Covid setti strik í reikninginn Stefán Árni Pálsson skrifar 16. apríl 2021 13:30 Nýtt myndband frá Blóðmör frumsýnt á Vísi í dag. Brennivín er fyrst lagið af væntanlegri breiðskífu sveitarinnar Blóðmör sem ber nafnið Í Skjóli Syndanna. Platan inniheldur tólf lög sem eru öll frumsamin og með íslenskum texta. Hún kemur út á vegum Reykjavík Record Shop á vínyl og verður gerð í 250 eintökum. Settur útgáfudagur er 14. júní. „Platan er búin að vera mjög lengi í fæðingu og í raun miklu lengur en við gerðum ráð fyrir. Lögin hafa orðið til á löngum tíma og sum af þeim voru ekki einu sinni komin með texta þegar við fórum í upptökur. Covid setti líka strik í reikninginn því upptökunum þurfti að fresta um tvo mánuði síðasta sumar vegna fyrstu bylgjunnar. En upptökurnar hófust í júní í fyrra og kláruðust um haustið. Birgir Þór Birgisson og Arnar Guðjónsson sáu um upptökur en Arnar mixaði líka plötuna. Friðfinnur Oculus endaði svo á því að mastera plötuna,“ segir Haukur Þór Valdimarsson úr Blóðmör. Myndbandið við Brennivín er textamyndband. „Vinur okkar Óttarr Proppé sá um að útbúa það, þó ekki hinn landsfrægi söngvari og fyrrverandi stjórnmálamaður heldur litli frændi hans og alnafni. Í myndbandinu fær plötuumslagið að njóta sín vel en það var hannað af Þorvaldi Guðna Sævarssyni sem er betur þekktur sem Skaðvaldur.” Á dögunum gekk nýr bassaleikari til liðs við hljómsveitina. „Hann heitir Viktor Árni Veigarsson en hann er enginn nýgræðingur þegar það kemur að hljómsveitastússi. Fólk gæti þekkt hann úr hljómsveitunum The Moronic, Forsmán eða Hvata og nú sem bassaleikari Blóðmör. Það er ljóst að það eru bjartir tímar fram undan hjá hljómsveitinni.” Sveitina mynda þeir Haukur Þór Valdimarsson, Árni Jökull Guðbjartsson og Viktor Árni Veigarsson. Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið sem frumsýnt er á Vísi í dag. Tónlist Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Fleiri fréttir Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Sjá meira
Platan inniheldur tólf lög sem eru öll frumsamin og með íslenskum texta. Hún kemur út á vegum Reykjavík Record Shop á vínyl og verður gerð í 250 eintökum. Settur útgáfudagur er 14. júní. „Platan er búin að vera mjög lengi í fæðingu og í raun miklu lengur en við gerðum ráð fyrir. Lögin hafa orðið til á löngum tíma og sum af þeim voru ekki einu sinni komin með texta þegar við fórum í upptökur. Covid setti líka strik í reikninginn því upptökunum þurfti að fresta um tvo mánuði síðasta sumar vegna fyrstu bylgjunnar. En upptökurnar hófust í júní í fyrra og kláruðust um haustið. Birgir Þór Birgisson og Arnar Guðjónsson sáu um upptökur en Arnar mixaði líka plötuna. Friðfinnur Oculus endaði svo á því að mastera plötuna,“ segir Haukur Þór Valdimarsson úr Blóðmör. Myndbandið við Brennivín er textamyndband. „Vinur okkar Óttarr Proppé sá um að útbúa það, þó ekki hinn landsfrægi söngvari og fyrrverandi stjórnmálamaður heldur litli frændi hans og alnafni. Í myndbandinu fær plötuumslagið að njóta sín vel en það var hannað af Þorvaldi Guðna Sævarssyni sem er betur þekktur sem Skaðvaldur.” Á dögunum gekk nýr bassaleikari til liðs við hljómsveitina. „Hann heitir Viktor Árni Veigarsson en hann er enginn nýgræðingur þegar það kemur að hljómsveitastússi. Fólk gæti þekkt hann úr hljómsveitunum The Moronic, Forsmán eða Hvata og nú sem bassaleikari Blóðmör. Það er ljóst að það eru bjartir tímar fram undan hjá hljómsveitinni.” Sveitina mynda þeir Haukur Þór Valdimarsson, Árni Jökull Guðbjartsson og Viktor Árni Veigarsson. Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið sem frumsýnt er á Vísi í dag.
Tónlist Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Fleiri fréttir Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Sjá meira