„Ef Klopp fer munu stuðningsmenn Liverpool hrekja eigendurna í burtu á innan við viku“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2021 10:31 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, og John W. Henry, eigandi félagsins. Jamie Carragher segir engan vafa liggja á því hvor þeirra sé kóngurinn hjá Liverpool. getty/Barrington Coombs Jamie Carragher segir að stuðningsmenn Liverpool muni hrekja eigendur félagsins á brott ef knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp hættir. Liverpool er eitt þeirra tólf félaga sem komu að stofnun ofurdeildarinnar. Aðspurður í viðtali fyrir leikinn gegn Leeds United í gær kvaðst Klopp ekki vera alltof hrifinn af þessari nýju deild en hann hafi ekki haft neina aðkomu að málinu. Í Monday Night Football á Sky Sports í gær sagði Carragher að stuðningsmenn Liverpool myndu taka til sinna ráða ef Klopp yfirgæfi félagið vegna þátttöku þess í ofurdeildinni. „Ef þessi maður færi frá Liverpool vegna þess eða lenti saman við eigendurna myndu stuðningsmenn Liverpool hrekja þá í burtu á innan við viku. Ég er handviss um það,“ sagði Carragher. „Þessi maður er sá valdamesti hjá félaginu. Það skal enginn halda að þótt Liverpool hafi átt erfitt uppdráttar á tímabilinu og Klopp hafi verið pirraður í nokkrum viðtölum að það sé einn stuðningsmaður Liverpool sem vilji ekki hafa Klopp við stjórnvölinn næstu þrjú til fjögur árin.“ "If that man left #LFC over this, the supporters would have the owners out within a week."@Carra23 highlights the importance of Jurgen Klopp at Liverpool after the manager spoke out against the European Super League. pic.twitter.com/thTDKrCeug— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 20, 2021 Carragher segir að Liverpool sé sérstakt félag að því leyti hversu vinsæll stjóri þess er og í raun vinsælli en leikmennirnir. „Það eru ekki mörg félög þar sem stjórinn er alltaf guðinn, alltaf kóngurinn. Rafa [Benítez], [Bill] Shankly, [Bob] Paisley. Þetta snýst ekki um leikmennina. Þetta snýst allt um stjórann og verður alltaf þannig,“ sagði Carragher. „Það er ekki möguleiki að stuðningsmenn Liverpool myndu taka málsstað eiganda eða stjórnarformanns frekar en málstað stjórans, sérstaklega ekki stjóra sem er jafn valdamikill og farsæll og Jürgen Klopp.“ Liverpool gerði 1-1 jafntefli við Leeds í ensku úrvalsdeildinni í gær. Sadio Mané kom Liverpool yfir í fyrri hálfleik en Diego Llorente jafnaði fyrir Leeds skömmu fyrir leikslok. Enski boltinn Ofurdeildin Tengdar fréttir Neville um Klopp: „Veit ekki af hverju hann er með mig á heilanum“ Jürgen Klopp gagnrýndi Gary Neville fyrir ummæli hans um Liverpool og ofurdeildina eftir jafnteflið gegn Leeds United í ensku úrvalsdeildinni í gær. Neville svaraði með því að segja að Klopp væri með hann á heilanum. 20. apríl 2021 07:30 Jafntefli í skugga ofurdeildarfrétta Leeds og Liverpool gerðu 1-1 jafntefli í mánudagsleiknum í enska boltanum. Liverpool komst yfir í fyrri hálfleik en Leeds tryggði sér verðskuldað stig í síðari hálfleik. 19. apríl 2021 20:55 Fréttu af Ofurdeildinni í gær: „Það mikilvægasta við fótboltann eru stuðningsmennirnir“ Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, lét allt flakka í viðtali fyrir leik Leeds og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni en sá þýski var spurður út í hina nýju Ofurdeild. 19. apríl 2021 19:08 Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Sjá meira
Liverpool er eitt þeirra tólf félaga sem komu að stofnun ofurdeildarinnar. Aðspurður í viðtali fyrir leikinn gegn Leeds United í gær kvaðst Klopp ekki vera alltof hrifinn af þessari nýju deild en hann hafi ekki haft neina aðkomu að málinu. Í Monday Night Football á Sky Sports í gær sagði Carragher að stuðningsmenn Liverpool myndu taka til sinna ráða ef Klopp yfirgæfi félagið vegna þátttöku þess í ofurdeildinni. „Ef þessi maður færi frá Liverpool vegna þess eða lenti saman við eigendurna myndu stuðningsmenn Liverpool hrekja þá í burtu á innan við viku. Ég er handviss um það,“ sagði Carragher. „Þessi maður er sá valdamesti hjá félaginu. Það skal enginn halda að þótt Liverpool hafi átt erfitt uppdráttar á tímabilinu og Klopp hafi verið pirraður í nokkrum viðtölum að það sé einn stuðningsmaður Liverpool sem vilji ekki hafa Klopp við stjórnvölinn næstu þrjú til fjögur árin.“ "If that man left #LFC over this, the supporters would have the owners out within a week."@Carra23 highlights the importance of Jurgen Klopp at Liverpool after the manager spoke out against the European Super League. pic.twitter.com/thTDKrCeug— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 20, 2021 Carragher segir að Liverpool sé sérstakt félag að því leyti hversu vinsæll stjóri þess er og í raun vinsælli en leikmennirnir. „Það eru ekki mörg félög þar sem stjórinn er alltaf guðinn, alltaf kóngurinn. Rafa [Benítez], [Bill] Shankly, [Bob] Paisley. Þetta snýst ekki um leikmennina. Þetta snýst allt um stjórann og verður alltaf þannig,“ sagði Carragher. „Það er ekki möguleiki að stuðningsmenn Liverpool myndu taka málsstað eiganda eða stjórnarformanns frekar en málstað stjórans, sérstaklega ekki stjóra sem er jafn valdamikill og farsæll og Jürgen Klopp.“ Liverpool gerði 1-1 jafntefli við Leeds í ensku úrvalsdeildinni í gær. Sadio Mané kom Liverpool yfir í fyrri hálfleik en Diego Llorente jafnaði fyrir Leeds skömmu fyrir leikslok.
Enski boltinn Ofurdeildin Tengdar fréttir Neville um Klopp: „Veit ekki af hverju hann er með mig á heilanum“ Jürgen Klopp gagnrýndi Gary Neville fyrir ummæli hans um Liverpool og ofurdeildina eftir jafnteflið gegn Leeds United í ensku úrvalsdeildinni í gær. Neville svaraði með því að segja að Klopp væri með hann á heilanum. 20. apríl 2021 07:30 Jafntefli í skugga ofurdeildarfrétta Leeds og Liverpool gerðu 1-1 jafntefli í mánudagsleiknum í enska boltanum. Liverpool komst yfir í fyrri hálfleik en Leeds tryggði sér verðskuldað stig í síðari hálfleik. 19. apríl 2021 20:55 Fréttu af Ofurdeildinni í gær: „Það mikilvægasta við fótboltann eru stuðningsmennirnir“ Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, lét allt flakka í viðtali fyrir leik Leeds og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni en sá þýski var spurður út í hina nýju Ofurdeild. 19. apríl 2021 19:08 Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Sjá meira
Neville um Klopp: „Veit ekki af hverju hann er með mig á heilanum“ Jürgen Klopp gagnrýndi Gary Neville fyrir ummæli hans um Liverpool og ofurdeildina eftir jafnteflið gegn Leeds United í ensku úrvalsdeildinni í gær. Neville svaraði með því að segja að Klopp væri með hann á heilanum. 20. apríl 2021 07:30
Jafntefli í skugga ofurdeildarfrétta Leeds og Liverpool gerðu 1-1 jafntefli í mánudagsleiknum í enska boltanum. Liverpool komst yfir í fyrri hálfleik en Leeds tryggði sér verðskuldað stig í síðari hálfleik. 19. apríl 2021 20:55
Fréttu af Ofurdeildinni í gær: „Það mikilvægasta við fótboltann eru stuðningsmennirnir“ Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, lét allt flakka í viðtali fyrir leik Leeds og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni en sá þýski var spurður út í hina nýju Ofurdeild. 19. apríl 2021 19:08