Ráðherrar mætast fyrst í Reykjavík Samúel Karl Ólason skrifar 15. apríl 2021 15:23 Sergei Lavrov og Antony Blinken, utanríkisráðherrar Rússlands og Bandaríkjanna. Vísir/AP Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, mun ferðast til Íslands í næsta mánuði. Þá mun hann leiða sendinefnd Rússa á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík og taka við formennsku í ráðinu til næstu tveggja ára. Þetta staðfesti María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands á blaðamannafundi í dag. Ráðherrafundurinn mun fara fram 19. og 20. maí. Fyrst var sagt frá heimsókn Lavrov á vef Fréttablaðsins. Norðurskautsráðið er skipað af Bandaríkjunum, Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Kanada, Noregi, Rússlandi og Svíþjóð. Ísland tók við formennsku í ráðinu í maí 2019 af Finnum. Koma Lavrov til Reykjavíkur er merkileg að því leyti að hér mun hann væntanlega funda með Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Samband ríkjanna tveggja hefur beðið verulega hnekki á undanförnum árum og eiga þau í deilum um fjölmörg málefni. Nú í dag tilkynntu Bandaríkjamenn umfangsmiklar refsiaðgerðir gegn Rússum. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Vladímír Pútín, forseti Rússlands, töluðu nýverið saman í síma og þar lagði Biden til að þeir myndu funda í persónu á næstunni. Ekki er útlit fyrir að af slíkum fundi verði í kjölfar refsiaðgerða Bandaríkjanna. Þetta verður fyrsti fundur Lavrov og Blinken, ef af honum verður. Ekki er fulljóst hvernig fundurinn mun fara fram og hverjir sækja hann. Sakaróva sagði þó Lavrov stefna á að mæta í eigin persónu. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu hefur öllum utanríkisráðherrum aðildarlanda, auk leiðtoga frumbyggjasamtaka, verið boðið að koma í eigin persónu en með töluvert minni sendinefndir en gengur og gerist. Þá verður mikil áhersla lögð á sóttvarnir á fundinum. Rússland Bandaríkin Reykjavík Norðurslóðir Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira
Þetta staðfesti María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands á blaðamannafundi í dag. Ráðherrafundurinn mun fara fram 19. og 20. maí. Fyrst var sagt frá heimsókn Lavrov á vef Fréttablaðsins. Norðurskautsráðið er skipað af Bandaríkjunum, Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Kanada, Noregi, Rússlandi og Svíþjóð. Ísland tók við formennsku í ráðinu í maí 2019 af Finnum. Koma Lavrov til Reykjavíkur er merkileg að því leyti að hér mun hann væntanlega funda með Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Samband ríkjanna tveggja hefur beðið verulega hnekki á undanförnum árum og eiga þau í deilum um fjölmörg málefni. Nú í dag tilkynntu Bandaríkjamenn umfangsmiklar refsiaðgerðir gegn Rússum. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Vladímír Pútín, forseti Rússlands, töluðu nýverið saman í síma og þar lagði Biden til að þeir myndu funda í persónu á næstunni. Ekki er útlit fyrir að af slíkum fundi verði í kjölfar refsiaðgerða Bandaríkjanna. Þetta verður fyrsti fundur Lavrov og Blinken, ef af honum verður. Ekki er fulljóst hvernig fundurinn mun fara fram og hverjir sækja hann. Sakaróva sagði þó Lavrov stefna á að mæta í eigin persónu. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu hefur öllum utanríkisráðherrum aðildarlanda, auk leiðtoga frumbyggjasamtaka, verið boðið að koma í eigin persónu en með töluvert minni sendinefndir en gengur og gerist. Þá verður mikil áhersla lögð á sóttvarnir á fundinum.
Rússland Bandaríkin Reykjavík Norðurslóðir Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira