„Fólki finnst þessi ákvörðun ganga gegn því sem Liverpool stendur fyrir“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2021 14:00 Magnús Þór Jónsson er mikill stuðningsmaður Englandsmeistara Liverpool. vísir/friðrik þór/getty/Christopher Furlong Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla og einn af forsprökkum Liverpool-stuðningsmannasíðunnar kop.is, segir að það hafi verið risa skref fyrir Liverpool að segja sig úr Evrópukeppnum og ganga til liðs við ofurdeildina. Hann óttast að knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp gæti stigið frá borði. Stofnun ofurdeildarinnar og aðkoma Liverpool að henni virðist hafa lagst illa í stuðningsmenn Liverpool. Klopp sagðist í gær ekki vera neitt sérstaklega hrifinn af fyrirbærinu og James Milner, varafyrirliði Liverpool, tók í sama streng. En hvað þýðingu hefur aðkoma Liverpool að þessari nýju ofurdeild? „Það er erfitt að segja ennþá. Það virðist ansi mikil harka í málunum. Manni sýnist hugmyndin komin býsna langt og margt benda til þess að fjármagnið sé bara nokkuð klárt og liðin tilbúin að hefja keppni eftir nokkra mánuði. Það er risa skref að Liverpool hafi sagt sig frá Evrópukeppnum í fótbolta,“ sagði Magnús við Vísi. „Þar er sagan rík hjá félaginu klúbbnum og í raun alveg rosalega stórt skref að taka að ákveða að fara í einhvers konar millilandakeppni. En miðað við fréttir um að Liverpool sé eitt þeirra sjö félaga sem muni fá 350 milljónir evra á ári fyrir að taka þátt er auðvitað ljóst það er er ansi öflug innkoma í rekstrarumhverfið.“ Stórt skref í átt frá gildum íþróttarinnar Magnús segir að hljóðið í stuðningsmönnum Liverpool sé frekar þungt og þeim finnist félagið hafa gengið gegn gildum sínum. „Hljóðið ræðst auðvitað af því að hér er stærsta skrefið í langan tíma stigið í átt frá gildum íþróttarinnar og inn í þá markaðshyggju sem nú ræður ríkjum. Fólki er misboðið að horfa upp á það að félagið sé í raun sama peningamyllan og menn hafa stundum eignað liðum olíufursta og annarra ofurríkra eigenda. Liverpool er með sterka rót í borgina sem hefur verið grjóthörð verkamannaborg og félagið samofið þeim gildum,“ sagði Magnús. „Liverpool hefur í gegnum áratugina stært sig af því að vera „samfélag“ og öll sú menning eitthvað sem félagið hefur vísað óskaplega mikið til. Fólki finnst þessi ákvörðun ganga gegn því sem Liverpool stendur fyrir.“ Klopp er prinsippmaður Magnús segist hafa áhyggjur af því að Klopp gæti hreinlega tekið hatt sinn og staf og yfirgefið Liverpool. „Klopp valdi Liverpool fram yfir mörg félög, meðal annars út af sögunni. Hann hefur nú þegar stigið fram og látið sína skoðun í ljós. Hann er andvígur þessari ákvörðun í grunninn og vill fá fund með eiganda Liverpool augliti til auglitis sem fyrst. Hann er prinsippmaður og gæti hiklaust gengið frá borði. Það mun hann þó ekki gera nema að fá allar staðreyndir upp á borðið,“ sagði Magnús. „Það hlýtur að fara eins með aðra stjóra ensku liðanna. Það virðist þó svolítið horft til Liverpool á annan hátt en annarra liða og stjóra en auðvitað ætti sama spurning að eiga við um stjóra Manchester United og Arsenal allavega.“ Enski boltinn Ofurdeildin Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Sjá meira
Stofnun ofurdeildarinnar og aðkoma Liverpool að henni virðist hafa lagst illa í stuðningsmenn Liverpool. Klopp sagðist í gær ekki vera neitt sérstaklega hrifinn af fyrirbærinu og James Milner, varafyrirliði Liverpool, tók í sama streng. En hvað þýðingu hefur aðkoma Liverpool að þessari nýju ofurdeild? „Það er erfitt að segja ennþá. Það virðist ansi mikil harka í málunum. Manni sýnist hugmyndin komin býsna langt og margt benda til þess að fjármagnið sé bara nokkuð klárt og liðin tilbúin að hefja keppni eftir nokkra mánuði. Það er risa skref að Liverpool hafi sagt sig frá Evrópukeppnum í fótbolta,“ sagði Magnús við Vísi. „Þar er sagan rík hjá félaginu klúbbnum og í raun alveg rosalega stórt skref að taka að ákveða að fara í einhvers konar millilandakeppni. En miðað við fréttir um að Liverpool sé eitt þeirra sjö félaga sem muni fá 350 milljónir evra á ári fyrir að taka þátt er auðvitað ljóst það er er ansi öflug innkoma í rekstrarumhverfið.“ Stórt skref í átt frá gildum íþróttarinnar Magnús segir að hljóðið í stuðningsmönnum Liverpool sé frekar þungt og þeim finnist félagið hafa gengið gegn gildum sínum. „Hljóðið ræðst auðvitað af því að hér er stærsta skrefið í langan tíma stigið í átt frá gildum íþróttarinnar og inn í þá markaðshyggju sem nú ræður ríkjum. Fólki er misboðið að horfa upp á það að félagið sé í raun sama peningamyllan og menn hafa stundum eignað liðum olíufursta og annarra ofurríkra eigenda. Liverpool er með sterka rót í borgina sem hefur verið grjóthörð verkamannaborg og félagið samofið þeim gildum,“ sagði Magnús. „Liverpool hefur í gegnum áratugina stært sig af því að vera „samfélag“ og öll sú menning eitthvað sem félagið hefur vísað óskaplega mikið til. Fólki finnst þessi ákvörðun ganga gegn því sem Liverpool stendur fyrir.“ Klopp er prinsippmaður Magnús segist hafa áhyggjur af því að Klopp gæti hreinlega tekið hatt sinn og staf og yfirgefið Liverpool. „Klopp valdi Liverpool fram yfir mörg félög, meðal annars út af sögunni. Hann hefur nú þegar stigið fram og látið sína skoðun í ljós. Hann er andvígur þessari ákvörðun í grunninn og vill fá fund með eiganda Liverpool augliti til auglitis sem fyrst. Hann er prinsippmaður og gæti hiklaust gengið frá borði. Það mun hann þó ekki gera nema að fá allar staðreyndir upp á borðið,“ sagði Magnús. „Það hlýtur að fara eins með aðra stjóra ensku liðanna. Það virðist þó svolítið horft til Liverpool á annan hátt en annarra liða og stjóra en auðvitað ætti sama spurning að eiga við um stjóra Manchester United og Arsenal allavega.“
Enski boltinn Ofurdeildin Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Sjá meira