Nokkuð jafnræði var með liðunum í dag, en ekkert mark var skoraði í fyrri hálfleik.
Það stefndi allt í markalaust jafntefli, þangað til á 87. mínútu þegar Ruslan Malinovsky náði að brjóta ísinn eftir stoðsendingu frá Josip Ilicic.
Sigur Atalanta þýðir að þeir lyfta sér upp í þriðja sæti deildarinnar með 64 stig, tveimur stigum meira en Juventus. Ítölsku meistararnir eru því komnir niður í fjórða sæti, 12 stigum á eftir Inter í toppsætinu.
VINCIAMO NOIII!!! GRANDI RAGAZZI!!!
— Atalanta B.C. (@Atalanta_BC) April 18, 2021
WE WIIINNN!!! BIG UP LADS!!!@Plus500 #AtalantaJuve #SerieATIM #GoAtalantaGo pic.twitter.com/Ray1Vbvzmc
Juventus á aðeins sjö leiki eftir og getur því mest fengið 21 stig í viðbót. Inter leikur gegn Napoli í kvöld og með sigri endurheimta þeir 11 stiga forskot á toppnum.