Í þættinum í dag munu þeir Þorsteinn Pálsson og Guðni Ágústsson rökræða strauma og stefnur í pólitíkinni í samtímanum.
Halla Thoroddsen, framkvæmdastjóri Sóltúns, mun ræða öldrunarþjónustu og fara yfir það hvernig Íslendingar ætla að takast á við sívaxandi þörf fyrir þjónustu við eldra fólk í nánustu framtíð.
Fjármálaráðherrann, Bjarni Benediktsson, mætir svo næstur. Hann mun ræða skuldir ríkisins, atvinnuleysið, covidið, Sjálfstæðisflokkinn og annað sem ber á góma.
Þá munu þær Margrét Jónsdóttir Njarðvík og Auður Ottesen leiða okkur í allan sannleika um arðsemi hamingjunnar á landsbyggðinni í kjölfarið á samnefndum fundi Félags kvenna í atvinnulífinu. Á þeim fundi verður lögð áhersla á tækifærin sem tæknin skapar fólki til að flytja störf og verkefni hvert á land sem er.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér að neðan.