Tekur tíma að búa til góð lið en segir Stjörnuna vinna markvisst að því Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. apríl 2021 19:00 Patrekur segir Stjörnuna vera með langtímaverkefni í gangi. Vísir/Sigurjón Rætt var við Patrek Jóhannesson, þjálfara Stjörnunnar, í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld en hann er með metnaðarfullt verkefni í gangi í Garðabænum. Markmiðið er að koma Stjörnunni í hóp þeirra bestu á Íslandi. „Tími til kominn að setja upp krefjandi plan og vinna eftir því. Auðvitað veit ég að það tekur tíma að búa til góð lið en það var ástæðan fyrir því að ég kom til baka. Það er fullt af fólki núna sem er að vinna að því – bæði stjórn og meistaraflokksráðið. Ég fann að það var metnaður í því að snúa þessu við,“ sagði Patrekur um stöðu mála í Garðabænum. „Þetta hefur ekki verið nógu gott. Búið að tala margt niður líka, þetta var kölluð frystikista og svona. Nú er búið að gera höllina fallegri og það er betri umgjörð. Hvort það taki þrjú eða fleiri ár þá erum við markvisst að vinna að því að búa til alvöru lið, bæði í karla og kvenna flokki. Í framhaldinu viljum við vinna vel í barna- og unglingastarfi.“ Hefur styrkt liðið með ungum leikmönnum „Ég vildi halda í þessa uppöldu og hjartað í félaginu. Auðvitað þarf maður að kaupa og styrkja liðið, ég sé ekkert að því. Ég fór þá leið að fá unga leikmenn, mér finnst gaman að vinna með ungum leikmönnum og getað mótað þá. Mér finnst það skemmtilegt. Ég var nú í Skjern og það var ágætis tími þar en ég fann að það voru menn sem voru á síðasta snúning. Ég vildi fá þessa stráka og þessi blanda er góð, ég hef gaman að því að þjálfa unga leikmenn.“ Patrekur ræddi við Gaupa um stöðu mála í Garðabænum.Vísir/Sigurjón „Ef við tökum dæmi með Selfoss, ég varð Íslandsmeistari þar en það tók örugglega 10 ár þannig séð. Það var mikil vinna lögð í grunninn, akademíuna, svo kem ég í restina og fæ mesta hrósið. Allt þetta ferli og allir þeir þjálfarar sem voru þar eiga stóran þátt í þeim árangri sem Selfoss náði 2019.“ „að er það sama sem við erum að hugsa hérna, við viljum að krakkarnir sjái leiðina upp í meistaraflokkinn og auðvitað skiptir máli að vera með alvöru meistaraflokka. Við viljum búa til massíft lið hérna og það tekur tíma, þá verð ég kannski löngu hættur en á samt einhvern þátt í því.“ Um nýja starfið „Nú er ég byrjaður í nýju starfi og er bara mjög spenntur. Þetta er þannig séð nýtt svo ég get þannig séð mótað þetta. Það hefur verið gert margt gott, erum með frábæra yngri flokka þjálfara. Þetta er ekkert ég einn en ég get örugglega komið með eitthvað líka inn í þetta. Okkur langar að leggja áherslu á og búa til leikmenn. Það tekur ákveðinn tíma en við þurfum þá líka að hafa umgjörðina í lagi,“ sagði Patrekur Jóhannesson að endingu. Klippa: Patrekur um stöðuna í Garðabænum Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Íslenski handboltinn Handbolti Sportpakkinn Stjarnan Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Sjá meira
„Tími til kominn að setja upp krefjandi plan og vinna eftir því. Auðvitað veit ég að það tekur tíma að búa til góð lið en það var ástæðan fyrir því að ég kom til baka. Það er fullt af fólki núna sem er að vinna að því – bæði stjórn og meistaraflokksráðið. Ég fann að það var metnaður í því að snúa þessu við,“ sagði Patrekur um stöðu mála í Garðabænum. „Þetta hefur ekki verið nógu gott. Búið að tala margt niður líka, þetta var kölluð frystikista og svona. Nú er búið að gera höllina fallegri og það er betri umgjörð. Hvort það taki þrjú eða fleiri ár þá erum við markvisst að vinna að því að búa til alvöru lið, bæði í karla og kvenna flokki. Í framhaldinu viljum við vinna vel í barna- og unglingastarfi.“ Hefur styrkt liðið með ungum leikmönnum „Ég vildi halda í þessa uppöldu og hjartað í félaginu. Auðvitað þarf maður að kaupa og styrkja liðið, ég sé ekkert að því. Ég fór þá leið að fá unga leikmenn, mér finnst gaman að vinna með ungum leikmönnum og getað mótað þá. Mér finnst það skemmtilegt. Ég var nú í Skjern og það var ágætis tími þar en ég fann að það voru menn sem voru á síðasta snúning. Ég vildi fá þessa stráka og þessi blanda er góð, ég hef gaman að því að þjálfa unga leikmenn.“ Patrekur ræddi við Gaupa um stöðu mála í Garðabænum.Vísir/Sigurjón „Ef við tökum dæmi með Selfoss, ég varð Íslandsmeistari þar en það tók örugglega 10 ár þannig séð. Það var mikil vinna lögð í grunninn, akademíuna, svo kem ég í restina og fæ mesta hrósið. Allt þetta ferli og allir þeir þjálfarar sem voru þar eiga stóran þátt í þeim árangri sem Selfoss náði 2019.“ „að er það sama sem við erum að hugsa hérna, við viljum að krakkarnir sjái leiðina upp í meistaraflokkinn og auðvitað skiptir máli að vera með alvöru meistaraflokka. Við viljum búa til massíft lið hérna og það tekur tíma, þá verð ég kannski löngu hættur en á samt einhvern þátt í því.“ Um nýja starfið „Nú er ég byrjaður í nýju starfi og er bara mjög spenntur. Þetta er þannig séð nýtt svo ég get þannig séð mótað þetta. Það hefur verið gert margt gott, erum með frábæra yngri flokka þjálfara. Þetta er ekkert ég einn en ég get örugglega komið með eitthvað líka inn í þetta. Okkur langar að leggja áherslu á og búa til leikmenn. Það tekur ákveðinn tíma en við þurfum þá líka að hafa umgjörðina í lagi,“ sagði Patrekur Jóhannesson að endingu. Klippa: Patrekur um stöðuna í Garðabænum Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Íslenski handboltinn Handbolti Sportpakkinn Stjarnan Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Sjá meira