Sökuð um brot á sóttkví eftir að hafa tekið lit í íslenskri sól Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 8. apríl 2021 12:31 Kristrún Úlfarsdóttir var sökuð um að hafa brotið sóttkví eftir sólarlandaferð en hún var útitekin eftir að hafa farið í heitan pott í góðu veðri. Aðsend/Getty „Þetta kom svo flatt upp á mig að ég náði bara ekki að svara fyrir mig, ég var hreinlega í sjokki. Konan hans stóð bara kinkandi kolli við hliðina á honum,“ segir Kristrún Úlfarsdóttir í færslu sem hún deildi í gær á Facebook síðunni Góða systir. Kristrún var stödd í matvöruverslun í gærdag og segir hún farir sínar ekki sléttar þegar eldri maður sakaði hana harkalega um brot á sóttkví en þess má geta að Kristrún hefur ekkert farið erlendis í heimsfaraldrinum. Togaði í peysu hennar og gargaði „Ég er að labba um að versla, eiginlega bara í eigin heimi. Ég var búin að heyra einhver læti út undan mér en var ekkert að pæla í því fyrr en það var togað í peysuna mína. Þar er eldri maður á háa c-inu að garga á mig: Átt þú ekki að vera í sóttkví? Djöfulsins lið sem getur ekki verið bara kjurrt á íslandi þegar að heimurinn er í klessu, alltaf að fara til sólarlanda að sóla sig.“ Kristrún segir henni hafa verið mjög brugðið við þessa óvæntu og hörðu athugasemd mannsins og hafi því ekki náð strax að svara fyrir sig. „Ég var hreinlega í sjokki!“ Hún segist svo hafa útskýrt fyrir manninum að hún hafi ekkert farið erlendis og hafi einfaldlega tekið lit í íslenskri sól. Hún segir manninn ekki hafa sætt sig við svarið og haldið áfram. „Ertu með sönnun fyrir því?“ Enn í áfalli Í samtali við Vísi segist Kristrún vera með opin Snapchat reikning, krissa4, og hafi hún nýlega birt myndbrot af sér vera að sóla sig í pottinum. Hún hafi hugsað með sér hvort hún ætti að sýna manninum mynbrotið til sönnunar en hafi þó ekki látið verða af því. Kristrún segist enn vera í töluverðu sjokki eftir þessa ágengni og undrar sig á því hversu fólk er fljótt að ganga á annað fólk með ásakanir. „Ég hef einu sinni áður lent í svona dónaskap fyrir nokkrum árum síðan, þá var ég að versla inn fyrir afmæli dóttur minnar þegar kona kemur upp á mér og segir mér að þetta sé ástæðan fyrir því að ég væri svona feit og benti ofan í körfuna mína. „Er heimurinn bara að verða svona?“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira
Kristrún var stödd í matvöruverslun í gærdag og segir hún farir sínar ekki sléttar þegar eldri maður sakaði hana harkalega um brot á sóttkví en þess má geta að Kristrún hefur ekkert farið erlendis í heimsfaraldrinum. Togaði í peysu hennar og gargaði „Ég er að labba um að versla, eiginlega bara í eigin heimi. Ég var búin að heyra einhver læti út undan mér en var ekkert að pæla í því fyrr en það var togað í peysuna mína. Þar er eldri maður á háa c-inu að garga á mig: Átt þú ekki að vera í sóttkví? Djöfulsins lið sem getur ekki verið bara kjurrt á íslandi þegar að heimurinn er í klessu, alltaf að fara til sólarlanda að sóla sig.“ Kristrún segir henni hafa verið mjög brugðið við þessa óvæntu og hörðu athugasemd mannsins og hafi því ekki náð strax að svara fyrir sig. „Ég var hreinlega í sjokki!“ Hún segist svo hafa útskýrt fyrir manninum að hún hafi ekkert farið erlendis og hafi einfaldlega tekið lit í íslenskri sól. Hún segir manninn ekki hafa sætt sig við svarið og haldið áfram. „Ertu með sönnun fyrir því?“ Enn í áfalli Í samtali við Vísi segist Kristrún vera með opin Snapchat reikning, krissa4, og hafi hún nýlega birt myndbrot af sér vera að sóla sig í pottinum. Hún hafi hugsað með sér hvort hún ætti að sýna manninum mynbrotið til sönnunar en hafi þó ekki látið verða af því. Kristrún segist enn vera í töluverðu sjokki eftir þessa ágengni og undrar sig á því hversu fólk er fljótt að ganga á annað fólk með ásakanir. „Ég hef einu sinni áður lent í svona dónaskap fyrir nokkrum árum síðan, þá var ég að versla inn fyrir afmæli dóttur minnar þegar kona kemur upp á mér og segir mér að þetta sé ástæðan fyrir því að ég væri svona feit og benti ofan í körfuna mína. „Er heimurinn bara að verða svona?“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira