Viðskipti innlent

Bein út­sending: Ný­sköpun í rót­grónum rekstri

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fundurinn hefst klukkan 14 og útsending skömmu síðar.
Fundurinn hefst klukkan 14 og útsending skömmu síðar.

Þekkingardagurinn 2021 fer fram þann 13 apríl en dagurinn hefur verið haldinn árlega síðan árið 2000. Deginum verður streymt beint á Vísi en útsending hefst klukkan 14:15 og líkur 16:00. Þema Þekkingardagsins 2021 er Nýsköpun í rótgrónum rekstri.

Dagurinn byrjar á erindum frá Þóreyju G. Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra fjármálasviðs Bláa Lónsins, og Magnúsi Júlíussyni, deildarstjóra orkusviðs N1. Þau munu fara yfir nýsköpun innan sinna fyrirtækja og lýsa þeim áskorunum sem nýsköpun í rótgrónum rekstri felur í sér.

Á síðustu vikum hefur dómnefnd farið yfir fjölda umsókna um Þekkingarfyrirtæki ársins og eru tvö fyrirtæki í úrslitum en það eru Hampiðjan og Já. Bæði fyrirtæki munu flytja stutt erindi og fara yfir sín nýsköpunarferðalög. Forseti Íslands afhendir öðru fyrirtækinu verðlaun fyrir Þekkingarfyrirtæki ársins 2021.

Á dögunum var tilkynnt að Félag viðskipta- og hagfræðinga valdi Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóra, hagfræðing ársins 2021 og mun Ásgeir flytja erindi og taka formlega við titlinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×