Kaupir bréf í Arion banka fyrir um milljarð króna Eiður Þór Árnason skrifar 8. apríl 2021 13:45 Reynir Grétarsson seldi nýlega um helming af 70% hlut sínum í Creditinfo. Aðsend Reynir Grétarsson, stofnandi Creditinfo, er kominn í hóp um þrjátíu stærstu hluthafa Arion banka eftir að hafa keypt bréf í bankanum fyrir um milljarð króna. Keypti hann talsvert af þeim tæplega 10% eignarhlut sem vogunarsjóðurinn Taconic Capital seldi í Arion banka í mars. Markaðurinn greinir frá þessu en Reynir seldi nýlega um helming af 70% hlut sínum í Creditinfo til bandaríska framtakssjóðsins Levine Leitchman Capital. Áætlað er að virði hlutarins sem Reynir seldi geti verið allt að tíu milljarðar króna. Reynir á nú um 0,5% hlut í Arion banka gegnum félagið InfoCapital sem þýðir að hann er á meðal stærri einkafjárfesta í bankanum. Erlendir fjárfestar minnkað verulega við sig Miklar breytingar hafa orðið á eignarhaldi bankans að undanförnu en fram kemur í frétt Markaðsins að eignarhaldsfélög og ýmsir fjársterkir einstaklingar hafi keypt meirihluta bréfanna af Taconic Capital. Vogunarsjóðurinn var lengi stærsti hluthafi Arion banka með nærri fjórðungshlut en gekk frá sölu á síðustu bréfum sínum þann 29. mars fyrir tæplega 20 milljarða króna. Síðan þá hafa íslenskir lífeyrissjóðir, meðal annars LSR og Lífeyrissjóður verzlunarmanna, og verðbréfasjóðir samanlagt bætt við sig um 3% hlut í bankanum. Eignarhlutur erlendra fjárfesta í Arion banka hefur minnkað hratt á skömmum tíma en samanlagður hlutur Taconic og Sculptor Capital í bankanum nam um 50% í ársbyrjun 2020. Fram kemur í samantekt Markaðarins að erlendir fjárfestar eigi nú vel undir 5% bréfa í Arion banka. Markaðir Íslenskir bankar Tengdar fréttir Creditinfo sagt verðmetið á allt að þrjátíu milljarða Kaupverð bandaríska framtakssjóðsins Levine Leichtman Capital Partners (LLCP) á meirihluta hlutafjár Creditinfo Group samsvarar því að íslenska félagið sé verðmetið á tuttugu til þrjátíu milljarða króna, samkvæmt heimildum Markaðarins, viðskiptakálfs Fréttablaðsins. Er endanleg fjárhæð sögð velta á ákveðnum fjárhagslegum markmiðum. 10. mars 2021 10:49 Arion banki fer úr einum milljarði í tólf og hálfan Arion banki hagnaðist um 12,5 milljarða króna á síðasta ári. Þá var afkoma bankans af áframhaldandi starfsemi 16,7 milljarðar króna á árinu. Arðsemi eiginfjár var 6,5 prósent. 10. febrúar 2021 18:23 Mest lesið Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sjá meira
Keypti hann talsvert af þeim tæplega 10% eignarhlut sem vogunarsjóðurinn Taconic Capital seldi í Arion banka í mars. Markaðurinn greinir frá þessu en Reynir seldi nýlega um helming af 70% hlut sínum í Creditinfo til bandaríska framtakssjóðsins Levine Leitchman Capital. Áætlað er að virði hlutarins sem Reynir seldi geti verið allt að tíu milljarðar króna. Reynir á nú um 0,5% hlut í Arion banka gegnum félagið InfoCapital sem þýðir að hann er á meðal stærri einkafjárfesta í bankanum. Erlendir fjárfestar minnkað verulega við sig Miklar breytingar hafa orðið á eignarhaldi bankans að undanförnu en fram kemur í frétt Markaðsins að eignarhaldsfélög og ýmsir fjársterkir einstaklingar hafi keypt meirihluta bréfanna af Taconic Capital. Vogunarsjóðurinn var lengi stærsti hluthafi Arion banka með nærri fjórðungshlut en gekk frá sölu á síðustu bréfum sínum þann 29. mars fyrir tæplega 20 milljarða króna. Síðan þá hafa íslenskir lífeyrissjóðir, meðal annars LSR og Lífeyrissjóður verzlunarmanna, og verðbréfasjóðir samanlagt bætt við sig um 3% hlut í bankanum. Eignarhlutur erlendra fjárfesta í Arion banka hefur minnkað hratt á skömmum tíma en samanlagður hlutur Taconic og Sculptor Capital í bankanum nam um 50% í ársbyrjun 2020. Fram kemur í samantekt Markaðarins að erlendir fjárfestar eigi nú vel undir 5% bréfa í Arion banka.
Markaðir Íslenskir bankar Tengdar fréttir Creditinfo sagt verðmetið á allt að þrjátíu milljarða Kaupverð bandaríska framtakssjóðsins Levine Leichtman Capital Partners (LLCP) á meirihluta hlutafjár Creditinfo Group samsvarar því að íslenska félagið sé verðmetið á tuttugu til þrjátíu milljarða króna, samkvæmt heimildum Markaðarins, viðskiptakálfs Fréttablaðsins. Er endanleg fjárhæð sögð velta á ákveðnum fjárhagslegum markmiðum. 10. mars 2021 10:49 Arion banki fer úr einum milljarði í tólf og hálfan Arion banki hagnaðist um 12,5 milljarða króna á síðasta ári. Þá var afkoma bankans af áframhaldandi starfsemi 16,7 milljarðar króna á árinu. Arðsemi eiginfjár var 6,5 prósent. 10. febrúar 2021 18:23 Mest lesið Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sjá meira
Creditinfo sagt verðmetið á allt að þrjátíu milljarða Kaupverð bandaríska framtakssjóðsins Levine Leichtman Capital Partners (LLCP) á meirihluta hlutafjár Creditinfo Group samsvarar því að íslenska félagið sé verðmetið á tuttugu til þrjátíu milljarða króna, samkvæmt heimildum Markaðarins, viðskiptakálfs Fréttablaðsins. Er endanleg fjárhæð sögð velta á ákveðnum fjárhagslegum markmiðum. 10. mars 2021 10:49
Arion banki fer úr einum milljarði í tólf og hálfan Arion banki hagnaðist um 12,5 milljarða króna á síðasta ári. Þá var afkoma bankans af áframhaldandi starfsemi 16,7 milljarðar króna á árinu. Arðsemi eiginfjár var 6,5 prósent. 10. febrúar 2021 18:23