Ótrúleg tölfræði Ómars Inga eftir landsleikjahléið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. apríl 2021 13:01 Ómar Ingi Magnússon hefur skorað eins og óður maður fyrir Magdeburg síðustu vikurnar. getty/Hendrik Schmidt Það er engu logið að Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handbolta, hafi verið óstöðvandi að undanförnu. Eftir landsleikjahléið hefur hann verið markahæstur hjá Magdeburg í öllum leikjum liðsins nema tveimur. Gamla stórveldinu Magdeburg hefur vegnað vel á tímabilinu, er í 4. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og komið með annan fótinn í undanúrslit Evrópudeildarinnar. Það er ekki síst fyrir tilstilli Ómars Inga sem hefur leikið sérlega vel á sínu fyrsta tímabili hjá Magdeburg. Hann er þriðji markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar með 162 mörk og markahæstur Magdeburg-manna í Evrópudeildinni með 72 mörk. Þá eru ótaldar allar stoðsendingarnar sem Ómar Ingi gefur á samherja sína. Ómar Ingi hefur verið sérstaklega öflugur eftir keppni hófst á ný eftir landsleikjahléið í byrjun síðasta mánaðar. Selfyssingurinn hefur skorað 63 mörk í átta leikjum eftir landsleikjahléið, eða 7,9 mörk að meðaltali í leik. Í helmingi þessa leikja hefur hann skorað níu mörk eða meira. Ómar Ingi kom til Magdeburg síðasta sumar eftir fjögur tímabil í Danmörku, tvö með Århus og tvö með Álaborg. Hann varð meistari með síðarnefnda liðinu.getty/Peter Niedung Ómar Ingi hefur verið markahæstur í liði Magdeburg í sex af átta leikjum liðsins eftir landsleikjahléið. Hann var ekki markahæstur í 29-24 sigri á Füchse Berlin í þýsku úrvalsdeildinni 21. mars og skoraði svo bara tvö mörk í 35-24 sigri á Eurofarm Palister í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Hann spilaði reyndar lítið enda Magdeburg með átta marka forskot eftir fyrri leikinn. Ómar Ingi hefur skorað tólf mörk í síðustu tveimur leikjum Magdeburg, 26-33 sigri á Nordhorn á sunnudaginn og 28-34 sigri á Kristianstad í Íslendingaslag í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar á þriðjudaginn. Hann gaf einnig fimm stoðsendingar gegn sænska liðinu og kom því með beinum hætti að sautján mörkum Magdeburg. Auk þess að vera þriðji markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar er Ómar Ingi í 18. sæti yfir þá leikmenn sem hafa gefið flestar stoðsendingar, eða 58 talsins. Þess má geta að Ómar Ingi var stoðsendingakóngur dönsku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2018-19. Hann gaf þá 112 stoðendingar en næsti maður á lista gaf 88. Magdeburg hefur góða reynslu af örvhentum íslenskum skyttum en sem kunnugt er lék Ólafur Stefánsson með liðinu við góðan orðstír um aldamótin. Magdeburg varð þá þýskur meistari og vann Meistaradeildina og EHF-bikarinn undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Næsti leikur Magdeburg er gegn Melsungen, liði Guðmundar Guðmundssonar, á sunnudaginn. Á þriðjudaginn er svo komið að seinni leiknum gegn Kristianstad. Þýski handboltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Sjá meira
Gamla stórveldinu Magdeburg hefur vegnað vel á tímabilinu, er í 4. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og komið með annan fótinn í undanúrslit Evrópudeildarinnar. Það er ekki síst fyrir tilstilli Ómars Inga sem hefur leikið sérlega vel á sínu fyrsta tímabili hjá Magdeburg. Hann er þriðji markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar með 162 mörk og markahæstur Magdeburg-manna í Evrópudeildinni með 72 mörk. Þá eru ótaldar allar stoðsendingarnar sem Ómar Ingi gefur á samherja sína. Ómar Ingi hefur verið sérstaklega öflugur eftir keppni hófst á ný eftir landsleikjahléið í byrjun síðasta mánaðar. Selfyssingurinn hefur skorað 63 mörk í átta leikjum eftir landsleikjahléið, eða 7,9 mörk að meðaltali í leik. Í helmingi þessa leikja hefur hann skorað níu mörk eða meira. Ómar Ingi kom til Magdeburg síðasta sumar eftir fjögur tímabil í Danmörku, tvö með Århus og tvö með Álaborg. Hann varð meistari með síðarnefnda liðinu.getty/Peter Niedung Ómar Ingi hefur verið markahæstur í liði Magdeburg í sex af átta leikjum liðsins eftir landsleikjahléið. Hann var ekki markahæstur í 29-24 sigri á Füchse Berlin í þýsku úrvalsdeildinni 21. mars og skoraði svo bara tvö mörk í 35-24 sigri á Eurofarm Palister í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Hann spilaði reyndar lítið enda Magdeburg með átta marka forskot eftir fyrri leikinn. Ómar Ingi hefur skorað tólf mörk í síðustu tveimur leikjum Magdeburg, 26-33 sigri á Nordhorn á sunnudaginn og 28-34 sigri á Kristianstad í Íslendingaslag í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar á þriðjudaginn. Hann gaf einnig fimm stoðsendingar gegn sænska liðinu og kom því með beinum hætti að sautján mörkum Magdeburg. Auk þess að vera þriðji markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar er Ómar Ingi í 18. sæti yfir þá leikmenn sem hafa gefið flestar stoðsendingar, eða 58 talsins. Þess má geta að Ómar Ingi var stoðsendingakóngur dönsku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2018-19. Hann gaf þá 112 stoðendingar en næsti maður á lista gaf 88. Magdeburg hefur góða reynslu af örvhentum íslenskum skyttum en sem kunnugt er lék Ólafur Stefánsson með liðinu við góðan orðstír um aldamótin. Magdeburg varð þá þýskur meistari og vann Meistaradeildina og EHF-bikarinn undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Næsti leikur Magdeburg er gegn Melsungen, liði Guðmundar Guðmundssonar, á sunnudaginn. Á þriðjudaginn er svo komið að seinni leiknum gegn Kristianstad.
Þýski handboltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Sjá meira