Leikmenn Tottenham við það að gefast upp á Mourinho Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. apríl 2021 23:00 Ummæli José eftir 2-2 jafnteflið gegn Newcastle fóru ekki vel í mannskapinn. EPA-EFE/Peter Powell Ummæli José Mourinho eftir 2-2 jafntefli Tottenham Hotspur gegn Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á sunnudag féllu í grýttan jarðveg hjá leikmönnum liðsins. Eru margir þeirra búnir að fá nóg af hegðun þjálfarans. Aðferðir Portúgalans eru ekki allra og virðist hann ekki ná því sama út úr leikmönnum í dag og hann gerði hér forðum daga. Mourinho var talinn með betri þjálfurum heims eftir að hafa gert Porto að Evrópumeisturum, unnið deildina tvívegis með Chelsea, þrennuna með Inter Milan og stöðvað magnað Barcelona-lið Pep Guardiola er hann þjálfaði Real Madrid. Nú er öldin önnur. Eftir að Tottenham missti enn og aftur unninn leik niður í jafntefli um helgina var José spurður af hverju lið hans – sem voru frábær í því að halda forystu hér áður fyrr – gætu það ekki lengur. Svar hans var einkar einfalt: „Sami þjálfarinn, aðrir leikmenn.“ Þetta ku hafa verið kornið sem fyllti mælinn. Hann hefur ítrekað gert lítið úr leikmönnum sínum og sagt að Tottenham sé ekki með nægilega gott lið til að enda í Meistaradeildarsæti. Þetta er gömul saga og ný en þegar José stýrði Manchester United fékk Luke Shaw reglulega að heyra það. Sami Luke Shaw og hefur unnið sér inn sæti í enska landsliðinu og verður að öllum líkindum vinstra megin í vörn liðsins á EM í sumar. Samkvæmt heimildum Telegraph hafa leikmenn einfaldlega fengið nóg. Þjálfarinn kennir öllum öðrum nema sjálfum sér um slæm úrslit. Tottenham stars are getting fed up with what they feel has become blame being shifted in their direction and away from Jose Mourinho for a series of underwhelming results | @matt_law_DT https://t.co/1rGdyWcbWV #THFC— Telegraph Sport (@TelegraphSport) April 6, 2021 Þá klóruðu blaðamenn sér í hausnum yfir því að Toby Alderweireld hafi ekki spilað gegn Newcastle á sunnudaginn var. Mourinho sagði að miðvörðurinn hefði ekki skilað sér til baka úr landsliðsverkefni Belgíu fyrr en á laugardag, degi fyrir leik. Hins vegar sýna myndir og myndbönd af æfingum Tottenam að Alderweireld hafi æft með liðinu fimmtudag, föstudag og laugardag. Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, ákvað frekar að reka Pochettino heldur en að hrista upp í leikmannahópi liðsins. Hann þarf mögulega að taka aðra slíka ákvörðun bráðlega ef satt reynist og margir af leikmönnum liðsins séu búnir að fá nóg af þjálfara sínum. Talið er að Julian Nagelsmann, þjálfari RB Leipzig, sé efstur á blaði hjá Levy fari svo að hann ákveði að skipta um þjálfara. Hvort Nagelsmann hafi áhuga á starfinu er svo önnur saga. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Sjá meira
Aðferðir Portúgalans eru ekki allra og virðist hann ekki ná því sama út úr leikmönnum í dag og hann gerði hér forðum daga. Mourinho var talinn með betri þjálfurum heims eftir að hafa gert Porto að Evrópumeisturum, unnið deildina tvívegis með Chelsea, þrennuna með Inter Milan og stöðvað magnað Barcelona-lið Pep Guardiola er hann þjálfaði Real Madrid. Nú er öldin önnur. Eftir að Tottenham missti enn og aftur unninn leik niður í jafntefli um helgina var José spurður af hverju lið hans – sem voru frábær í því að halda forystu hér áður fyrr – gætu það ekki lengur. Svar hans var einkar einfalt: „Sami þjálfarinn, aðrir leikmenn.“ Þetta ku hafa verið kornið sem fyllti mælinn. Hann hefur ítrekað gert lítið úr leikmönnum sínum og sagt að Tottenham sé ekki með nægilega gott lið til að enda í Meistaradeildarsæti. Þetta er gömul saga og ný en þegar José stýrði Manchester United fékk Luke Shaw reglulega að heyra það. Sami Luke Shaw og hefur unnið sér inn sæti í enska landsliðinu og verður að öllum líkindum vinstra megin í vörn liðsins á EM í sumar. Samkvæmt heimildum Telegraph hafa leikmenn einfaldlega fengið nóg. Þjálfarinn kennir öllum öðrum nema sjálfum sér um slæm úrslit. Tottenham stars are getting fed up with what they feel has become blame being shifted in their direction and away from Jose Mourinho for a series of underwhelming results | @matt_law_DT https://t.co/1rGdyWcbWV #THFC— Telegraph Sport (@TelegraphSport) April 6, 2021 Þá klóruðu blaðamenn sér í hausnum yfir því að Toby Alderweireld hafi ekki spilað gegn Newcastle á sunnudaginn var. Mourinho sagði að miðvörðurinn hefði ekki skilað sér til baka úr landsliðsverkefni Belgíu fyrr en á laugardag, degi fyrir leik. Hins vegar sýna myndir og myndbönd af æfingum Tottenam að Alderweireld hafi æft með liðinu fimmtudag, föstudag og laugardag. Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, ákvað frekar að reka Pochettino heldur en að hrista upp í leikmannahópi liðsins. Hann þarf mögulega að taka aðra slíka ákvörðun bráðlega ef satt reynist og margir af leikmönnum liðsins séu búnir að fá nóg af þjálfara sínum. Talið er að Julian Nagelsmann, þjálfari RB Leipzig, sé efstur á blaði hjá Levy fari svo að hann ákveði að skipta um þjálfara. Hvort Nagelsmann hafi áhuga á starfinu er svo önnur saga.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Sjá meira