Knattspyrnumaðurinn var rekinn af velli í leik Egernsund KIF og Egen UI í utandeildinni í Danmörku og við það var hann ekki sáttur.
Hann hrinti dómara leiksins, sem hin átján ára gamla Julie Alsbro, hrækti í átt að henni og kallaði hana öllum illum nöfnum.
Nú hefur hann, samkvæmt JydskeVestkysten, verið dæmdur í tuttugu daga fangelsi fyrir ofbeldið og að auki í sex leikja bann.
Dómarinn tjáði sig um atvikið í samtali við vefsíðuna Bold í desember þar sem hún sagði að atvikið hafi haft mikil áhrif á hana.
Seriespiller har fået 20 dages fængsel for at skubbe dommer https://t.co/uIUaNjE125 pic.twitter.com/T5Oxq3uDaJ
— Jyllands-Posten (@jyllandsposten) April 7, 2021