Hrafnista hefur skuldbundið sig til að veita ákveðna þjónustu Snorri Másson skrifar 12. apríl 2021 17:37 María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Vísir/Baldur Hrafnkell Jónsson María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að hjúkrunarheimilum beri eftir sem áður að veita þá þjónustu sem þau hafa samið við SÍ um að veita. Bág fjárhagsstaða hjúkrunarheimila hefur verið til umræðu, síðast þegar Hrafnista sagði upp 40 starfsmönnum nýverið. Í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun sagði forstjóri Hrafnistuheimilanna, María Fjóla Harðardóttir, að það stefndi í að Hrafnista þurfi að draga úr þjónustu vegna ástandsins. Þar hefur 40 verið sagt upp. María kvaðst ímynda sér að fleiri hjúkrunarheimili væru í sömu sporum. „Við reiknum með að hún muni hafa samband við okkur með þetta. Það erum við sem höfum samið um þessa þjónustu og þau hafa skuldbundið sig til að veita hana. Þetta er auðvitað eitthvað sem þarf að ræða,“ segir María hjá Sjúkratryggingum Íslands. María segir að fjármagnið sem hjúkrunarheimili fái sé ákvarðað í fjárlögum. Sjúkratryggingum hafi ekki borist erindi frá Hrafnistu vegna ástandsins núna, að því er María best veit. „Það liggur fyrir að það var lögð hagræðingarkrafa á þessa þjónustu eins og eiginlega alla aðra heilbrigðisþjónustu á þessu ári um líklega hálft prósent og hugsanlega er verið að vísa til þess þarna. Við verðum auðvitað að kalla eftir samtali við þau um það hvernig þau eru að breyta þjónustunni og hvort það er í þeim mæli að það hafi áhrif á þjónustu sem við höfum samið um. Þegar þær upplýsingar liggja fyrir verðum við bara að grípa til viðeigandi ráðstafana og þá væntanlega í samvinnu við heilbrigðisráðuneytið,“ segir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Forstjóri Hrafnistuheimilanna sagði í viðtalinu í morgun að kjarasamningsbundnar launahækkanir hafi leitt til þess að 300-400 milljónir vanti inn í rekstur heimilanna árið 2021. Eldri borgarar Vinnumarkaður Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Gætu þurft að neita að taka á móti „þungum“ sjúklingum Hrafnista hefur ekkert svigrúm til að segja upp starfsfólki þar sem heimilin þurfa enn að veita ákveðna þjónustu. Þetta segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistuheimilanna, en hátt í fjörtíu starfsmönnum hefur verið sagt upp síðustu mánaðamót. 12. apríl 2021 10:37 Nær fjörutíu starfsmönnum sagt upp á Hrafnistu Á fjórða tug starfsmanna hjá hjúkrunarheimilinu Hrafnistu hefur verið sagt upp störfum. Bæði er um að ræða stjórnendur, hjúkrunarfræðinga, ræstitækna og aðra starfsmenn. Tuttugu þessara starfsmanna störfuðu hjá Hrafnistu á Sléttuvegi en hinir hjá öðrum heimilum Hrafnistu. Mbl.is greinir frá. 11. apríl 2021 20:04 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun sagði forstjóri Hrafnistuheimilanna, María Fjóla Harðardóttir, að það stefndi í að Hrafnista þurfi að draga úr þjónustu vegna ástandsins. Þar hefur 40 verið sagt upp. María kvaðst ímynda sér að fleiri hjúkrunarheimili væru í sömu sporum. „Við reiknum með að hún muni hafa samband við okkur með þetta. Það erum við sem höfum samið um þessa þjónustu og þau hafa skuldbundið sig til að veita hana. Þetta er auðvitað eitthvað sem þarf að ræða,“ segir María hjá Sjúkratryggingum Íslands. María segir að fjármagnið sem hjúkrunarheimili fái sé ákvarðað í fjárlögum. Sjúkratryggingum hafi ekki borist erindi frá Hrafnistu vegna ástandsins núna, að því er María best veit. „Það liggur fyrir að það var lögð hagræðingarkrafa á þessa þjónustu eins og eiginlega alla aðra heilbrigðisþjónustu á þessu ári um líklega hálft prósent og hugsanlega er verið að vísa til þess þarna. Við verðum auðvitað að kalla eftir samtali við þau um það hvernig þau eru að breyta þjónustunni og hvort það er í þeim mæli að það hafi áhrif á þjónustu sem við höfum samið um. Þegar þær upplýsingar liggja fyrir verðum við bara að grípa til viðeigandi ráðstafana og þá væntanlega í samvinnu við heilbrigðisráðuneytið,“ segir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Forstjóri Hrafnistuheimilanna sagði í viðtalinu í morgun að kjarasamningsbundnar launahækkanir hafi leitt til þess að 300-400 milljónir vanti inn í rekstur heimilanna árið 2021.
Eldri borgarar Vinnumarkaður Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Gætu þurft að neita að taka á móti „þungum“ sjúklingum Hrafnista hefur ekkert svigrúm til að segja upp starfsfólki þar sem heimilin þurfa enn að veita ákveðna þjónustu. Þetta segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistuheimilanna, en hátt í fjörtíu starfsmönnum hefur verið sagt upp síðustu mánaðamót. 12. apríl 2021 10:37 Nær fjörutíu starfsmönnum sagt upp á Hrafnistu Á fjórða tug starfsmanna hjá hjúkrunarheimilinu Hrafnistu hefur verið sagt upp störfum. Bæði er um að ræða stjórnendur, hjúkrunarfræðinga, ræstitækna og aðra starfsmenn. Tuttugu þessara starfsmanna störfuðu hjá Hrafnistu á Sléttuvegi en hinir hjá öðrum heimilum Hrafnistu. Mbl.is greinir frá. 11. apríl 2021 20:04 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Gætu þurft að neita að taka á móti „þungum“ sjúklingum Hrafnista hefur ekkert svigrúm til að segja upp starfsfólki þar sem heimilin þurfa enn að veita ákveðna þjónustu. Þetta segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistuheimilanna, en hátt í fjörtíu starfsmönnum hefur verið sagt upp síðustu mánaðamót. 12. apríl 2021 10:37
Nær fjörutíu starfsmönnum sagt upp á Hrafnistu Á fjórða tug starfsmanna hjá hjúkrunarheimilinu Hrafnistu hefur verið sagt upp störfum. Bæði er um að ræða stjórnendur, hjúkrunarfræðinga, ræstitækna og aðra starfsmenn. Tuttugu þessara starfsmanna störfuðu hjá Hrafnistu á Sléttuvegi en hinir hjá öðrum heimilum Hrafnistu. Mbl.is greinir frá. 11. apríl 2021 20:04