Fótbolti

Íslendingar fá aukaleik gegn Mexíkóum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslendingar leika þrjá vináttulandsleiki um þarnæstu mánaðarmót.
Íslendingar leika þrjá vináttulandsleiki um þarnæstu mánaðarmót. epa/CHRISTIAN MERZ

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Mexíkó í vináttulandsleik 30. maí næstkomandi. Leikið verður í Bandaríkjunum.

Ísland leikur því þrjá vináttulandsleiki snemmsumars en ekki tvo eins og áætlað var.

Íslendingar verða á ferð á flugi um þarnæstu mánaðarmót. Þeir mæta Mexíkóum í Texas 30. maí, Færeyingum í Þórshöfn 4. júní og Pólverjum í Poznan 8. júní.

Þetta verða fyrstu vináttulandsleikir Íslands undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar. Íslenska liðið leikur svo síðustu sjö leiki sína í undankeppni HM 2022 í haust.

Ísland og Mexíkó hafa fjórum sinnum áður mæst og hafa allir leikir farið fram í Bandaríkjunum.

Tvisvar hafa liðin gert markalaust jafntefli og Mexíkóar hafa unnið tvo leiki, þar á meðal síðasta leik liðanna, 3-0, í mars 2018. Ísland hefur ekki enn tekist að skora gegn Mexíkó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×