Í gærkvöldi sendu tólf félög frá sér sameiginlega yfirlýsingu um að þau hefðu stofnað ofurdeild til höfuðs Meistaradeild Evrópu. Ekkert þýskt félag var á meðal stofnmeðlima ofurdeildarinnar svokölluðu.
Að sögn Watzke hittust fulltrúar í stjórn ECA, sambandi knattspyrnufélaga í Evrópu, í gærkvöldi þar sem þeir voru sammála um að leggjast gegn því að ofurdeildin yrði stofnuð.
Watzke segir að fulltrúar Bayern og Dortmund hafi verið hundrað prósent sammála í öllum meginatriðum.
Fótboltavéfréttin Fabrizio Romano greindi frá því í dag að RB Leipzig hafi ekki hug á því að ganga til liðs við félögin sem stofnuðu ofurdeildina.
After Borussia Dortmund statement, also RB Leipzig sources confirmed that they ve no intention to join #SuperLeague in the next weeks, as SkyDE confirmed.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 19, 2021
BVB CEO Watzke also stated that FC Bayern and B. Dortmund have 100% compatible views , both against the #SuperLeague.
Þá staðfesti forseti Porto, Pinto da Costa, að félagið hefði hafnað boði um að vera af ofurdeildinni.
„Við getum ekki tekið þátt í einhverju sem er ólöglegt. Við erum í Meistaradeildinni og verðum þar vonandi áfram,“ sagði Da Costa.