Körfubolti

Tryggvi öflugur í tapi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Tryggvi Snær stóð fyrir sínu þrátt fyrir tap.
Tryggvi Snær stóð fyrir sínu þrátt fyrir tap.

Ekkert varð úr Íslendingaslag í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld þar sem Martin Hermannsson glímir við meiðsli.

Hann var því ekki með Valencia þegar liðið heimsótti Tryggva Snæ Hlinason í félaga í Zaragoza.

Valencia tók frumkvæðið í leiknum í öðrum leikhluta og hélt Zaragoza í hæfilegri fjarlægð stærstan hluta leiksins. Fór að lokum svo að Valencia vann níu stiga sigur, 76-85.

Tryggvi Snær átti fínan leik fyrir Zaragoza en miðherjinn stóri og stæðilegi skoraði tíu stig og var frákastahæsti maður vallarins með níu fráköst á þeim 25 mínútum sem hann spilaði í leiknum.


Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×