Segir aðgerðir Kínverja í samræmi við skilningsleysi þeirra á réttarríkinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. apríl 2021 14:00 Sigríður Á. Andersen er formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Vilhelm Gunnarsson Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir aðgerðir Kínverja í samræmi við skilningsleysi þeirra á réttarríkinu og öllum þeim grundvallarréttinum sem undir það heyra. Nefndin mun ræða mál Kínverja á næstunni. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir aðgerðir Kínverja sæta furðu þó þær komi ekki á óvart. Íslenskur lögmaður var í fyrradag beittur refsiaðgerðum og settur á svokallaðan svartan lista í Kína. Þekkt aðferðarfræði „Hún kemur í sjálfu sér ekkert á óvart en sætir samt auðvitað furðu. Þessar aðgerðir Kínverja eru þekktar, þessi aðferðarfræði hefur verið þekkt um árabil að taka einstaklinga, stofnanir eða lögaðila fyrir og beita þeim svona refsiaðgerðum í kjölfar athugasemda sem að lýðræðisríki hafa gert við mannréttindamál í Kína,“ sagði Sigríður. Hún segir mál íslenska lögmannsins þó sæta sérstakri furðu. „Ég þekki ekki til þess að einstaklingur sem ekki er tengdur stjórnmálum eða stjórnkerfinu hafi verið tekið fyrir með þessum hætti.“ Sigríður segir yfirlýsingu Kínverja í samræmi við viðbrögð þeirra gegn löndum sem mótmæla framferði Kínverskra stjórnvalda í Xinjiang héraði. „Sambærilegar yfirlýsingar hafa ábyggilega verið sendar gagnvart þingmönnum á Evrópska þinginu og frjálsum félagasamtökum í Evrópu þannig að ég held að þetta sé bara í þeim stíl.“ Utanríkismálanefnd Alþingis mun fá utanríkisráðherra og ráðuneytisfólk á sinn fund til að fara yfir stöðuna á næstunni og mun nefndin ræða þessi mál Kínverja í víðu samhengi. „Sem eru auðvitað bara kannski í samræmi við þetta fullkomna skilningsleysi Kínverja á réttarríkinu almennt og öllum þeim grundvallarréttindum sem undir réttarríkið falla svo sem eins og málfrelsi og almenn mannréttindi,“ sagði Sigríður. Kína Utanríkismál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir aðgerðir Kínverja sæta furðu þó þær komi ekki á óvart. Íslenskur lögmaður var í fyrradag beittur refsiaðgerðum og settur á svokallaðan svartan lista í Kína. Þekkt aðferðarfræði „Hún kemur í sjálfu sér ekkert á óvart en sætir samt auðvitað furðu. Þessar aðgerðir Kínverja eru þekktar, þessi aðferðarfræði hefur verið þekkt um árabil að taka einstaklinga, stofnanir eða lögaðila fyrir og beita þeim svona refsiaðgerðum í kjölfar athugasemda sem að lýðræðisríki hafa gert við mannréttindamál í Kína,“ sagði Sigríður. Hún segir mál íslenska lögmannsins þó sæta sérstakri furðu. „Ég þekki ekki til þess að einstaklingur sem ekki er tengdur stjórnmálum eða stjórnkerfinu hafi verið tekið fyrir með þessum hætti.“ Sigríður segir yfirlýsingu Kínverja í samræmi við viðbrögð þeirra gegn löndum sem mótmæla framferði Kínverskra stjórnvalda í Xinjiang héraði. „Sambærilegar yfirlýsingar hafa ábyggilega verið sendar gagnvart þingmönnum á Evrópska þinginu og frjálsum félagasamtökum í Evrópu þannig að ég held að þetta sé bara í þeim stíl.“ Utanríkismálanefnd Alþingis mun fá utanríkisráðherra og ráðuneytisfólk á sinn fund til að fara yfir stöðuna á næstunni og mun nefndin ræða þessi mál Kínverja í víðu samhengi. „Sem eru auðvitað bara kannski í samræmi við þetta fullkomna skilningsleysi Kínverja á réttarríkinu almennt og öllum þeim grundvallarréttindum sem undir réttarríkið falla svo sem eins og málfrelsi og almenn mannréttindi,“ sagði Sigríður.
Kína Utanríkismál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira