24 eltihrellamál tilkynnt til lögreglu: „Þetta er svolítið mikið“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. apríl 2021 18:01 Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Jóhann K. Síðan nýtt ákvæði í hegningarlögum um umsáturseinelti tók gildi í febrúar hafa minnst 24 mál af slíkum toga komið til kasta lögreglu á landsvísu. Langalgengast er að konur séu fórnarlömb eltihrella og umsáturseineltis en oft eru börn einnig óbeinir þolendur. Þættirnir Ofsóknir hófu göngu sína á Stöð 2 í síðustu viku þar sem fjallað er um umsáturseinelti og reynslu þeirra sem orðið hafa fyrir slíku. Í fyrsta þættinum lýsti Alma Dögg Torfadóttir reynslu sinni en hún var átján ára þegar ofsóknir á hendur henni hófust. „Því miður er það þannig að þetta eru allt of kunnuglegar lýsingar, þetta er ekki einsdæmi sem verið er að lýsa í þessum þáttum,“ segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en hún ræddi umsáturseinelti í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún fagnar því að lögum hafi loks verið breytt í átt til umbóta. „Ég er ekki með tölur aftur í tímann en til þess að gefa tilfinningu fyrir hversu algengt þetta er þá get ég sagt það að frá því að umsáturseinelti, það ákvæði tók gildi núna í febrúar síðastliðnum, og síðan þá hafa sextán mál komið til meðferðar hér hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og ég veit að á landsvísu þá eru þau í kringum 24,“ segir Hulda. Hún segir lýsingarnar á umsáturseinelti í flestum tilfellum vera heldur keimlíkar. „Þetta er þessi háttsemi sem var mjög vel lýst í þessum þætti sem var í vikunni. Það er verið að setja sig í samband símleiðis, senda skilaboð, vera á þessum stöðum sem viðkomandi er á, það eru jafnvel eignaspjöll, það er verið að skera á dekk og svona hitt og þetta. Í raun og veru eru engin takmörk fyrir háttseminni, það fer bara eftir því hvað ímyndunaraflið leyfir,“ segir Hulda. Eina úrræðið var nálgunarbann Aðspurð segir hún 24 mál vera heldur mörg mál, einkum í ljósi þess hve stutt er síðan breyting á hegningarlögum tók gildi er varðar umsáturseinelti. „Þetta segir okkur í rauninni bara umfang þessara mála og við hjá lögreglunni við gleðjumst yfir því að það sé komið ákvæði sem gefur okkur þau verkfæri sem við þurfum til að taka strax á þessu.“ Með ákvæðinu er umsáturseinelti nú lýst í lögum sem refsiverðri háttsemi og sem broti á friðhelgi. „Áður fyrr þá var ekki beint refsiákvæði sem tók á þessu. Það að fylgjast með einhverjum eða að setja sig í samband við hann var ekki refsivert brot. Þannig að eina úrræðið sem lögregla hafði þá var að setja viðkomandi í nálgunarbann og ef að viðkomandi braut gegn nálgunarbanni þá var það orðið sérstakt brot,“ útskýrir Hulda Elsa. Tengist oft heimilisofbeldi „Þetta er svolítið mikið en þetta eru býsna algeng brot við ákveðnar aðstæður. Tengist oft heimilisofbeldismálum og það er algjörlega vitað að þessi brot eru oftast í þeim tilvikum þar sem skilnaður á sér stað og þá er það gagnvart konunni,“ segir Hulda Elsa. Þó séu dæmi um umsáturseineltismál þar sem aðilar eru ótengdir. „Við vitum það að það er alltaf þannig líka, sem er alveg með ólíkindum, það er kannski eitthvað pínulítið tilefni sem leiðir til einhverrar atburðarásar sem er meiriháttar.“ Líkt og áður segir eru konur oftast þolendur í málum af þessum toga, og jafnvel börn sem geta verið óbeinir þolendur. „Það var ástæðan fyrir því að ákveðið var að fara af stað með þetta ákvæði af því að það var talið að sú löggjöf sem var, að hún væri ekki næg til að tryggja réttarvernd kvenna og barna,“ segir Hulda Elsa. En hver eru viðurlögin? „Lágmarksrefsing eru sektir eða fangelsi allt að fjórum árum,“ svarar Hulda Elsa. Ekki hefur enn reynt á mál af þessum toga fyrir dómstólum enn sem komið er að því er Hulda Elsa kemst næst en flest málanna sem komið hafa til kasta lögreglu frá því ákvæðið tók gildi eru enn í rannsókn. Ofsóknir Lögreglumál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Þættirnir Ofsóknir hófu göngu sína á Stöð 2 í síðustu viku þar sem fjallað er um umsáturseinelti og reynslu þeirra sem orðið hafa fyrir slíku. Í fyrsta þættinum lýsti Alma Dögg Torfadóttir reynslu sinni en hún var átján ára þegar ofsóknir á hendur henni hófust. „Því miður er það þannig að þetta eru allt of kunnuglegar lýsingar, þetta er ekki einsdæmi sem verið er að lýsa í þessum þáttum,“ segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en hún ræddi umsáturseinelti í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún fagnar því að lögum hafi loks verið breytt í átt til umbóta. „Ég er ekki með tölur aftur í tímann en til þess að gefa tilfinningu fyrir hversu algengt þetta er þá get ég sagt það að frá því að umsáturseinelti, það ákvæði tók gildi núna í febrúar síðastliðnum, og síðan þá hafa sextán mál komið til meðferðar hér hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og ég veit að á landsvísu þá eru þau í kringum 24,“ segir Hulda. Hún segir lýsingarnar á umsáturseinelti í flestum tilfellum vera heldur keimlíkar. „Þetta er þessi háttsemi sem var mjög vel lýst í þessum þætti sem var í vikunni. Það er verið að setja sig í samband símleiðis, senda skilaboð, vera á þessum stöðum sem viðkomandi er á, það eru jafnvel eignaspjöll, það er verið að skera á dekk og svona hitt og þetta. Í raun og veru eru engin takmörk fyrir háttseminni, það fer bara eftir því hvað ímyndunaraflið leyfir,“ segir Hulda. Eina úrræðið var nálgunarbann Aðspurð segir hún 24 mál vera heldur mörg mál, einkum í ljósi þess hve stutt er síðan breyting á hegningarlögum tók gildi er varðar umsáturseinelti. „Þetta segir okkur í rauninni bara umfang þessara mála og við hjá lögreglunni við gleðjumst yfir því að það sé komið ákvæði sem gefur okkur þau verkfæri sem við þurfum til að taka strax á þessu.“ Með ákvæðinu er umsáturseinelti nú lýst í lögum sem refsiverðri háttsemi og sem broti á friðhelgi. „Áður fyrr þá var ekki beint refsiákvæði sem tók á þessu. Það að fylgjast með einhverjum eða að setja sig í samband við hann var ekki refsivert brot. Þannig að eina úrræðið sem lögregla hafði þá var að setja viðkomandi í nálgunarbann og ef að viðkomandi braut gegn nálgunarbanni þá var það orðið sérstakt brot,“ útskýrir Hulda Elsa. Tengist oft heimilisofbeldi „Þetta er svolítið mikið en þetta eru býsna algeng brot við ákveðnar aðstæður. Tengist oft heimilisofbeldismálum og það er algjörlega vitað að þessi brot eru oftast í þeim tilvikum þar sem skilnaður á sér stað og þá er það gagnvart konunni,“ segir Hulda Elsa. Þó séu dæmi um umsáturseineltismál þar sem aðilar eru ótengdir. „Við vitum það að það er alltaf þannig líka, sem er alveg með ólíkindum, það er kannski eitthvað pínulítið tilefni sem leiðir til einhverrar atburðarásar sem er meiriháttar.“ Líkt og áður segir eru konur oftast þolendur í málum af þessum toga, og jafnvel börn sem geta verið óbeinir þolendur. „Það var ástæðan fyrir því að ákveðið var að fara af stað með þetta ákvæði af því að það var talið að sú löggjöf sem var, að hún væri ekki næg til að tryggja réttarvernd kvenna og barna,“ segir Hulda Elsa. En hver eru viðurlögin? „Lágmarksrefsing eru sektir eða fangelsi allt að fjórum árum,“ svarar Hulda Elsa. Ekki hefur enn reynt á mál af þessum toga fyrir dómstólum enn sem komið er að því er Hulda Elsa kemst næst en flest málanna sem komið hafa til kasta lögreglu frá því ákvæðið tók gildi eru enn í rannsókn.
Ofsóknir Lögreglumál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira