Mikilvægt að vita hvers vegna við erum að greina börn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. apríl 2021 09:00 Anna Greta Ólafsdóttir skólastjóri er sjálf með ADHD og á barn með ADHD og lesblindu. Mission framleiðsla „Ég held stundum að við gleymum því að það stendur í námsskránni að við séum uppeldis- og menntastofnun. Stundum finnst mér betra að tala um skólana sem velferðarstofnun,“ segir Anna Greta Ólafsdóttir skólastjóri í Varmárskóla um hlutverk skólanna. Anna Greta ræddi málefni barna í þættinum Spjallið með Góðvild sem birtist á Vísi og helstu efnisveitum í dag. „Greiningar eru að mörgu leyti góðar, en kannski bara ekkert að öllu leyti alltaf góðar,“ sagði Anna Greta þegar talið berst að greiningum barna. „Ég held að við verðum að vita, af hverju vantar okkur greiningu?“ Anna Greta er sjálf með ADHD greiningu. Hún segir mikilvægt að vita hvers vegna við erum að greina börnin. Oft fari of mikill tími í greiningu frekar en að vinna með hana, kannski ætti að greina færri og sinna þeim betur. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Spjallið með Góðvild - Anna Gréta Ólafsdóttir Greiningin ekki alltaf nauðsynleg Hún bendir á að greiningar séu dýrar og kannski viljum við því frekar eyða peningunum í annað. Að það sé kannski hægt að sleppa einhverjum greiningum sem skipta kannski ekki öllu máli fyrir aðstoðina sem barnið fær í skóla. „Það eru allt of mög dæmi um að foreldrar fari á einkastofur sem kostar bara mjög mikið til að fá greiningu sem þau halda að þau þurfi að fá vegna þess að þá fær barnið meiri aðstoð í skólanum. Svo koma þau á fund í skólanum og þá hefði alveg kannski verið hægt að veita aðstoð hvort sem að þú værir búinn að eyða áttatíu til hundrað þúsund í að láta skoða eitthvað.“ Þetta á til dæmis við með einhverfugreiningu, en auðvitað eru sumar greiningar sem þarf að gera svo barnið geti fengið lyf. Í þættinum er farið um víðan völl þegar það kemur að kennslu barna og skóla án aðgreiningar. Anna Greta segir að við séum stundum á villigötum þegar við erum að segja að kennarar séu ekki sérfræðingar í einhverfu, hegðunarmálum eða ADHD og þessu öllu en kennarar séu einmitt sérfræðingar í þessu öllu. „Ég hef alltaf haft rosalega mikla trú á kennurum og náttúrulega hef kynnst mörgum kennurum og þvílíkt sem að þetta fólk er fært í sínu fagi. Ég hef alltaf hugsað kennara svolítið eins og heimilislækna, kennarar eru flinkir í öllu.“ ADHD hafði áhrif á líftrygginguna Anna Greta hafði vitað lengi að hún væri með ADHD en fór ekki í greiningu fyrr en á fullorðins árum þegar hún vildi prófa að fara á lyf. Henni var svo brugðið þegar greiningin hafði áhrif á það þegar hún ætlaði að fá sér líftryggingu, ADHD var þar talinn mikill áhættuþáttur. „Þetta var í fyrsta skipti sem greiningin stendur í vegi fyrir mér.“ Hún veltir því fyrir sér hvað börnunum sem eru með greiningar muni finnast um þær seinna meir. Kannski vilji þau ekkert vera með greininguna og hvernig það sé að breyta því þegar greiningin er þegar komin. Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér ofar í fréttinni. Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Spjallið með Góðvild Tengdar fréttir „Lífið er ekki sanngjarnt“ „Það er gott að leita til fólks sem hefur gengið í gegnum eitthvað svipað,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir lögfræðingur og dómsmálaráðherra. 13. apríl 2021 15:30 Ríkið ætti að fjárfesta meira í lífsgæðum fatlaðra barna „Framlag einhverra sem eru með fatlanir og eru að taka þátt í samfélaginu getur verið alveg jafn mikils virði og einhvers fíns forstjóra,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir varaformaður Samfylkingarinnar og fjögurra barna móðir. Hún er líka formaður velferðarráðs og ofbeldisnefndar Reykjavíkurborgar. 6. apríl 2021 14:44 „Ef ég hrekk upp af, hvað gerist þá með dóttur mína?“ „Mér finnst eiginlega verst þegar þau fá ekki að vera á þeirra eigin forsendum,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar um málefni fatlaðra og langveikra barna. 30. mars 2021 16:01 „Veit nákvæmlega hvernig það er að vera fatlað barn í þessu samfélagi“ „Ef þú bendir á vandamál þá er mikilvægt að þú komir með lausnir líka,“ segir Eiður Welding. Hann fæddist CP, eða cerebral palsy, sem er algengasta tegund hreyfihamlana meðal barna. Eiður vill leggja sitt af mörkum til að bæta samfélagið og fræða fólk um fatlanir. 16. mars 2021 08:00 Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Sjá meira
Anna Greta ræddi málefni barna í þættinum Spjallið með Góðvild sem birtist á Vísi og helstu efnisveitum í dag. „Greiningar eru að mörgu leyti góðar, en kannski bara ekkert að öllu leyti alltaf góðar,“ sagði Anna Greta þegar talið berst að greiningum barna. „Ég held að við verðum að vita, af hverju vantar okkur greiningu?“ Anna Greta er sjálf með ADHD greiningu. Hún segir mikilvægt að vita hvers vegna við erum að greina börnin. Oft fari of mikill tími í greiningu frekar en að vinna með hana, kannski ætti að greina færri og sinna þeim betur. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Spjallið með Góðvild - Anna Gréta Ólafsdóttir Greiningin ekki alltaf nauðsynleg Hún bendir á að greiningar séu dýrar og kannski viljum við því frekar eyða peningunum í annað. Að það sé kannski hægt að sleppa einhverjum greiningum sem skipta kannski ekki öllu máli fyrir aðstoðina sem barnið fær í skóla. „Það eru allt of mög dæmi um að foreldrar fari á einkastofur sem kostar bara mjög mikið til að fá greiningu sem þau halda að þau þurfi að fá vegna þess að þá fær barnið meiri aðstoð í skólanum. Svo koma þau á fund í skólanum og þá hefði alveg kannski verið hægt að veita aðstoð hvort sem að þú værir búinn að eyða áttatíu til hundrað þúsund í að láta skoða eitthvað.“ Þetta á til dæmis við með einhverfugreiningu, en auðvitað eru sumar greiningar sem þarf að gera svo barnið geti fengið lyf. Í þættinum er farið um víðan völl þegar það kemur að kennslu barna og skóla án aðgreiningar. Anna Greta segir að við séum stundum á villigötum þegar við erum að segja að kennarar séu ekki sérfræðingar í einhverfu, hegðunarmálum eða ADHD og þessu öllu en kennarar séu einmitt sérfræðingar í þessu öllu. „Ég hef alltaf haft rosalega mikla trú á kennurum og náttúrulega hef kynnst mörgum kennurum og þvílíkt sem að þetta fólk er fært í sínu fagi. Ég hef alltaf hugsað kennara svolítið eins og heimilislækna, kennarar eru flinkir í öllu.“ ADHD hafði áhrif á líftrygginguna Anna Greta hafði vitað lengi að hún væri með ADHD en fór ekki í greiningu fyrr en á fullorðins árum þegar hún vildi prófa að fara á lyf. Henni var svo brugðið þegar greiningin hafði áhrif á það þegar hún ætlaði að fá sér líftryggingu, ADHD var þar talinn mikill áhættuþáttur. „Þetta var í fyrsta skipti sem greiningin stendur í vegi fyrir mér.“ Hún veltir því fyrir sér hvað börnunum sem eru með greiningar muni finnast um þær seinna meir. Kannski vilji þau ekkert vera með greininguna og hvernig það sé að breyta því þegar greiningin er þegar komin. Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Spjallið með Góðvild Tengdar fréttir „Lífið er ekki sanngjarnt“ „Það er gott að leita til fólks sem hefur gengið í gegnum eitthvað svipað,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir lögfræðingur og dómsmálaráðherra. 13. apríl 2021 15:30 Ríkið ætti að fjárfesta meira í lífsgæðum fatlaðra barna „Framlag einhverra sem eru með fatlanir og eru að taka þátt í samfélaginu getur verið alveg jafn mikils virði og einhvers fíns forstjóra,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir varaformaður Samfylkingarinnar og fjögurra barna móðir. Hún er líka formaður velferðarráðs og ofbeldisnefndar Reykjavíkurborgar. 6. apríl 2021 14:44 „Ef ég hrekk upp af, hvað gerist þá með dóttur mína?“ „Mér finnst eiginlega verst þegar þau fá ekki að vera á þeirra eigin forsendum,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar um málefni fatlaðra og langveikra barna. 30. mars 2021 16:01 „Veit nákvæmlega hvernig það er að vera fatlað barn í þessu samfélagi“ „Ef þú bendir á vandamál þá er mikilvægt að þú komir með lausnir líka,“ segir Eiður Welding. Hann fæddist CP, eða cerebral palsy, sem er algengasta tegund hreyfihamlana meðal barna. Eiður vill leggja sitt af mörkum til að bæta samfélagið og fræða fólk um fatlanir. 16. mars 2021 08:00 Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Sjá meira
„Lífið er ekki sanngjarnt“ „Það er gott að leita til fólks sem hefur gengið í gegnum eitthvað svipað,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir lögfræðingur og dómsmálaráðherra. 13. apríl 2021 15:30
Ríkið ætti að fjárfesta meira í lífsgæðum fatlaðra barna „Framlag einhverra sem eru með fatlanir og eru að taka þátt í samfélaginu getur verið alveg jafn mikils virði og einhvers fíns forstjóra,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir varaformaður Samfylkingarinnar og fjögurra barna móðir. Hún er líka formaður velferðarráðs og ofbeldisnefndar Reykjavíkurborgar. 6. apríl 2021 14:44
„Ef ég hrekk upp af, hvað gerist þá með dóttur mína?“ „Mér finnst eiginlega verst þegar þau fá ekki að vera á þeirra eigin forsendum,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar um málefni fatlaðra og langveikra barna. 30. mars 2021 16:01
„Veit nákvæmlega hvernig það er að vera fatlað barn í þessu samfélagi“ „Ef þú bendir á vandamál þá er mikilvægt að þú komir með lausnir líka,“ segir Eiður Welding. Hann fæddist CP, eða cerebral palsy, sem er algengasta tegund hreyfihamlana meðal barna. Eiður vill leggja sitt af mörkum til að bæta samfélagið og fræða fólk um fatlanir. 16. mars 2021 08:00
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp