Útgöngubann í Nýju-Delí framlengt um viku Kjartan Kjartansson skrifar 19. apríl 2021 13:52 Fólk bíður í röð eftir sýnatöku vegna Covid-19 við sjúkrahús í Jammu. Allir eru með grímur en enginn gæti að fjarlægðarmörkum. Vikulegur fjöldi smita í Jammu hefur fjórtánfaldast í þessum mánuði. AP/Channi Anand Milljónum íbúa Nýju-Delí á Indlandi er gert að halda sig heima við í viku til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem breiðist nú um landið eins og eldur í sinu. Allar verslanir og verksmiðjur þurfa jafnframt að hætta starfsemi fyrir utan þær sem veita nauðsynlega þjónustu eins og matvöruverslanir. Tilkynnt var um 270.000 ný smit á Indlandi í dag og hefur smituðum ekki fjölgað jafnmikið á milli daga frá upphafi faraldursins. Samkvæmt opinberum tölum, sem vanmeta líklega umfang faraldursins verulega, hafa fleiri en fimmtán milljónir manna smitast á Indlandi og fleiri en 178.000 látið lífið af völdum veirunnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Innan við hundrað sjúkrarúm með öndunarvéla eru laus í Nýju-Delí þar sem um 29 milljónir manna búa og innan við 150 gjörgæslurúm eru í boði. Gríðarlegt álag er á heilbrigðiskerfið þar og annars staðar í landinu. Útgöngubanni var fyrst komið á í borginni um helgina en það var framlengt um viku í dag. Borgarbúar mega aðeins yfirgefa heimili sín ef algera nauðsyn krefur, þar á meðal ef þeir þurfa að leita sér læknisþjónustu. Ólíkt fyrra útgöngubanni fær fólk nú að ferðast til flugvalla og lestarstöðva en síðast þurftu þúsundir farandverkamanna að ganga til þorpa sinna. Þrátt fyrir að veiran dreifist nú sem aldrei fyrr um Indland og sérfræðingar vari við smitum á kosningafundum halda stjórnmálamenn áfram að há harða kosningabaráttu í Vestur-Bengal-ríki. Narendra Modi, forsætisráðherra, hefur meðal annars ferðast mikið um ríkið í aðdraganda ríkiskosninga þar. Manmohan Singh, fyrrverandi forsætisráðherra, var lagður inn á sjúkrahús með Covid-19 í dag, að sögn indverskra fjölmiðla. Hann er 88 ára gamall og veiktist um helgina. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Singh hafi engu að síður fengið tvo skammta af bóluefni í byrjun mars og apríl. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þrjár milljónir dánar vegna Covid-19 Rúmlega þrjár milljónir manna hafa nú dáið á heimsvísu vegna Covid-19. Heilt yfir hafa rúmlega 140 milljónir smitast, svo vitað sé. Mögulega er raunverulegur fjöldi látinna þá hærri og jafnvel töluvert hærri. 17. apríl 2021 14:31 Faraldurinn nær nýjum hæðum á Indlandi og 184 þúsund greinast smituð Fjöldi þeirra sem smitast hafa af nýju kórónuveirunni á Indlandi nær nýjum hæðum daglega og er verið að grípa til strangra sóttvarnaaðgerða víða um landið. Samhliða því að milljónir skammta af bóluefnum eru framleiddir í landinu berast fregnir af skorti á bóluefnum og tæplega átta af hverjum hundrað hafa verið bólusettir. 14. apríl 2021 11:29 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira
Tilkynnt var um 270.000 ný smit á Indlandi í dag og hefur smituðum ekki fjölgað jafnmikið á milli daga frá upphafi faraldursins. Samkvæmt opinberum tölum, sem vanmeta líklega umfang faraldursins verulega, hafa fleiri en fimmtán milljónir manna smitast á Indlandi og fleiri en 178.000 látið lífið af völdum veirunnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Innan við hundrað sjúkrarúm með öndunarvéla eru laus í Nýju-Delí þar sem um 29 milljónir manna búa og innan við 150 gjörgæslurúm eru í boði. Gríðarlegt álag er á heilbrigðiskerfið þar og annars staðar í landinu. Útgöngubanni var fyrst komið á í borginni um helgina en það var framlengt um viku í dag. Borgarbúar mega aðeins yfirgefa heimili sín ef algera nauðsyn krefur, þar á meðal ef þeir þurfa að leita sér læknisþjónustu. Ólíkt fyrra útgöngubanni fær fólk nú að ferðast til flugvalla og lestarstöðva en síðast þurftu þúsundir farandverkamanna að ganga til þorpa sinna. Þrátt fyrir að veiran dreifist nú sem aldrei fyrr um Indland og sérfræðingar vari við smitum á kosningafundum halda stjórnmálamenn áfram að há harða kosningabaráttu í Vestur-Bengal-ríki. Narendra Modi, forsætisráðherra, hefur meðal annars ferðast mikið um ríkið í aðdraganda ríkiskosninga þar. Manmohan Singh, fyrrverandi forsætisráðherra, var lagður inn á sjúkrahús með Covid-19 í dag, að sögn indverskra fjölmiðla. Hann er 88 ára gamall og veiktist um helgina. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Singh hafi engu að síður fengið tvo skammta af bóluefni í byrjun mars og apríl.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þrjár milljónir dánar vegna Covid-19 Rúmlega þrjár milljónir manna hafa nú dáið á heimsvísu vegna Covid-19. Heilt yfir hafa rúmlega 140 milljónir smitast, svo vitað sé. Mögulega er raunverulegur fjöldi látinna þá hærri og jafnvel töluvert hærri. 17. apríl 2021 14:31 Faraldurinn nær nýjum hæðum á Indlandi og 184 þúsund greinast smituð Fjöldi þeirra sem smitast hafa af nýju kórónuveirunni á Indlandi nær nýjum hæðum daglega og er verið að grípa til strangra sóttvarnaaðgerða víða um landið. Samhliða því að milljónir skammta af bóluefnum eru framleiddir í landinu berast fregnir af skorti á bóluefnum og tæplega átta af hverjum hundrað hafa verið bólusettir. 14. apríl 2021 11:29 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira
Þrjár milljónir dánar vegna Covid-19 Rúmlega þrjár milljónir manna hafa nú dáið á heimsvísu vegna Covid-19. Heilt yfir hafa rúmlega 140 milljónir smitast, svo vitað sé. Mögulega er raunverulegur fjöldi látinna þá hærri og jafnvel töluvert hærri. 17. apríl 2021 14:31
Faraldurinn nær nýjum hæðum á Indlandi og 184 þúsund greinast smituð Fjöldi þeirra sem smitast hafa af nýju kórónuveirunni á Indlandi nær nýjum hæðum daglega og er verið að grípa til strangra sóttvarnaaðgerða víða um landið. Samhliða því að milljónir skammta af bóluefnum eru framleiddir í landinu berast fregnir af skorti á bóluefnum og tæplega átta af hverjum hundrað hafa verið bólusettir. 14. apríl 2021 11:29