Ekki tjáir að deila við dómarann Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 19. apríl 2021 16:00 Dómstólar eru ein af grunnstoðum réttarríkisins. Hlutverk þeirra er að skera úr um rétt og skyldu manna að lögum. Þegar kemur að skipun dómara þá er eðli málsins samkvæmt vandað til vinnubragða og miklar kröfur eru gerðar til þeirra sem fara með dómsvald. Þrátt fyrir að túlka megi stjórnarskrána svo að eingöngu embættisdómarar megi annast dómsýslu, þá er það ekki svo þegar nánar er skoðað. Aðstoðarmenn dómara fara með dómsvald. Fræðimenn hafa verið sammála um að aðrir en embættisdómarar geti farið með dómsvald í vissum tilvikum. Þessa heimild hlýtur þó að þurfa að túlka þröngt enda er hér um að ræða undantekningu frá meginreglu. Samræming milli héraðsdóma Árið 2012 fengu aðstoðarmenn dómara víðtækara hlutverk. Þeir hafa nú heimild til þess að annast þinghöld í einkamálum og sakamálum að vissum skilyrðum uppfylltum. Vissulega hafa aðstoðarmenn dómara verið svar við auknu álagi á dómstóla, en það má þó ekki verða á kostnað sjálfstæðis dómsvaldsins. Undirrituð sendi dómsmálaráðherra fyrirspurn í vetur um aðstoðarmenn dómara. Þau svör sem mér bárust gáfu efni til þess að leggja fram þingsályktunartillögu þar sem dómsmálaráðherra falið að undirbúa frumvarp til laga til þess að skýra frekar á um hlutverk aðstoðarmanna dómara. Markmiðið með lagasetningunni yrði m.a. að samræma skylduþjálfun, kveða á um hagsmunaskráningu og samræma hlutverk aðstoðarmanna milli héraðsdóma. En eins og staðan er í dag er þetta ekki nægilega skýrt. Þyngri dómar og hlutverk aðstoðarmanna Í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn minni kom einnig fram að ekki væri til skráning á því hve marga dóma aðstoðarmenn dómara hafa kveðið upp þar sem refsing er þyngri en eins árs óskilorðsbundið fangelsi. Því legg ég einnig fram í þingsályktunartillögunni að dómsmálaráðherra verði falið að tryggja skráningu og utanumhald dóma sem aðstoðarmenn dómara kveða upp og hafa kveðið upp í sakamálum þar sem refsing er þyngri en eins árs óskilorðsbundið fangelsi. Síðast en ekki síst þarf að gæta þess að að fyrirkomulag um aðstoðarmenn dómara sé í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar íslenska ríkisins, sérstaklega mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Tilgangurinn með þessari þingsályktunartillögu er að stuðlað að auknu trausti á vinnu aðstoðarmanna dómara. Þeir gegna mikilvægu hlutverki en skýra verður betur hlutverk þeirra og tilgang. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Dómstólar Alþingi Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Dómstólar eru ein af grunnstoðum réttarríkisins. Hlutverk þeirra er að skera úr um rétt og skyldu manna að lögum. Þegar kemur að skipun dómara þá er eðli málsins samkvæmt vandað til vinnubragða og miklar kröfur eru gerðar til þeirra sem fara með dómsvald. Þrátt fyrir að túlka megi stjórnarskrána svo að eingöngu embættisdómarar megi annast dómsýslu, þá er það ekki svo þegar nánar er skoðað. Aðstoðarmenn dómara fara með dómsvald. Fræðimenn hafa verið sammála um að aðrir en embættisdómarar geti farið með dómsvald í vissum tilvikum. Þessa heimild hlýtur þó að þurfa að túlka þröngt enda er hér um að ræða undantekningu frá meginreglu. Samræming milli héraðsdóma Árið 2012 fengu aðstoðarmenn dómara víðtækara hlutverk. Þeir hafa nú heimild til þess að annast þinghöld í einkamálum og sakamálum að vissum skilyrðum uppfylltum. Vissulega hafa aðstoðarmenn dómara verið svar við auknu álagi á dómstóla, en það má þó ekki verða á kostnað sjálfstæðis dómsvaldsins. Undirrituð sendi dómsmálaráðherra fyrirspurn í vetur um aðstoðarmenn dómara. Þau svör sem mér bárust gáfu efni til þess að leggja fram þingsályktunartillögu þar sem dómsmálaráðherra falið að undirbúa frumvarp til laga til þess að skýra frekar á um hlutverk aðstoðarmanna dómara. Markmiðið með lagasetningunni yrði m.a. að samræma skylduþjálfun, kveða á um hagsmunaskráningu og samræma hlutverk aðstoðarmanna milli héraðsdóma. En eins og staðan er í dag er þetta ekki nægilega skýrt. Þyngri dómar og hlutverk aðstoðarmanna Í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn minni kom einnig fram að ekki væri til skráning á því hve marga dóma aðstoðarmenn dómara hafa kveðið upp þar sem refsing er þyngri en eins árs óskilorðsbundið fangelsi. Því legg ég einnig fram í þingsályktunartillögunni að dómsmálaráðherra verði falið að tryggja skráningu og utanumhald dóma sem aðstoðarmenn dómara kveða upp og hafa kveðið upp í sakamálum þar sem refsing er þyngri en eins árs óskilorðsbundið fangelsi. Síðast en ekki síst þarf að gæta þess að að fyrirkomulag um aðstoðarmenn dómara sé í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar íslenska ríkisins, sérstaklega mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Tilgangurinn með þessari þingsályktunartillögu er að stuðlað að auknu trausti á vinnu aðstoðarmanna dómara. Þeir gegna mikilvægu hlutverki en skýra verður betur hlutverk þeirra og tilgang. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar