Ekki tjáir að deila við dómarann Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 19. apríl 2021 16:00 Dómstólar eru ein af grunnstoðum réttarríkisins. Hlutverk þeirra er að skera úr um rétt og skyldu manna að lögum. Þegar kemur að skipun dómara þá er eðli málsins samkvæmt vandað til vinnubragða og miklar kröfur eru gerðar til þeirra sem fara með dómsvald. Þrátt fyrir að túlka megi stjórnarskrána svo að eingöngu embættisdómarar megi annast dómsýslu, þá er það ekki svo þegar nánar er skoðað. Aðstoðarmenn dómara fara með dómsvald. Fræðimenn hafa verið sammála um að aðrir en embættisdómarar geti farið með dómsvald í vissum tilvikum. Þessa heimild hlýtur þó að þurfa að túlka þröngt enda er hér um að ræða undantekningu frá meginreglu. Samræming milli héraðsdóma Árið 2012 fengu aðstoðarmenn dómara víðtækara hlutverk. Þeir hafa nú heimild til þess að annast þinghöld í einkamálum og sakamálum að vissum skilyrðum uppfylltum. Vissulega hafa aðstoðarmenn dómara verið svar við auknu álagi á dómstóla, en það má þó ekki verða á kostnað sjálfstæðis dómsvaldsins. Undirrituð sendi dómsmálaráðherra fyrirspurn í vetur um aðstoðarmenn dómara. Þau svör sem mér bárust gáfu efni til þess að leggja fram þingsályktunartillögu þar sem dómsmálaráðherra falið að undirbúa frumvarp til laga til þess að skýra frekar á um hlutverk aðstoðarmanna dómara. Markmiðið með lagasetningunni yrði m.a. að samræma skylduþjálfun, kveða á um hagsmunaskráningu og samræma hlutverk aðstoðarmanna milli héraðsdóma. En eins og staðan er í dag er þetta ekki nægilega skýrt. Þyngri dómar og hlutverk aðstoðarmanna Í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn minni kom einnig fram að ekki væri til skráning á því hve marga dóma aðstoðarmenn dómara hafa kveðið upp þar sem refsing er þyngri en eins árs óskilorðsbundið fangelsi. Því legg ég einnig fram í þingsályktunartillögunni að dómsmálaráðherra verði falið að tryggja skráningu og utanumhald dóma sem aðstoðarmenn dómara kveða upp og hafa kveðið upp í sakamálum þar sem refsing er þyngri en eins árs óskilorðsbundið fangelsi. Síðast en ekki síst þarf að gæta þess að að fyrirkomulag um aðstoðarmenn dómara sé í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar íslenska ríkisins, sérstaklega mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Tilgangurinn með þessari þingsályktunartillögu er að stuðlað að auknu trausti á vinnu aðstoðarmanna dómara. Þeir gegna mikilvægu hlutverki en skýra verður betur hlutverk þeirra og tilgang. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Dómstólar Alþingi Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Dómstólar eru ein af grunnstoðum réttarríkisins. Hlutverk þeirra er að skera úr um rétt og skyldu manna að lögum. Þegar kemur að skipun dómara þá er eðli málsins samkvæmt vandað til vinnubragða og miklar kröfur eru gerðar til þeirra sem fara með dómsvald. Þrátt fyrir að túlka megi stjórnarskrána svo að eingöngu embættisdómarar megi annast dómsýslu, þá er það ekki svo þegar nánar er skoðað. Aðstoðarmenn dómara fara með dómsvald. Fræðimenn hafa verið sammála um að aðrir en embættisdómarar geti farið með dómsvald í vissum tilvikum. Þessa heimild hlýtur þó að þurfa að túlka þröngt enda er hér um að ræða undantekningu frá meginreglu. Samræming milli héraðsdóma Árið 2012 fengu aðstoðarmenn dómara víðtækara hlutverk. Þeir hafa nú heimild til þess að annast þinghöld í einkamálum og sakamálum að vissum skilyrðum uppfylltum. Vissulega hafa aðstoðarmenn dómara verið svar við auknu álagi á dómstóla, en það má þó ekki verða á kostnað sjálfstæðis dómsvaldsins. Undirrituð sendi dómsmálaráðherra fyrirspurn í vetur um aðstoðarmenn dómara. Þau svör sem mér bárust gáfu efni til þess að leggja fram þingsályktunartillögu þar sem dómsmálaráðherra falið að undirbúa frumvarp til laga til þess að skýra frekar á um hlutverk aðstoðarmanna dómara. Markmiðið með lagasetningunni yrði m.a. að samræma skylduþjálfun, kveða á um hagsmunaskráningu og samræma hlutverk aðstoðarmanna milli héraðsdóma. En eins og staðan er í dag er þetta ekki nægilega skýrt. Þyngri dómar og hlutverk aðstoðarmanna Í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn minni kom einnig fram að ekki væri til skráning á því hve marga dóma aðstoðarmenn dómara hafa kveðið upp þar sem refsing er þyngri en eins árs óskilorðsbundið fangelsi. Því legg ég einnig fram í þingsályktunartillögunni að dómsmálaráðherra verði falið að tryggja skráningu og utanumhald dóma sem aðstoðarmenn dómara kveða upp og hafa kveðið upp í sakamálum þar sem refsing er þyngri en eins árs óskilorðsbundið fangelsi. Síðast en ekki síst þarf að gæta þess að að fyrirkomulag um aðstoðarmenn dómara sé í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar íslenska ríkisins, sérstaklega mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Tilgangurinn með þessari þingsályktunartillögu er að stuðlað að auknu trausti á vinnu aðstoðarmanna dómara. Þeir gegna mikilvægu hlutverki en skýra verður betur hlutverk þeirra og tilgang. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun