Innlent

Þrjár líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt

Hólmfríður Gísladóttir skrifar

Lögregla var þrisvar kölluð til í gærkvöldi og nótt vegna líkamsárása. Í einu tilvikinu var um „minniháttar“ árás að ræða samkvæmt lögreglu en í öðru var einn fluttur á bráðamóttöku með stunguáverka.

Í því tilviki var gerandinn handtekinn. 

Í þriðja tilvikinu var um að ræða líkamsárás og hótanir og gistir sá einnig fangageymslur.

Um kvöldmatarleytið var ölvuðum einstakling vísað af hóteli í miðborginni og skömmu síðar var tilkynnt um þjófnað á rafskútu. Þá var tilkynnt um innbrot í geymslu um kl. 21.30.

Tveir voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum en báðir látnir laus að lokinni blóðsýnatöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×