum Skreytum hús er kvennaálman á Hlaðgerðarkoti tekin í gegn. Soffía Dögg Garðarsdóttir sá strax að þarna þyrfti að taka mikið til hendinni og vildi hún endilega leggja sitt af mörkum. 8. desember 2020 07:00 Skreytum hús: Barnaherbergjum breytt í ævintýraheim „Þegar við fluttum inn þá máluðum við og komumst svo ekkert lengra,“ segir Alda Dröfn Guðbjörnsdóttir „um barnaherbergin tvö á heimilinu sem var tekið fyrir í nýjasta þætti af Skreytum hús. Ekkert var á veggjum og herbergin því ekki fullkláruð. Skápahurðir voru farnar að gulna og gardínustangir ekki í réttri hæð. 1. desember 2020 09:30 Skreytum hús: Hjónaherbergið gert „rómó og kósý“ „Við erum búin að vera að græja og gera ýmislegt. Við fluttum hingað inn fyrir tveimur árum , segir Ásdís Hanna Pálsdóttir en hún býr ásamt eiginmanni og fjórum börnum í Hafnarfirði. „Hjónaherbergið hefur alltaf setið á hakanum.“ 24. nóvember 2020 09:30 Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Á morgun verður sýndur á Vísi fyrsti þátturinn í annarri þáttaröð af Skreytum hús. Þættirnir birtast alla miðvikudaga á Vísi og fara samhliða því inn á Stöð 2+ efnisveituna. „Tökur hafa gengið ágætlega, svona með tilliti til ástandsins og svoleiðis. Það eru alltaf hálfgerðar skoranir þegar maður er að vinna þetta svona á skrítnum tímum. En grímur, fjöldatakmarkanir og Covidpróf eru bara orðin staðalbúnaður,“ segir Soffía og hlær. Soffía Dögg og Rut skelltu sér í verslunarleiðangur fyrir breytinguna sem sýnd verður í fyrsta þættinum.Skreytum hús „Í þessari þáttaröð sjáum við meðal annars strákaherbergi, sem fjölmargir báðu um, herbergi fyrir tvö börn saman, og svo sjónvarpsrými sem nýtist sem skrifstofa líka - svona til þess að bregðast við breyttum aðstæðum í þjóðfélaginu.“ Fyrsti þátturinn dettur inn á Vísi í fyrramálið og þar fá áhorfendur að kynnast Rut, sem er nýflutt í nýbyggingu í Úlfarsárdal ásamt fjölskyldunni. „Við tökum fyrir hjónaherbergið en það var í svona nettri tilvistarkreppu og var eitt af þessum rýmum sem sitja á hakanum, eins og svo oft vill verða með hjónaherbergi. Við setjum svo oft púðrið í að klára stofur og eldhús, og svo auðvitað krakkaherbergin, að hjónaherbergin vilja bara gleymast.“ Soffía segir að það sé ótrúlega gaman að vera komin aftur af stað með Skreytum hús þættina. „Ég er bara ótrúlega kát og spennt að vera að vinna verkefni með góðu fólki, og finnst bara dásamlegt að hjálpa fólki að láta rýmin þeirra verða enn fallegri og betri, en kannski þeim gat grunað.“ Hægt er að horfa á fyrstu þáttaröðina af Skreytum hús HÉR á Vísi.
Skreytum hús Hús og heimili Tengdar fréttir „Við erum að leita að einhverju sem grípur augað og vantar smá ást og alúð“ „Það er alveg ótrúlega spennandi að fara af stað aftur,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir, þáttastjórnandi Skreytum hús. Önnur þáttaröð fer af stað í mars og leitar hún nú að þátttakendum fyrir hönnunarþáttinn. 23. janúar 2021 11:00 Skreytum hús: Meðferðarheimili gert að fallegu hreiðri „Hlaðgerðarkot er elsta nústarfandi meðferðarstofnun landsins,“ segir Helga Lind Pálsdóttir forstöðukona. Í fimmta þætti af hönnunarþáttunum Skreytum hús er kvennaálman á Hlaðgerðarkoti tekin í gegn. Soffía Dögg Garðarsdóttir sá strax að þarna þyrfti að taka mikið til hendinni og vildi hún endilega leggja sitt af mörkum. 8. desember 2020 07:00 Skreytum hús: Barnaherbergjum breytt í ævintýraheim „Þegar við fluttum inn þá máluðum við og komumst svo ekkert lengra,“ segir Alda Dröfn Guðbjörnsdóttir „um barnaherbergin tvö á heimilinu sem var tekið fyrir í nýjasta þætti af Skreytum hús. Ekkert var á veggjum og herbergin því ekki fullkláruð. Skápahurðir voru farnar að gulna og gardínustangir ekki í réttri hæð. 1. desember 2020 09:30 Skreytum hús: Hjónaherbergið gert „rómó og kósý“ „Við erum búin að vera að græja og gera ýmislegt. Við fluttum hingað inn fyrir tveimur árum , segir Ásdís Hanna Pálsdóttir en hún býr ásamt eiginmanni og fjórum börnum í Hafnarfirði. „Hjónaherbergið hefur alltaf setið á hakanum.“ 24. nóvember 2020 09:30 Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
„Við erum að leita að einhverju sem grípur augað og vantar smá ást og alúð“ „Það er alveg ótrúlega spennandi að fara af stað aftur,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir, þáttastjórnandi Skreytum hús. Önnur þáttaröð fer af stað í mars og leitar hún nú að þátttakendum fyrir hönnunarþáttinn. 23. janúar 2021 11:00
Skreytum hús: Meðferðarheimili gert að fallegu hreiðri „Hlaðgerðarkot er elsta nústarfandi meðferðarstofnun landsins,“ segir Helga Lind Pálsdóttir forstöðukona. Í fimmta þætti af hönnunarþáttunum Skreytum hús er kvennaálman á Hlaðgerðarkoti tekin í gegn. Soffía Dögg Garðarsdóttir sá strax að þarna þyrfti að taka mikið til hendinni og vildi hún endilega leggja sitt af mörkum. 8. desember 2020 07:00
Skreytum hús: Barnaherbergjum breytt í ævintýraheim „Þegar við fluttum inn þá máluðum við og komumst svo ekkert lengra,“ segir Alda Dröfn Guðbjörnsdóttir „um barnaherbergin tvö á heimilinu sem var tekið fyrir í nýjasta þætti af Skreytum hús. Ekkert var á veggjum og herbergin því ekki fullkláruð. Skápahurðir voru farnar að gulna og gardínustangir ekki í réttri hæð. 1. desember 2020 09:30
Skreytum hús: Hjónaherbergið gert „rómó og kósý“ „Við erum búin að vera að græja og gera ýmislegt. Við fluttum hingað inn fyrir tveimur árum , segir Ásdís Hanna Pálsdóttir en hún býr ásamt eiginmanni og fjórum börnum í Hafnarfirði. „Hjónaherbergið hefur alltaf setið á hakanum.“ 24. nóvember 2020 09:30