Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Chelsea eru komnir í undanúrslit eftir markalaust jafntefli.
Chelsea eru komnir í undanúrslit eftir markalaust jafntefli. Getty/David S. Bustamante

Chelsea er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir 1-0 tap gegn Porto í Kvöld. Chelsea vann fyrri leikinn 2-0 og voru því í góðum málum fyrir leikinn í kvöld.

Leikmenn Chelsea þurftu ekki að hafa miklar áhyggjur þegar þeir mættu Porto í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Liðsmenn Chelsea mættu í leikinn með tveggja marka forskot, og gott betur en það, tveggja útimarka forskot.

Leikurinn var nokkuð rólegur og bar þess merki að leikmenn Chelsea ætluðu sér ekki að gera mikið meira en þurfti að gera til að koma sér í undanúrslit.

Eina mark leiksins koma ekki fyrr en á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar Mehdi Taremi skoraði glæsilegt mark. Taremi skoraði þá úr hjólhestaspyrnu eftir flotta fyrirgjöf Nanu. Það dugði því miður ekki til fyrir Porto og eru þeir því úr leik í Meistaradeildinni.

Chelsea mætir annað hvort Real Madrid eða Liverpool í undanúrslitum, en leikur þeirra fer fram á morgun og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 18:50. Real Madrid leiðir 3-1 í þeirri viðureign og brekkan er því brött fyrir Liverpoolmenn.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira