Arsenal átti ekki í teljandi vandræðum með botnlið Sheffield United í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.
Arsenal lék án Pierre Emerick Aubameyang og Martin Ödegaard í dag en það tók Arsenal rétt rúman hálftíma að finna leiðina í gegnum þéttan varnarmúr heimamanna.
Þar var að verki franski sóknarmaðurinn Alexandre Lacazette sem skoraði eftir flotta sókn.
Gabriel Martinelli var í byrjunarliði Arsenal í kvöld í fyrsta skipti í langan tíma og hann tvöfaldaði forystuna á 71.mínútu.
Lacazette kórónaði svo fína frammistöðu sína með sínu öðru marki og þriðja marki Arsenal á 85.mínútu.
Lokatölur 0-3 fyrir Arsenal.