Segir aumingjaskap að beina þvingunaraðgerðum gegn almennum borgara Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. apríl 2021 20:31 Helgi Steinar Gunnlaugsson, alþjóðastjórnmálafræðingur. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir það aumingjaskap af hálfu kínverskra stjórnvalda að beina þvingunaraðgerðum gegn almennum borgara hér á landi. Um sé að ræða ágreining sem eigi að ræða á vettvangi stjórnmála. Líkt og fjallað var um í gær var íslenskur lögmaður beittur refsiaðgerðum og settur á svokallaðan svartan lista í Kína. Refsiaðgerðirnar byggja á þeirri ákvörðun yfirvalda hér á landi að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Kína vegna mannréttindabrota á Úígúrum þar í landi. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir það vekja sérstakan óhug að aðgerðir Kínverja beinist gegn almennum borgara. „Þetta er kannski svolítið hart til orða tekið en fyrir þjóð sem er að reyna að selja sig sem þetta stóra, mikla og sterka heimsveldi þá er svona ekkert annað en aumingjaskapur. Ef að gremja kínverskra stjórnvalda beinist að Íslenskum stjórnvöldum fyrir það að taka þátt í þvingunaraðgerðum þá eiga það að vera íslensk stjórnvöld, sem geta varið sig með pólítískum hætti, þau sem taka á sig skellinn ekki einhver lögfræðingur úti í bæ sem gerði í rauninni ekkert annað en að skrifa nokkra pistla,“ sagði Helgi Steinar Gunnlaugsson, alþjóðastjórnmálafræðingur. Í harðorðri yfirlýsingu sem fulltrúi sendiráðsins í Kína sendi frá sér síðdegis í gær kemur fram að ástæður þess að Ísland fylgi einhliða refsiaðgerðum ESB gagnvart Kínverskum embættismönnum séu byggðar á lygum og misvísandi upplýsingum undir yfirskyni svokallaðra mannréttindamála í Xinjiang héraðinu eins og það er orðað. „Orðalagið í þessari yfirlýsingu fannst mér vera svolítið ódiplómatískt og tónninn fannst mér svolítið „passive aggressive“ fyrir ríkisstjórn.“ Meginefnið í yfirlýsingunni, að aðrar þjóðir eigi ekki að skipta sér af innanríkismálum Kína, sé þó gömul saga og ný. Sendiherra Kína á Íslandi vildi ekki veita viðtal vegna málsins þegar fréttastofa leitaðist eftir því. Kína Utanríkismál Tengdar fréttir Krefjast þess að Ísland hætti afskiptum af innanríkismálum Kína Viðskiptaþvinganir Kína gegn íslenskum lögmanni byggja á ákvörðun yfirvalda hér á landi að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Kína vegna mannréttindabrota á Úígúrum þar í landi. Í stóryrtri yfirlýsingu frá sendiráði Kína hér á landi segir að ákvörðun stjórnvalda byggi á engu nema lygum og upplýsingafölsun. 16. apríl 2021 16:27 Segir aðgerðir Kínverja í samræmi við skilningsleysi þeirra á réttarríkinu Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir aðgerðir Kínverja í samræmi við skilningsleysi þeirra á réttarríkinu og öllum þeim grundvallarréttinum sem undir það heyra. Nefndin mun ræða mál Kínverja á næstunni. 17. apríl 2021 14:00 Segir óboðlegt að kínversk stjórnvöld refsi Íslendingi fyrir að nýta málfrelsið Lögmaðurinn Jónas Haraldsson er kominn á svartan lista í Kína. Hann má ekki ferðast til landsins og þá hafa mögulegar eignir hans þar verið frystar. 16. apríl 2021 08:37 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Líkt og fjallað var um í gær var íslenskur lögmaður beittur refsiaðgerðum og settur á svokallaðan svartan lista í Kína. Refsiaðgerðirnar byggja á þeirri ákvörðun yfirvalda hér á landi að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Kína vegna mannréttindabrota á Úígúrum þar í landi. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir það vekja sérstakan óhug að aðgerðir Kínverja beinist gegn almennum borgara. „Þetta er kannski svolítið hart til orða tekið en fyrir þjóð sem er að reyna að selja sig sem þetta stóra, mikla og sterka heimsveldi þá er svona ekkert annað en aumingjaskapur. Ef að gremja kínverskra stjórnvalda beinist að Íslenskum stjórnvöldum fyrir það að taka þátt í þvingunaraðgerðum þá eiga það að vera íslensk stjórnvöld, sem geta varið sig með pólítískum hætti, þau sem taka á sig skellinn ekki einhver lögfræðingur úti í bæ sem gerði í rauninni ekkert annað en að skrifa nokkra pistla,“ sagði Helgi Steinar Gunnlaugsson, alþjóðastjórnmálafræðingur. Í harðorðri yfirlýsingu sem fulltrúi sendiráðsins í Kína sendi frá sér síðdegis í gær kemur fram að ástæður þess að Ísland fylgi einhliða refsiaðgerðum ESB gagnvart Kínverskum embættismönnum séu byggðar á lygum og misvísandi upplýsingum undir yfirskyni svokallaðra mannréttindamála í Xinjiang héraðinu eins og það er orðað. „Orðalagið í þessari yfirlýsingu fannst mér vera svolítið ódiplómatískt og tónninn fannst mér svolítið „passive aggressive“ fyrir ríkisstjórn.“ Meginefnið í yfirlýsingunni, að aðrar þjóðir eigi ekki að skipta sér af innanríkismálum Kína, sé þó gömul saga og ný. Sendiherra Kína á Íslandi vildi ekki veita viðtal vegna málsins þegar fréttastofa leitaðist eftir því.
Kína Utanríkismál Tengdar fréttir Krefjast þess að Ísland hætti afskiptum af innanríkismálum Kína Viðskiptaþvinganir Kína gegn íslenskum lögmanni byggja á ákvörðun yfirvalda hér á landi að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Kína vegna mannréttindabrota á Úígúrum þar í landi. Í stóryrtri yfirlýsingu frá sendiráði Kína hér á landi segir að ákvörðun stjórnvalda byggi á engu nema lygum og upplýsingafölsun. 16. apríl 2021 16:27 Segir aðgerðir Kínverja í samræmi við skilningsleysi þeirra á réttarríkinu Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir aðgerðir Kínverja í samræmi við skilningsleysi þeirra á réttarríkinu og öllum þeim grundvallarréttinum sem undir það heyra. Nefndin mun ræða mál Kínverja á næstunni. 17. apríl 2021 14:00 Segir óboðlegt að kínversk stjórnvöld refsi Íslendingi fyrir að nýta málfrelsið Lögmaðurinn Jónas Haraldsson er kominn á svartan lista í Kína. Hann má ekki ferðast til landsins og þá hafa mögulegar eignir hans þar verið frystar. 16. apríl 2021 08:37 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Krefjast þess að Ísland hætti afskiptum af innanríkismálum Kína Viðskiptaþvinganir Kína gegn íslenskum lögmanni byggja á ákvörðun yfirvalda hér á landi að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Kína vegna mannréttindabrota á Úígúrum þar í landi. Í stóryrtri yfirlýsingu frá sendiráði Kína hér á landi segir að ákvörðun stjórnvalda byggi á engu nema lygum og upplýsingafölsun. 16. apríl 2021 16:27
Segir aðgerðir Kínverja í samræmi við skilningsleysi þeirra á réttarríkinu Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir aðgerðir Kínverja í samræmi við skilningsleysi þeirra á réttarríkinu og öllum þeim grundvallarréttinum sem undir það heyra. Nefndin mun ræða mál Kínverja á næstunni. 17. apríl 2021 14:00
Segir óboðlegt að kínversk stjórnvöld refsi Íslendingi fyrir að nýta málfrelsið Lögmaðurinn Jónas Haraldsson er kominn á svartan lista í Kína. Hann má ekki ferðast til landsins og þá hafa mögulegar eignir hans þar verið frystar. 16. apríl 2021 08:37