Segir ofurdeildina runna undan rifjum Real Madrid, Barcelona og bandarísku eigendanna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2021 11:02 Viðar Halldórsson, fyrrverandi landsliðsmaður, situr í stjórn ECA. stöð 2 Viðar Halldórsson, formaður FH, sem á sæti í stjórn ECA, Samtökum fótboltafélaga í Evrópu, segir að fréttirnar um stofnun ofurdeildarinnar hafi komið á óvart. Hann segir mjög líklegt að félögunum tólf sem stofnuðu ofurdeildina verði meinuð þátttaka í Meistaradeild Evrópu. „Það er með hreinum ólíkindum hvað hefur gerst á rúmum sólarhring,“ sagði Viðar í samtali við Vísi, í gær, þá nýkominn af fundi hjá ECA þar sem rætt var um ofurdeildina. Félögin tólf sem stofnuðu ofurdeildina hafa sagt sig úr ECA. „Það er ekki lengra síðan en á föstudaginn sem það var stjórnarfundur þar sem menn samþykktu samkomulag milli UEFA, ECA og samtaka deildanna í Evrópu varðandi breytingar á Meistaradeildinni frá 2024 til 2030. Þá sátu allir þessir menn við borðið, allt virtist vera í góðum farvegi og ekkert bjáta á. En svo fóru menn að heyra hluti sem voru svo staðfestir um kvöldið,“ sagði Viðar. Stór sprengja Hann segir að Aleksander Ceferin, forseti UEFA, og Andrea Agnelli, forseti Juventus og fráfarandi forseti ECA, hafi unnið náið saman þegar kom að breytingum á Meistaradeildinni sem voru kynntar í gær. Agnelli hefur nú stokkið frá borði ECA ásamt forsprökkum hinna ellefu félaganna sem komu að stofnun ofurdeildarinnar. Ceferin fór afar hörðum orðum um Agnelli á blaðamannafundi í gær og sakaði hann um að leika tveimur skjöldum og um ítrekaðar lygar. „Það er búið að kasta inn í sprengju og hún er ekkert lítil. Menn þurfa bara að halda áfram en versta við þetta er það sem menn kalla trúnaðarbrest. Eins og forseti UEFA sagði opinberlega að hann hefði aldrei kynnst eins miklum óheiðarleika eins og kom frá þessum mönnum.“ sagði Viðar. Óvíst hvaða lið spila í undanúrslitunum Hann segir að mikið vatn eigi eftir að renna til sjávar á næstu vikum varðandi mál ofurdeildarinnar. „Það er alveg ljóst að það á margt eftir að gerast. Það verða margar lögsóknir og félögum verður jafnvel vísað úr keppnum og þar fram eftir götunum. Þetta verður mjög flókið úrlausnar og það er jafnvel spurning um það hverjir spila í undanúrslitum í Meistaradeildinni á þessu ári. Það er alveg spurning um það,“ sagði Viðar. Paris Saint-Germain er eina liðið sem er eftir í Meistaradeild Evrópu sem kom ekki að stofnun ofurdeildarinnar.epa/YOAN VALAT Þrjú af liðunum fjórum sem eru komin í undanúrslit Meistaradeildarinnar eru í hópi stofnmeðlima ofurdeildarinnar: Manchester City, Real Madrid og Chelsea. Paris Saint-Germain er hins vegar ekki hluti af ofurdeildinni. Verður ekki tekið þegjandi og hljóðalaust Viðar bætti við að honum fyndist mjög líklegt að ofurdeildarliðunum tólf yrði bannað að taka þátt í Meistaradeildinni og leikmönnum í ofurdeildinni yrði meinað að spila með landsliðum sínum eins og Ceferin sagði í gær. „Það er alveg sama hvort það er UEFA, enska úrvalsdeildin eða FIFA, þeir taka þessu ekkert þegjandi og hljóðalaust,“ sagði Viðar. „En ætli andstaðan sé ekki mest hjá stuðningsmönnum og áhagendum félaganna.“ Skilja ekki evrópska fótboltamenningu Hann segir að ofurdeildin sé aðallega runnin undan rifjum Real Madrid, Barcelona og bandarískra eiganda félaganna. Hann segir að þá skorti skilning á evrópskum fótbolta og er ekki hrifinn af Bandaríkjavæðingu íþróttarinnar. Vinsældir Glazer-bræðranna hjá stuðningsmönnum Manchester United voru litlar en eru nú við frostmark.getty/Michael Regan „Ameríkanarnir vita ekkert hvað þetta er, hvað evrópskur fótboltakúltúr er. Þetta er allt annað í Bandaríkjunum. Þeir eru í þessu til að græða peninga,“ sagði Viðar. Afstaða þýsku og frönsku félaganna aðdáunarverð Hann dáist að staðfestu þýsku og frönsku félaganna sem komu ekki að stofnun ofurdeildarinnar. „Það er mjög áhugavert hvað þýsku félögin eru rosalega staðföst sem og þau frönsku með PSG í forystu. Þau segja bara nei, nei, nei. Það er aðdáunarvert hvað þau eru á allt annarri bylgjulengd,“ sagði Viðar. Stærstu félög Þýskalands, Bayern München og Borussia Dortmund, standa utan við ofurdeildina.getty/Roland Krivec Hann segir augljóst að stofnun ofurdeildarinnar hafi verið nokkuð lengi í burðarliðnum. „Sem betur fer eru þetta ekki nema þrjú lönd og það er talið að Ítalía hafi komið inn í þennan hóp á lokametrunum. Þetta gerðist ekkert á einni viku. Þetta er nokkurra mánaða undirbúningur,“ sagði Viðar að lokum. Ofurdeildin Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira
„Það er með hreinum ólíkindum hvað hefur gerst á rúmum sólarhring,“ sagði Viðar í samtali við Vísi, í gær, þá nýkominn af fundi hjá ECA þar sem rætt var um ofurdeildina. Félögin tólf sem stofnuðu ofurdeildina hafa sagt sig úr ECA. „Það er ekki lengra síðan en á föstudaginn sem það var stjórnarfundur þar sem menn samþykktu samkomulag milli UEFA, ECA og samtaka deildanna í Evrópu varðandi breytingar á Meistaradeildinni frá 2024 til 2030. Þá sátu allir þessir menn við borðið, allt virtist vera í góðum farvegi og ekkert bjáta á. En svo fóru menn að heyra hluti sem voru svo staðfestir um kvöldið,“ sagði Viðar. Stór sprengja Hann segir að Aleksander Ceferin, forseti UEFA, og Andrea Agnelli, forseti Juventus og fráfarandi forseti ECA, hafi unnið náið saman þegar kom að breytingum á Meistaradeildinni sem voru kynntar í gær. Agnelli hefur nú stokkið frá borði ECA ásamt forsprökkum hinna ellefu félaganna sem komu að stofnun ofurdeildarinnar. Ceferin fór afar hörðum orðum um Agnelli á blaðamannafundi í gær og sakaði hann um að leika tveimur skjöldum og um ítrekaðar lygar. „Það er búið að kasta inn í sprengju og hún er ekkert lítil. Menn þurfa bara að halda áfram en versta við þetta er það sem menn kalla trúnaðarbrest. Eins og forseti UEFA sagði opinberlega að hann hefði aldrei kynnst eins miklum óheiðarleika eins og kom frá þessum mönnum.“ sagði Viðar. Óvíst hvaða lið spila í undanúrslitunum Hann segir að mikið vatn eigi eftir að renna til sjávar á næstu vikum varðandi mál ofurdeildarinnar. „Það er alveg ljóst að það á margt eftir að gerast. Það verða margar lögsóknir og félögum verður jafnvel vísað úr keppnum og þar fram eftir götunum. Þetta verður mjög flókið úrlausnar og það er jafnvel spurning um það hverjir spila í undanúrslitum í Meistaradeildinni á þessu ári. Það er alveg spurning um það,“ sagði Viðar. Paris Saint-Germain er eina liðið sem er eftir í Meistaradeild Evrópu sem kom ekki að stofnun ofurdeildarinnar.epa/YOAN VALAT Þrjú af liðunum fjórum sem eru komin í undanúrslit Meistaradeildarinnar eru í hópi stofnmeðlima ofurdeildarinnar: Manchester City, Real Madrid og Chelsea. Paris Saint-Germain er hins vegar ekki hluti af ofurdeildinni. Verður ekki tekið þegjandi og hljóðalaust Viðar bætti við að honum fyndist mjög líklegt að ofurdeildarliðunum tólf yrði bannað að taka þátt í Meistaradeildinni og leikmönnum í ofurdeildinni yrði meinað að spila með landsliðum sínum eins og Ceferin sagði í gær. „Það er alveg sama hvort það er UEFA, enska úrvalsdeildin eða FIFA, þeir taka þessu ekkert þegjandi og hljóðalaust,“ sagði Viðar. „En ætli andstaðan sé ekki mest hjá stuðningsmönnum og áhagendum félaganna.“ Skilja ekki evrópska fótboltamenningu Hann segir að ofurdeildin sé aðallega runnin undan rifjum Real Madrid, Barcelona og bandarískra eiganda félaganna. Hann segir að þá skorti skilning á evrópskum fótbolta og er ekki hrifinn af Bandaríkjavæðingu íþróttarinnar. Vinsældir Glazer-bræðranna hjá stuðningsmönnum Manchester United voru litlar en eru nú við frostmark.getty/Michael Regan „Ameríkanarnir vita ekkert hvað þetta er, hvað evrópskur fótboltakúltúr er. Þetta er allt annað í Bandaríkjunum. Þeir eru í þessu til að græða peninga,“ sagði Viðar. Afstaða þýsku og frönsku félaganna aðdáunarverð Hann dáist að staðfestu þýsku og frönsku félaganna sem komu ekki að stofnun ofurdeildarinnar. „Það er mjög áhugavert hvað þýsku félögin eru rosalega staðföst sem og þau frönsku með PSG í forystu. Þau segja bara nei, nei, nei. Það er aðdáunarvert hvað þau eru á allt annarri bylgjulengd,“ sagði Viðar. Stærstu félög Þýskalands, Bayern München og Borussia Dortmund, standa utan við ofurdeildina.getty/Roland Krivec Hann segir augljóst að stofnun ofurdeildarinnar hafi verið nokkuð lengi í burðarliðnum. „Sem betur fer eru þetta ekki nema þrjú lönd og það er talið að Ítalía hafi komið inn í þennan hóp á lokametrunum. Þetta gerðist ekkert á einni viku. Þetta er nokkurra mánaða undirbúningur,“ sagði Viðar að lokum.
Ofurdeildin Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira