Gísli óttaðist um ferilinn en stuðningur mömmu hjálpaði Sindri Sverrisson skrifar 7. apríl 2021 10:01 Þjáningin skein úr svip Gísla Þorgeirs Kristjánssonar þegar hann gekk af velli eftir að hafa meiðst í leik með Magdeburg gegn Füchse Berlín í mars. Getty/Peter Niedung Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, óttaðist að handboltaferlinum væri lokið þegar hann fór úr axlarlið í síðasta mánuði. Áfallið var mikið en Gísli fékk uppörvandi skilaboð frá lækninum sem sér um aðgerð á öxlinni. Gísli hefur verið óheppinn með meiðsli á sínum ferli og meiddist alvarlega á vinstri öxlinni í leik með Magdeburg gegn Füchse Berlín um miðjan mars. Samkvæmt þýska miðlinum Sky ferðaðist Gísli til Zürich núna um páskahelgina til að fara í aðgerð og þó að ljóst sé að hann verði lengi frá keppni þá mun hann geta snúið aftur á völlinn. „Mér líður betur núna. Fyrstu fimm dagarnir voru erfiðir fyrir mig,“ sagði Gísli í samtali við Sky. Móðir hans, þingmaðurinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, flaug til móts við Gísla til að styðja við bakið á honum. „Þetta eru þriðju axlarmeiðslin og í annað sinn sem ég fer í aðgerð á öxlinni. Það voru gríðarleg vonbrigði fyrir mig að vita að tímabilið væri búið og að ég gæti ekki hjálpað liðinu mínu. Það var mjög gott að mamma mín gat fengið hentugt flug frá Íslandi sama dag. Það hjálpaði mér mikið,“ sagði Gísli. View this post on Instagram A post shared by Gi sli Þorgeir Kristja nsson (@gislithorgeir) Aðspurður hvort hefði verið verra, sársaukinn við að meiðast eða tilhugsunin um að kannski myndi hann aldrei jafna sig til fulls, svaraði Gísli: „Ég man í raun ekki eftir neinum sársauka, bara áfallinu yfir því að kannski myndi öxlin aldrei geta haldið aftur. Það var eitt erfiðasta augnablikið á mínum ferli,“ sagði Gísli sem var ánægður með svör læknisins sem sér um aðgerðina: „Það var mjög gott að heyra það þegar hann sagði að ég myndi geta spilað aftur. Hann ætlar að sjá til þess að öxlin verði stöðug og fari ekki aftur úr lið. Það voru mjög góðar fréttir,“ sagði Gísli. Uppfært kl. 12.05: Ummæli Gísla eru frá því fyrir aðgerð en hann mun samkvæmt frétt á handbolti.is fara í aðgerðina í dag. Þýski handboltinn Handbolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Sjá meira
Gísli hefur verið óheppinn með meiðsli á sínum ferli og meiddist alvarlega á vinstri öxlinni í leik með Magdeburg gegn Füchse Berlín um miðjan mars. Samkvæmt þýska miðlinum Sky ferðaðist Gísli til Zürich núna um páskahelgina til að fara í aðgerð og þó að ljóst sé að hann verði lengi frá keppni þá mun hann geta snúið aftur á völlinn. „Mér líður betur núna. Fyrstu fimm dagarnir voru erfiðir fyrir mig,“ sagði Gísli í samtali við Sky. Móðir hans, þingmaðurinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, flaug til móts við Gísla til að styðja við bakið á honum. „Þetta eru þriðju axlarmeiðslin og í annað sinn sem ég fer í aðgerð á öxlinni. Það voru gríðarleg vonbrigði fyrir mig að vita að tímabilið væri búið og að ég gæti ekki hjálpað liðinu mínu. Það var mjög gott að mamma mín gat fengið hentugt flug frá Íslandi sama dag. Það hjálpaði mér mikið,“ sagði Gísli. View this post on Instagram A post shared by Gi sli Þorgeir Kristja nsson (@gislithorgeir) Aðspurður hvort hefði verið verra, sársaukinn við að meiðast eða tilhugsunin um að kannski myndi hann aldrei jafna sig til fulls, svaraði Gísli: „Ég man í raun ekki eftir neinum sársauka, bara áfallinu yfir því að kannski myndi öxlin aldrei geta haldið aftur. Það var eitt erfiðasta augnablikið á mínum ferli,“ sagði Gísli sem var ánægður með svör læknisins sem sér um aðgerðina: „Það var mjög gott að heyra það þegar hann sagði að ég myndi geta spilað aftur. Hann ætlar að sjá til þess að öxlin verði stöðug og fari ekki aftur úr lið. Það voru mjög góðar fréttir,“ sagði Gísli. Uppfært kl. 12.05: Ummæli Gísla eru frá því fyrir aðgerð en hann mun samkvæmt frétt á handbolti.is fara í aðgerðina í dag.
Þýski handboltinn Handbolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Sjá meira