Þetta kemur fram á vef Skessuhorns, en Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri staðfestir þetta í samtali við blaðið. Hún segir að kauptilboðið sé háð ástandsskoðun.
Viðræður standa jafnframt yfir milli bankans og sveitarfélagsins um að bankinn muni leigja hluta húsnæðisins undir sitt útibú.
Í skriflegu svari til Viðskiptablaðsins segir Haraldur Guðni Eiðsson, samskiptastjóri Arion banka, að húsnæðið hafi verið of stórt fyrir bankann og því hafi verið ákveðið að selja.
Ráðhús Borgarbyggðar hefur verið til húsa við Borgarbraut 14, en mun að óbreyttu flytjast í húsnæðið við Digranesgötu.
Í frétt Viðskiptablaðsins frá því fyrr í apríl má sjá að ásett verð húsnæðisins að Digranesgötu 2 hafi verið 260 milljónir króna. Húsið hafi verið byggt árið 2005 undir starfsemi Sparisjóðs Mýrasýslu, sé á þremur hæðum og tæplega 1.200 fermetrar.