Nýta stærð sína og umbuna umhverfisvænum verktökum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. apríl 2021 11:51 Frá framkvæmdum hjá Veitnum þegar heitavatnsæð fór í sundur við Bústaðaveg í sumar. Veitur Veitur hafa tekið ákvörðun um að leggja meiri áherslu á umhverfismál í vali á verktökum á vegum fyrirtækisins og stuðla þannig að orkuskiptum í framkvæmdum. Skilyrði verða sett í útboðslýsingar er fá verktaka til að huga enn frekar að umhverfismálum og aðgerðum til að minnka kolefnisspor sitt. Einnig geta umhverfisþættir sem leiða af sér minna kolefnisspor framkvæmda vegið allt að 20 prósent þegar tilboð eru metin að því er segir í tilkynningu. Markmiðið með þessari nýjung segja Veitur vera að lækka kolefnisspor framkvæmda á vegum Veitna og um leið verktaka á þeirra vegum. Það sé er í samræmi við umhverfisstefnu Veitna um stöðugar umbætur í umhverfismálum og því markmiði fyrirtækisins að verða kolefnishlutlaust árið 2030. Í öllum útboðum Veitna hér eftir geta verktakar fengið stig fyrir ákveðna umhverfisþætti sem skilgreindir eru fyrir hvert verkefni, svo sem fyrir að nota bifreiðar og vinnuvélar sem nýta eingöngu umhverfisvæna orku og, ef jarðefnaeldsneyti er notað, fyrir að uppfylla ákveðnar lágmarkskröfur um mengunarvarnabúnað sem fram koma í stöðlum European Emission Standards. Einnig geta verktakar fengið stig fyrir að útbúa og vinna eftir sinni eigin umhverfisáætlun. Í henni eiga að vera upplýsingar um notkun jarðefnaeldsneytis ásamt áætlun um hvernig dregið verði úr notkun þess í verkefnum Veitna, flokkun úrgangs, aðrar orkusparandi aðgerðir, viðbrögð ef mengunarslys verður sem og upplýsingar um notkun á hættulegum efnum. Verktakar skulu einnig vinna að því að minnka kolefnisspor sitt með öðrum leiðum, t.d. með umhverfisvænum innkaupum eða með kolefnisjöfnun. Hvatning til verktaka Til lengri tíma er ávinningurinn af þessum breytingum umtalsverður. Í þeim felst hvatning til verktaka til að huga að umhverfismálum í framkvæmdum og nýta nýrri tæki og vistvæna orkugjafa. Það lækkar hjá þeim kostnað til lengri tíma og kemur umhverfinu til góða. Á sama tíma stuðla breytingarnar að auknum innflutningi á tækjum og búnaði sem uppfylla umhverfiskröfur sem eykur úrval umhverfisvænna kosta fyrir alla verktaka landsins. Veitur gera ráð fyrir að lægri eldsneytiskostnaður muni með tímanum skila sér í lægri tilboðum í verkefni fyrirtækisins. Betri upplýsingagjöf frá verktökum í umhverfisáætlun gefur Veitum einnig færi á að reikna kolefnisspor framkvæmda á sínum vegum, og þar með fyrirtækisins alls, á nákvæmari hátt en verið hefur til þessa. „Við hjá Veitum höfum sett okkur metnaðarfull markmið í loftslagsmálum. Þeim verður ekki náð nema fyrirtækið stýri sinni loftslagstengdu áhættu og beiti áhrifum sínum í virðiskeðjunni til ábyrgrar umgengni við umhverfið. Veitur eru fimmti stærsti framkvæmdaaðili landsins sé mið tekið af þeim fjárhæðum sem verja á í fjárfestingar á Íslandi í ár. Stærðinni fylgir ákveðinn slagkraftur sem nýta má til góðs í loftslagsmálum og það viljum við gera. Við hlökkum til að vinna eftir þessu nýja fyrirkomulagi og munum leitast við að vera í góðu samstarfi við alla þá er koma að þeim umfangsmiklu framkvæmdum sem uppbygging og rekstur veitukerfanna krefst á hverju ári,“ segir Gestur Pétursson, framkvæmdastjóri Veitna. Orkumál Umhverfismál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Sjá meira
Skilyrði verða sett í útboðslýsingar er fá verktaka til að huga enn frekar að umhverfismálum og aðgerðum til að minnka kolefnisspor sitt. Einnig geta umhverfisþættir sem leiða af sér minna kolefnisspor framkvæmda vegið allt að 20 prósent þegar tilboð eru metin að því er segir í tilkynningu. Markmiðið með þessari nýjung segja Veitur vera að lækka kolefnisspor framkvæmda á vegum Veitna og um leið verktaka á þeirra vegum. Það sé er í samræmi við umhverfisstefnu Veitna um stöðugar umbætur í umhverfismálum og því markmiði fyrirtækisins að verða kolefnishlutlaust árið 2030. Í öllum útboðum Veitna hér eftir geta verktakar fengið stig fyrir ákveðna umhverfisþætti sem skilgreindir eru fyrir hvert verkefni, svo sem fyrir að nota bifreiðar og vinnuvélar sem nýta eingöngu umhverfisvæna orku og, ef jarðefnaeldsneyti er notað, fyrir að uppfylla ákveðnar lágmarkskröfur um mengunarvarnabúnað sem fram koma í stöðlum European Emission Standards. Einnig geta verktakar fengið stig fyrir að útbúa og vinna eftir sinni eigin umhverfisáætlun. Í henni eiga að vera upplýsingar um notkun jarðefnaeldsneytis ásamt áætlun um hvernig dregið verði úr notkun þess í verkefnum Veitna, flokkun úrgangs, aðrar orkusparandi aðgerðir, viðbrögð ef mengunarslys verður sem og upplýsingar um notkun á hættulegum efnum. Verktakar skulu einnig vinna að því að minnka kolefnisspor sitt með öðrum leiðum, t.d. með umhverfisvænum innkaupum eða með kolefnisjöfnun. Hvatning til verktaka Til lengri tíma er ávinningurinn af þessum breytingum umtalsverður. Í þeim felst hvatning til verktaka til að huga að umhverfismálum í framkvæmdum og nýta nýrri tæki og vistvæna orkugjafa. Það lækkar hjá þeim kostnað til lengri tíma og kemur umhverfinu til góða. Á sama tíma stuðla breytingarnar að auknum innflutningi á tækjum og búnaði sem uppfylla umhverfiskröfur sem eykur úrval umhverfisvænna kosta fyrir alla verktaka landsins. Veitur gera ráð fyrir að lægri eldsneytiskostnaður muni með tímanum skila sér í lægri tilboðum í verkefni fyrirtækisins. Betri upplýsingagjöf frá verktökum í umhverfisáætlun gefur Veitum einnig færi á að reikna kolefnisspor framkvæmda á sínum vegum, og þar með fyrirtækisins alls, á nákvæmari hátt en verið hefur til þessa. „Við hjá Veitum höfum sett okkur metnaðarfull markmið í loftslagsmálum. Þeim verður ekki náð nema fyrirtækið stýri sinni loftslagstengdu áhættu og beiti áhrifum sínum í virðiskeðjunni til ábyrgrar umgengni við umhverfið. Veitur eru fimmti stærsti framkvæmdaaðili landsins sé mið tekið af þeim fjárhæðum sem verja á í fjárfestingar á Íslandi í ár. Stærðinni fylgir ákveðinn slagkraftur sem nýta má til góðs í loftslagsmálum og það viljum við gera. Við hlökkum til að vinna eftir þessu nýja fyrirkomulagi og munum leitast við að vera í góðu samstarfi við alla þá er koma að þeim umfangsmiklu framkvæmdum sem uppbygging og rekstur veitukerfanna krefst á hverju ári,“ segir Gestur Pétursson, framkvæmdastjóri Veitna.
Orkumál Umhverfismál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Sjá meira