Um hvað snúast stjórnmál Guðmundur Andri Thorsson skrifar 16. apríl 2021 15:44 Ég er stundum að heyra og lesa það í fjölmiðlum að Þórunn Sveinbjarnardóttir hafi „ýtt mér“ í annað sætið á lista Samfó í Kraganum. Þannig lít ég nú ekki á það, ef einhver hefði fyrir því að spyrja mig. Ég lít ekki á stjórnmál sem íþróttakeppni einstaklinga þar sem öllu varði að ná fyrsta sæti en maður hafi „tapað“ ef maður er í öðru sæti. Ég lít ekki á fyrsta sæti á lista sem vígi karla sem mér beri að verja með öllum ráðum. Stjórnmál eru ekki einstaklingsíþrótt heldur samvinnuverkefni. Stjórnmál snúast um stefnuog hugsjónir. Stjórnmál snúast um fjárlög og skattheimtu. Stjórnmál snúast um veiðigjöld og arð af auðlindum í þjóðareigu. Stjórnmál snúast um kaup og kjör. Stjórnmál snúast um réttláta skiptingu gæða og byrða. Stjórnmál snúast um aðild að Evrópusambandinu og annað samstarf við Evrópuþjóðir. Stjórnmál snúast um skólakerfið. Stjórnmál snúast um réttindamál. Stjórnmál snúast um loftslagsvá og náttúruvernd. Stjórnmál snúast um afstöðu til opinberra stofnana í þjónustu við almenning. Stjórnmál snúast um jafnrétti. Stjórnmál snúast um menningarmál. Stjórnmál snúast um heilbrigðiskerfið. Stjórnmál snúast um almannahagsmuni og sérhagsmuni. Stjórnmál snúast um ólíka afstöðu til þessara og annarra mála, og þó að auðvitað skipti máli hvaða fulltrúar það eru sem tala fyrir sjónarmiðum og taka ákvarðanir út frá hugsjónum þá má ekki einblína á persónur og leikendur, hvort þessi eða hinn eða í fyrsta eða öðru sæti í ímyndaðri íþróttakeppni. Stjórnmál snúast um stefnu og hugsjónir. Svo er það hitt: Ég vann aftur þingsæti í Kraganum fyrir Samfylkinguna árið 2017, og næst ætla ég að endurheimta annað sæti í þessu forna vígi jafnaðarmanna, enda keppnismaður. Ég er sannfærður um að það muni takast, eins og allar skoðanakannanir benda raunar til ... og mér finnst það heiður að vera trúað fyrir því. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Alþingiskosningar 2021 Guðmundur Andri Thorsson Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Suðvesturkjördæmi Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég er stundum að heyra og lesa það í fjölmiðlum að Þórunn Sveinbjarnardóttir hafi „ýtt mér“ í annað sætið á lista Samfó í Kraganum. Þannig lít ég nú ekki á það, ef einhver hefði fyrir því að spyrja mig. Ég lít ekki á stjórnmál sem íþróttakeppni einstaklinga þar sem öllu varði að ná fyrsta sæti en maður hafi „tapað“ ef maður er í öðru sæti. Ég lít ekki á fyrsta sæti á lista sem vígi karla sem mér beri að verja með öllum ráðum. Stjórnmál eru ekki einstaklingsíþrótt heldur samvinnuverkefni. Stjórnmál snúast um stefnuog hugsjónir. Stjórnmál snúast um fjárlög og skattheimtu. Stjórnmál snúast um veiðigjöld og arð af auðlindum í þjóðareigu. Stjórnmál snúast um kaup og kjör. Stjórnmál snúast um réttláta skiptingu gæða og byrða. Stjórnmál snúast um aðild að Evrópusambandinu og annað samstarf við Evrópuþjóðir. Stjórnmál snúast um skólakerfið. Stjórnmál snúast um réttindamál. Stjórnmál snúast um loftslagsvá og náttúruvernd. Stjórnmál snúast um afstöðu til opinberra stofnana í þjónustu við almenning. Stjórnmál snúast um jafnrétti. Stjórnmál snúast um menningarmál. Stjórnmál snúast um heilbrigðiskerfið. Stjórnmál snúast um almannahagsmuni og sérhagsmuni. Stjórnmál snúast um ólíka afstöðu til þessara og annarra mála, og þó að auðvitað skipti máli hvaða fulltrúar það eru sem tala fyrir sjónarmiðum og taka ákvarðanir út frá hugsjónum þá má ekki einblína á persónur og leikendur, hvort þessi eða hinn eða í fyrsta eða öðru sæti í ímyndaðri íþróttakeppni. Stjórnmál snúast um stefnu og hugsjónir. Svo er það hitt: Ég vann aftur þingsæti í Kraganum fyrir Samfylkinguna árið 2017, og næst ætla ég að endurheimta annað sæti í þessu forna vígi jafnaðarmanna, enda keppnismaður. Ég er sannfærður um að það muni takast, eins og allar skoðanakannanir benda raunar til ... og mér finnst það heiður að vera trúað fyrir því. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar