Eitrað andrúmsloft getur haft langtímaáhrif Rakel Sveinsdóttir skrifar 3. júní 2021 07:00 Eitrað andrúmsloft á vinnustöðum á sér margar birtingarmyndir og getur verið erfitt að uppræta. Sérstaklega ef allir láta eins og ekkert sé og taka þátt. Vísir/Getty Eitrað andrúmsloft á vinnustað á sér margar birtingarmyndir. Við höfum heyrt af málum eins og einelti, samskiptaörðugleikum á milli vinnufélaga, vinnustaðamenningu sem samþykkir almennt baktal um náungann, kynþáttfordómum og öðrum fordómum (til dæmis vegna aldurs, kynhneigðar eða fitufordómar) og fleira. En margt annað getur haft áhrif á fólk. Í umfjöllun BBC Worklife er nefnt dæmi um unga konu, Emily, sem strax að loknu háskólanámi fagnaði því mjög þegar hún var ráðin í gott starf hjá spennandi fyrirtæki. En það sem hún vissi ekki við ráðningu var að drykkjumenning fyrirtækisins var mikil og í algjöru óhófi. Unga konan endaði því með að starfa aðeins í eitt ár hjá umræddu fyrirtæki, drakk allt of mikið á þeim tíma og leið oft illa. En þótt hún hefði hætt eftir aðeins ár í starfi, glímdi hún við vanlíðan og eftirköst í mörg ár á eftir. Það hvað hún upplifði á vinnustaðnum, hversu illa henni leið í vinnustaðamenningunni (sem hún taldi sig þó þurfa að taka þátt í), var eitthvað sem hreinlega sat í henni. Að starfa í eitruðu andrúmslofti, eða slæmri vinnustaðamenningu, getur því haft áhrif á fólk til langs tíma. Skiptir þá engu þótt fólk sé hætt að starfa þar. Í tiltekinni umfjöllun BBC kemur fram að þau einkenni sem langtímaáhrif geta birst í eru einkenni eins og kvíði og þunglyndi. Og meira getur talist til. Sem dæmi má nefna hvernig málin þróuðust hjá fyrrgreindri Emily. Að hennar sögn fólust áhrifin meðal annars í því að lengi vel átti hún í erfiðleikum með að mynda samband við samstarfsfélaga á öðrum vinnustöðum, bæði félagslega og faglega. Stjórnendur oft hluti vandans Eitt þeirra atriða sem getur skapað eitrað andrúmsloft eða menningu á vinnustöðum er þegar skilin á milli vinnu og einkalífs eru ekki skýr. Þegar þessi skil eru ekki skýr, á fólk erfiðara með að mynda fjarlægð við samstarfsfélaga, vinnustaðinn eða yfirmanninn sem mögulega eru rót vandans. Þá er eðlilegt að eitrað andrúmsloft hafi áhrif á fólk því jú, við verjum nú drjúgum tíma vikunnar í vinnunni. Stundum er eitrað andrúmsloft orðið svo rótgróið og fastur hluti af vinnustaðamenningu að starfsfólkinu sem líður illa, fer að trúa því að það sé eitthvað „að hjá sér.“ Enda hættir okkur oft til að vera hvað grimmust við okkur sjálf og ef allir aðrir láta eins og allt sé í lagi, getur þessi hugsun verið fljót að skjóta upp kollinum: „Þetta er bara ég, það er eitthvað að mér.“ Það erfiða við eitrað andrúmsloft á vinnustöðum er að starfsfólk hefur oft enga leið til að láta vita eða gera athugasemdir. Því stjórnendur þessara vinnustaða eru oftar en ekki hluti vandans og þeirrar menningar sem innan vinnustaðarins ríkir. Fyrir fólk er oft ekkert annað að gera en að yfirgefa vinnustaðinn og leita sér að nýrri vinnu. Hins vegar segja sérfræðingar að þegar og ef fólk finnur að því líður mjög illa á vinnustað og að umhverfið er að hafa slæm áhrif á það, er mikilvægt að viðurkenna þá líðan fyrir sjálfum sér. Og gera ráð fyrir að það verði nokkuð lengi að jafna sig á eftir. Þar þurfi meira að koma til en aðeins að skipta um vinnustað. Stjórnun Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Heilsa Tengdar fréttir Vísbendingar um að starfsmaður ætli sér að segja upp Mikil starfsmannavelta er vinnustöðum kostnaðarsöm. Ekki aðeins getur verið dýrt að ráða inn eða þjálfa nýtt starfsfólk, heldur er það líka missir ef duglegt starfsfólk með góða reynslu og þekkingu hættir. 7. apríl 2021 07:00 Að jafna sig á erfiðleikum í vinnunni Við erum með alls kyns orðatiltæki um hvernig okkur eigi að líða sem best. „Að lifa í núinu,“ „að njóta,“ „lífið er núna,“ og svo framvegis. Allt er þetta gott og blessað en hvernig eigum við að jafna okkur á erfiðri reynslu í vinnunni eða jafnvel eitruðu andrúmslofti sem hefur haft áhrif á okkur? Og það sem meira er: Erum við alltaf að gera okkur grein fyrir því, hvernig erfiðleikar í vinnu hafa áhrif á okkur? 5. febrúar 2021 07:00 Orðsporið líklegasti hvatinn til aðgerða „Mér fannst áhugavert hvaða þættir það eru sem hafa mest áhrif á að fyrirtæki bregðist við. Niðurstöður sýndu að orðspor fyrirtækisins er sá þáttur sem hefur mest áhrif á að fyrirtæki bregðist við loftslagsbreytingum með aðgerðum en fjárfestar virðast hafa minnstu áhrifin. Þetta gefur vísbendingu um að margir íslenskir fjárfestar geri ekki miklar kröfur til stjórnenda um að bregðast við loftslagsbreytingum með aðgerðum og markmiðum,“ segir Rakel Sævarsdóttir sérfræðingur hjá Deloitte meðal annars um það, hvað henni finnst sérstaklega áhugavert í niðurstöðum nýrrar stjórnendakönnunar þar sem staða 300 stærstu fyrirtækja landsins var tekin á því hvar þau eru stödd í grænni vegferð. 29. janúar 2021 07:01 Að ræða erfið mál í vinnunni Það geta alls kyns aðstæður í vinnunni kallað á að stundum þurfi að ræða einhver erfið eða viðkvæm mál. Þessi samtöl eru alls ekkert einskorðuð við að vera samtöl yfirmanns við undirmann. Stundum er þörf á því að samstarfsfélagar ræði saman eða að starfsmaður ræði við yfirmann sinn. 19. janúar 2021 07:01 Góð ráð fyrir fólk sem þolir ekki yfirmanninn Það getur verið erfitt að vera í vinnu þar sem þú þolir ekki yfirmanninn þinn. Þetta er þó algengari staða en marga grunar. Þannig sýna niðurstöður kannana Gallup í Bandaríkjunum að þar hefur um helmingur útivinnandi fólks hætt í einhverju starfi, vegna þess að það þoldi ekki yfirmanninn. Sömu sögu er að segja frá Evrópu þar sem hlutfallið mælist hærra, sem og í Asíu, Miðausturlöndunum og Afríku. 6. janúar 2021 07:01 Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
En margt annað getur haft áhrif á fólk. Í umfjöllun BBC Worklife er nefnt dæmi um unga konu, Emily, sem strax að loknu háskólanámi fagnaði því mjög þegar hún var ráðin í gott starf hjá spennandi fyrirtæki. En það sem hún vissi ekki við ráðningu var að drykkjumenning fyrirtækisins var mikil og í algjöru óhófi. Unga konan endaði því með að starfa aðeins í eitt ár hjá umræddu fyrirtæki, drakk allt of mikið á þeim tíma og leið oft illa. En þótt hún hefði hætt eftir aðeins ár í starfi, glímdi hún við vanlíðan og eftirköst í mörg ár á eftir. Það hvað hún upplifði á vinnustaðnum, hversu illa henni leið í vinnustaðamenningunni (sem hún taldi sig þó þurfa að taka þátt í), var eitthvað sem hreinlega sat í henni. Að starfa í eitruðu andrúmslofti, eða slæmri vinnustaðamenningu, getur því haft áhrif á fólk til langs tíma. Skiptir þá engu þótt fólk sé hætt að starfa þar. Í tiltekinni umfjöllun BBC kemur fram að þau einkenni sem langtímaáhrif geta birst í eru einkenni eins og kvíði og þunglyndi. Og meira getur talist til. Sem dæmi má nefna hvernig málin þróuðust hjá fyrrgreindri Emily. Að hennar sögn fólust áhrifin meðal annars í því að lengi vel átti hún í erfiðleikum með að mynda samband við samstarfsfélaga á öðrum vinnustöðum, bæði félagslega og faglega. Stjórnendur oft hluti vandans Eitt þeirra atriða sem getur skapað eitrað andrúmsloft eða menningu á vinnustöðum er þegar skilin á milli vinnu og einkalífs eru ekki skýr. Þegar þessi skil eru ekki skýr, á fólk erfiðara með að mynda fjarlægð við samstarfsfélaga, vinnustaðinn eða yfirmanninn sem mögulega eru rót vandans. Þá er eðlilegt að eitrað andrúmsloft hafi áhrif á fólk því jú, við verjum nú drjúgum tíma vikunnar í vinnunni. Stundum er eitrað andrúmsloft orðið svo rótgróið og fastur hluti af vinnustaðamenningu að starfsfólkinu sem líður illa, fer að trúa því að það sé eitthvað „að hjá sér.“ Enda hættir okkur oft til að vera hvað grimmust við okkur sjálf og ef allir aðrir láta eins og allt sé í lagi, getur þessi hugsun verið fljót að skjóta upp kollinum: „Þetta er bara ég, það er eitthvað að mér.“ Það erfiða við eitrað andrúmsloft á vinnustöðum er að starfsfólk hefur oft enga leið til að láta vita eða gera athugasemdir. Því stjórnendur þessara vinnustaða eru oftar en ekki hluti vandans og þeirrar menningar sem innan vinnustaðarins ríkir. Fyrir fólk er oft ekkert annað að gera en að yfirgefa vinnustaðinn og leita sér að nýrri vinnu. Hins vegar segja sérfræðingar að þegar og ef fólk finnur að því líður mjög illa á vinnustað og að umhverfið er að hafa slæm áhrif á það, er mikilvægt að viðurkenna þá líðan fyrir sjálfum sér. Og gera ráð fyrir að það verði nokkuð lengi að jafna sig á eftir. Þar þurfi meira að koma til en aðeins að skipta um vinnustað.
Stjórnun Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Heilsa Tengdar fréttir Vísbendingar um að starfsmaður ætli sér að segja upp Mikil starfsmannavelta er vinnustöðum kostnaðarsöm. Ekki aðeins getur verið dýrt að ráða inn eða þjálfa nýtt starfsfólk, heldur er það líka missir ef duglegt starfsfólk með góða reynslu og þekkingu hættir. 7. apríl 2021 07:00 Að jafna sig á erfiðleikum í vinnunni Við erum með alls kyns orðatiltæki um hvernig okkur eigi að líða sem best. „Að lifa í núinu,“ „að njóta,“ „lífið er núna,“ og svo framvegis. Allt er þetta gott og blessað en hvernig eigum við að jafna okkur á erfiðri reynslu í vinnunni eða jafnvel eitruðu andrúmslofti sem hefur haft áhrif á okkur? Og það sem meira er: Erum við alltaf að gera okkur grein fyrir því, hvernig erfiðleikar í vinnu hafa áhrif á okkur? 5. febrúar 2021 07:00 Orðsporið líklegasti hvatinn til aðgerða „Mér fannst áhugavert hvaða þættir það eru sem hafa mest áhrif á að fyrirtæki bregðist við. Niðurstöður sýndu að orðspor fyrirtækisins er sá þáttur sem hefur mest áhrif á að fyrirtæki bregðist við loftslagsbreytingum með aðgerðum en fjárfestar virðast hafa minnstu áhrifin. Þetta gefur vísbendingu um að margir íslenskir fjárfestar geri ekki miklar kröfur til stjórnenda um að bregðast við loftslagsbreytingum með aðgerðum og markmiðum,“ segir Rakel Sævarsdóttir sérfræðingur hjá Deloitte meðal annars um það, hvað henni finnst sérstaklega áhugavert í niðurstöðum nýrrar stjórnendakönnunar þar sem staða 300 stærstu fyrirtækja landsins var tekin á því hvar þau eru stödd í grænni vegferð. 29. janúar 2021 07:01 Að ræða erfið mál í vinnunni Það geta alls kyns aðstæður í vinnunni kallað á að stundum þurfi að ræða einhver erfið eða viðkvæm mál. Þessi samtöl eru alls ekkert einskorðuð við að vera samtöl yfirmanns við undirmann. Stundum er þörf á því að samstarfsfélagar ræði saman eða að starfsmaður ræði við yfirmann sinn. 19. janúar 2021 07:01 Góð ráð fyrir fólk sem þolir ekki yfirmanninn Það getur verið erfitt að vera í vinnu þar sem þú þolir ekki yfirmanninn þinn. Þetta er þó algengari staða en marga grunar. Þannig sýna niðurstöður kannana Gallup í Bandaríkjunum að þar hefur um helmingur útivinnandi fólks hætt í einhverju starfi, vegna þess að það þoldi ekki yfirmanninn. Sömu sögu er að segja frá Evrópu þar sem hlutfallið mælist hærra, sem og í Asíu, Miðausturlöndunum og Afríku. 6. janúar 2021 07:01 Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Vísbendingar um að starfsmaður ætli sér að segja upp Mikil starfsmannavelta er vinnustöðum kostnaðarsöm. Ekki aðeins getur verið dýrt að ráða inn eða þjálfa nýtt starfsfólk, heldur er það líka missir ef duglegt starfsfólk með góða reynslu og þekkingu hættir. 7. apríl 2021 07:00
Að jafna sig á erfiðleikum í vinnunni Við erum með alls kyns orðatiltæki um hvernig okkur eigi að líða sem best. „Að lifa í núinu,“ „að njóta,“ „lífið er núna,“ og svo framvegis. Allt er þetta gott og blessað en hvernig eigum við að jafna okkur á erfiðri reynslu í vinnunni eða jafnvel eitruðu andrúmslofti sem hefur haft áhrif á okkur? Og það sem meira er: Erum við alltaf að gera okkur grein fyrir því, hvernig erfiðleikar í vinnu hafa áhrif á okkur? 5. febrúar 2021 07:00
Orðsporið líklegasti hvatinn til aðgerða „Mér fannst áhugavert hvaða þættir það eru sem hafa mest áhrif á að fyrirtæki bregðist við. Niðurstöður sýndu að orðspor fyrirtækisins er sá þáttur sem hefur mest áhrif á að fyrirtæki bregðist við loftslagsbreytingum með aðgerðum en fjárfestar virðast hafa minnstu áhrifin. Þetta gefur vísbendingu um að margir íslenskir fjárfestar geri ekki miklar kröfur til stjórnenda um að bregðast við loftslagsbreytingum með aðgerðum og markmiðum,“ segir Rakel Sævarsdóttir sérfræðingur hjá Deloitte meðal annars um það, hvað henni finnst sérstaklega áhugavert í niðurstöðum nýrrar stjórnendakönnunar þar sem staða 300 stærstu fyrirtækja landsins var tekin á því hvar þau eru stödd í grænni vegferð. 29. janúar 2021 07:01
Að ræða erfið mál í vinnunni Það geta alls kyns aðstæður í vinnunni kallað á að stundum þurfi að ræða einhver erfið eða viðkvæm mál. Þessi samtöl eru alls ekkert einskorðuð við að vera samtöl yfirmanns við undirmann. Stundum er þörf á því að samstarfsfélagar ræði saman eða að starfsmaður ræði við yfirmann sinn. 19. janúar 2021 07:01
Góð ráð fyrir fólk sem þolir ekki yfirmanninn Það getur verið erfitt að vera í vinnu þar sem þú þolir ekki yfirmanninn þinn. Þetta er þó algengari staða en marga grunar. Þannig sýna niðurstöður kannana Gallup í Bandaríkjunum að þar hefur um helmingur útivinnandi fólks hætt í einhverju starfi, vegna þess að það þoldi ekki yfirmanninn. Sömu sögu er að segja frá Evrópu þar sem hlutfallið mælist hærra, sem og í Asíu, Miðausturlöndunum og Afríku. 6. janúar 2021 07:01