Sveitarstjóri hættir eftir nærri tíu ára starf Atli Ísleifsson skrifar 15. apríl 2021 08:03 Kristófer Tómasson tók við starfi sveitarstjóra í Skeiða- og Gnúpverjahreppi árið 2012. Skeiðgnúp Kristófer Tómasson hefur sagt starfi sínu lausu sem sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Hann tilkynnti um ákvörðun sína á fundi sveitarstjórnar í gær, en hann hefur gegnt embættinu frá árinu 2012. Í bókun frá Kristófer segir hann að ástæður uppsagnarinnar séu fleiri en ein. Ein þeirra sé að hann hafi um nokkurt skeið bent á að breytingar þurfi að eiga sér stað í rekstri sveitarfélagsins og miði að því að bæta afkomu þess. „Þar má nefna þörf á að leggja á leikskólagjöld, hækka gjaldskrá sorpþjónustu, hækka álagshlutfall fasteignagjalda í A flokki, hætta rekstri Skeiðalaugar, svo nokkuð sé nefnt. Enn sem komið er hafa þær ábendingar ekki náð fram að ganga,“ segir Kristófer. Sömuleiðis hafi verið horft til þess að ná niður rekstrarkostnaði leik- og grunnskóla, en það hafi reynst erfitt. Verulegt tap annað árið í röð Sveitarstjórinn fráfarandi segir að þegar horft sé til þess að rekstrarniðurstaða ársins 2020 sé verulegt tap, annað árið í röð, verði ekki hjá því komist að ráðast í aðgerðir til að bæta reksturinn. „Ég tek það mjög nærri mér að staðreyndin um afkomu sveitarfélagsins sé með þessum hætti. Hér er verið að sýsla með almannafé og brýnt að á því sé vel haldið. Það er að langt frá því að ég fyrri mig ábyrgð á því hvernig staðan er. Það má eflaust finna dæmi, fleiri en eitt sem ég hefði betur hagað málum með öðrum hætti en raun ber vitni. En að mínu mati hefði niðurstaðan orðið betri ef samstaða hefði verið um að fara þær leiðir sem ég hef lagt til á síðustu misserum,“ segir Kristófer í bókun sinni. Mun koma niður á pyngju íbúa Hann segir að kostnaður hafi aukist mjög mikið, ekki síst launakostnaður, og megi sveitarstjórn búast við að þurfa að taka ákvarðanir sem geti komið niður á pyngju íbúa í sveitarfélaginu. Annar möguleiki sé að minnka þjónustu. „Ég þakka sveitarstjórn og samstarfsfólki fyrir ánægjulegt samstarf á liðnum árum. Þó að leiðir skilji á þessum vettvangi, þá er ekki tilefni frá minni hálfu til að eftir standi sárindi eða kali. Ég hefði gjarnan viljað láta af störfum við jákvæðari aðstæður, en engu að síður er ég þakklátur fyrir það tækifæri sem ég hef fengið til að gegna jafn umfangsmiklu og lærdómsríku starfi. Ég vona að þessi ár mín í starfi hjá sveitarfélaginu skilji eftir eitthvað gagn fyrir samfélagið. Ég óska sveitarstjórn og íbúum Skeiða- og Gnúpverjahrepps alls hins besta,“ segir Kristófer að lokum. Sveitarstjórn fái tíma til að meðtaka stöðuna Næsti fundur sveitarstjórnar fer fram 21. apríl, þar sem ákvörðun verður tekin um ráðningarferli fyrir nýjan sveitarstjóra. Í bókun frá fulltrúum í sveitarstjórn segir að þeir harmi þá stöðu sem upp sé komin í sveitarfélaginu. „Lýsum við mikilli ánægju með það samstarf sem við höfum átt við Kristófer. Óskum við eftir því að það ráðningarferli sem þarf að eiga sér stað verði frestað til næsta fundar svo sveitarstjórn fá smá tíma til að meðtaka þá stöðu sem upp er komin og vinna úr málum með hagsmuni sveitarfélagsins að leiðarljósi,“ segir í bókuninni. Vistaskipti Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Í bókun frá Kristófer segir hann að ástæður uppsagnarinnar séu fleiri en ein. Ein þeirra sé að hann hafi um nokkurt skeið bent á að breytingar þurfi að eiga sér stað í rekstri sveitarfélagsins og miði að því að bæta afkomu þess. „Þar má nefna þörf á að leggja á leikskólagjöld, hækka gjaldskrá sorpþjónustu, hækka álagshlutfall fasteignagjalda í A flokki, hætta rekstri Skeiðalaugar, svo nokkuð sé nefnt. Enn sem komið er hafa þær ábendingar ekki náð fram að ganga,“ segir Kristófer. Sömuleiðis hafi verið horft til þess að ná niður rekstrarkostnaði leik- og grunnskóla, en það hafi reynst erfitt. Verulegt tap annað árið í röð Sveitarstjórinn fráfarandi segir að þegar horft sé til þess að rekstrarniðurstaða ársins 2020 sé verulegt tap, annað árið í röð, verði ekki hjá því komist að ráðast í aðgerðir til að bæta reksturinn. „Ég tek það mjög nærri mér að staðreyndin um afkomu sveitarfélagsins sé með þessum hætti. Hér er verið að sýsla með almannafé og brýnt að á því sé vel haldið. Það er að langt frá því að ég fyrri mig ábyrgð á því hvernig staðan er. Það má eflaust finna dæmi, fleiri en eitt sem ég hefði betur hagað málum með öðrum hætti en raun ber vitni. En að mínu mati hefði niðurstaðan orðið betri ef samstaða hefði verið um að fara þær leiðir sem ég hef lagt til á síðustu misserum,“ segir Kristófer í bókun sinni. Mun koma niður á pyngju íbúa Hann segir að kostnaður hafi aukist mjög mikið, ekki síst launakostnaður, og megi sveitarstjórn búast við að þurfa að taka ákvarðanir sem geti komið niður á pyngju íbúa í sveitarfélaginu. Annar möguleiki sé að minnka þjónustu. „Ég þakka sveitarstjórn og samstarfsfólki fyrir ánægjulegt samstarf á liðnum árum. Þó að leiðir skilji á þessum vettvangi, þá er ekki tilefni frá minni hálfu til að eftir standi sárindi eða kali. Ég hefði gjarnan viljað láta af störfum við jákvæðari aðstæður, en engu að síður er ég þakklátur fyrir það tækifæri sem ég hef fengið til að gegna jafn umfangsmiklu og lærdómsríku starfi. Ég vona að þessi ár mín í starfi hjá sveitarfélaginu skilji eftir eitthvað gagn fyrir samfélagið. Ég óska sveitarstjórn og íbúum Skeiða- og Gnúpverjahrepps alls hins besta,“ segir Kristófer að lokum. Sveitarstjórn fái tíma til að meðtaka stöðuna Næsti fundur sveitarstjórnar fer fram 21. apríl, þar sem ákvörðun verður tekin um ráðningarferli fyrir nýjan sveitarstjóra. Í bókun frá fulltrúum í sveitarstjórn segir að þeir harmi þá stöðu sem upp sé komin í sveitarfélaginu. „Lýsum við mikilli ánægju með það samstarf sem við höfum átt við Kristófer. Óskum við eftir því að það ráðningarferli sem þarf að eiga sér stað verði frestað til næsta fundar svo sveitarstjórn fá smá tíma til að meðtaka þá stöðu sem upp er komin og vinna úr málum með hagsmuni sveitarfélagsins að leiðarljósi,“ segir í bókuninni.
Vistaskipti Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent