Lífið

Gervi­greind Goog­le tróð sér inn í spjall Bergs Ebba og kanadísks vinar

Tinni Sveinsson skrifar
Bergur Ebbi Benediktsson er þáttastjórnandi Stofuhita og er þáttunum lýst sem hugmyndaferðalagi um mörk mennsku og tækni.
Bergur Ebbi Benediktsson er þáttastjórnandi Stofuhita og er þáttunum lýst sem hugmyndaferðalagi um mörk mennsku og tækni. Stöð 2

Í nýjasta þætti Stofuhita á Stöð 2+ er fjallað um gervigreind frá ýmsum óvæntum vinklum. Meðal þess sem er skoðað er hvernig tölvuforrit eru farin að seilast inn í ákvarðanatökur á vegu sem okkur hefði ekki órað um fyrir nokkrum árum.

Mörg póstforrit bjóða nú til dæmis upp á stöðluð svör við tölvupóstum. 

„Í þættinum kemur fram á örlítið súrrealískan hátt hvernig gervigreind getur hjálpað okkur, en á sama tíma líka flækst fyrir,“ segir Magnús Leifsson leikstjóri þáttanna. 

Í atriðinu í spilaranum hér fyrir neðan sjáum við þegar tölvupóstsamskipti Bergs Ebba og kanadísks vinar hans um matarboð fara í hundana vegna inngrips gervigreindar.

Klippa: Stofuhiti - Google tróð sér inn í samskiptin

Nýr þáttur af Stofuhita kemur út á miðnætti á miðvikudögum. Leikstjóri er Magnús Leifsson. Áskrifendur geta horft á þá á sjónvarpsvef Stöðvar 2.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×