Henderson kallar fyrirliða ensku úrvalsdeildarinnar á krísufund Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2021 14:15 Henderson kallar á fyrirliða ensku úrvalsdeildarinnar. EPA-EFE/Laurence Griffiths Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, hefur boðað alla fyrirliða ensku úrvalsdeildarinnar á krísufund vegna mögulegrar stofnunar ofurdeildar Evrópu. Daily Mail greindi frá nú rétt í þessu. Fyrr í dag fór Vísir yfir viðbrögð Harry Maguire, fyrirliða Manchester United, en hann var ekki par sáttur með hvernig forráðamenn Man United stóðu að málum er varðar ofurdeildina. Henderson hefur nú kallað fyrirliða deildarinnar saman til að ræða áætlanir tólf liða Evrópu – þar af sex frá Englandi – um að stofna svokallaða ofurdeild. EXCLUSIVE: Jordan Henderson calls emergency meeting of Premier League captains | @MikeKeegan_DM https://t.co/lLUHofY7zr— MailOnline Sport (@MailSport) April 20, 2021 Henderson hefur áður fengið fyrirliða deildarinnar til að snúa bökum saman og stofnaði til að mynda sjóð til að hjálpa breska heilbrigðiskerfinu [NHS] vegna kórónufaraldursins. Þetta mál mun reynast töluvert snúnara þar sem sex fyrirliðar eru á mála hjá félögum sem hafa nú þegar gefið út að þau stefni á að segja skilið við Meistaradeild Evrópu og ætli að stofna sína eigin deild. Samkvæmt heimildum Daily Mail er stefnt að því að komast að því hvernig skal höndla málið á næstu dögum og vikum. Reikna má með því að leikmenn verði spurðir spjörunum úr varðandi ofurdeildina og skoðun þeirra á henni. | "I don't like it and I hope it doesn't happen."James Milner speaks out against the proposed breakaway European Super League... #MNF pic.twitter.com/NkMmNJhiyA— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 19, 2021 James Milner, samherji Henderson, sagði skoðun sína í viðtali við Sky Sports eftir 1-1 jafntefli Liverpool og Leeds United í gærkvöld. Hann sagðist einfaldlega að honum líkaði illa við hugmyndina og hann vonaðist til að deildin yrði ekki að veruleika. Marcus Rashford ákvað að birta einfaldlega mynd af Old Trafford, heimavelli Manchester United, og láta hana segja skoðun hans á ákvörðun eiganda félagsins. pic.twitter.com/A8WIIUCHrH— Marcus Rashford MBE (@MarcusRashford) April 20, 2021 Fótbolti Enski boltinn Ofurdeildin Tengdar fréttir Maguire setti ofan í við Woodward á neyðarfundi með leikmönnum United Leikmenn Manchester United voru afar ósáttir við aðkomu félagsins að stofnun ofurdeildarinnar. Fyrirliðinn Harry Maguire lét stjórnarformanninn Ed Woodward heyra það á neyðarfundi með leikmönnum. 20. apríl 2021 13:30 Segir það ekki vera íþrótt ef það skiptir ekki máli hvort þú vinnir eða tapir Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hélt eldræðu varðandi ofurdeild Evrópu í knattspyrnu á blaðamannafundi nú rétt í þessu. Hann segir það ekki vera íþrótt ef engu máli skiptir hvort þú vinnir eða tapir. Ræðu Pep má sjá í fréttinni. 20. apríl 2021 13:00 Ríkisstjórn Bretlands mun skoða alla möguleika til að koma í veg fyrir ofurdeild Evrópu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að ríkisstjórn landsins skoði allar mögulegar leiðir til að koma í veg fyrir stofnun ofurdeildar Evrópu í knattspyrnu. Ef fara þarf með málið fyrir dómstóla þá verður það gert. 20. apríl 2021 12:36 Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Sjá meira
Daily Mail greindi frá nú rétt í þessu. Fyrr í dag fór Vísir yfir viðbrögð Harry Maguire, fyrirliða Manchester United, en hann var ekki par sáttur með hvernig forráðamenn Man United stóðu að málum er varðar ofurdeildina. Henderson hefur nú kallað fyrirliða deildarinnar saman til að ræða áætlanir tólf liða Evrópu – þar af sex frá Englandi – um að stofna svokallaða ofurdeild. EXCLUSIVE: Jordan Henderson calls emergency meeting of Premier League captains | @MikeKeegan_DM https://t.co/lLUHofY7zr— MailOnline Sport (@MailSport) April 20, 2021 Henderson hefur áður fengið fyrirliða deildarinnar til að snúa bökum saman og stofnaði til að mynda sjóð til að hjálpa breska heilbrigðiskerfinu [NHS] vegna kórónufaraldursins. Þetta mál mun reynast töluvert snúnara þar sem sex fyrirliðar eru á mála hjá félögum sem hafa nú þegar gefið út að þau stefni á að segja skilið við Meistaradeild Evrópu og ætli að stofna sína eigin deild. Samkvæmt heimildum Daily Mail er stefnt að því að komast að því hvernig skal höndla málið á næstu dögum og vikum. Reikna má með því að leikmenn verði spurðir spjörunum úr varðandi ofurdeildina og skoðun þeirra á henni. | "I don't like it and I hope it doesn't happen."James Milner speaks out against the proposed breakaway European Super League... #MNF pic.twitter.com/NkMmNJhiyA— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 19, 2021 James Milner, samherji Henderson, sagði skoðun sína í viðtali við Sky Sports eftir 1-1 jafntefli Liverpool og Leeds United í gærkvöld. Hann sagðist einfaldlega að honum líkaði illa við hugmyndina og hann vonaðist til að deildin yrði ekki að veruleika. Marcus Rashford ákvað að birta einfaldlega mynd af Old Trafford, heimavelli Manchester United, og láta hana segja skoðun hans á ákvörðun eiganda félagsins. pic.twitter.com/A8WIIUCHrH— Marcus Rashford MBE (@MarcusRashford) April 20, 2021
Fótbolti Enski boltinn Ofurdeildin Tengdar fréttir Maguire setti ofan í við Woodward á neyðarfundi með leikmönnum United Leikmenn Manchester United voru afar ósáttir við aðkomu félagsins að stofnun ofurdeildarinnar. Fyrirliðinn Harry Maguire lét stjórnarformanninn Ed Woodward heyra það á neyðarfundi með leikmönnum. 20. apríl 2021 13:30 Segir það ekki vera íþrótt ef það skiptir ekki máli hvort þú vinnir eða tapir Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hélt eldræðu varðandi ofurdeild Evrópu í knattspyrnu á blaðamannafundi nú rétt í þessu. Hann segir það ekki vera íþrótt ef engu máli skiptir hvort þú vinnir eða tapir. Ræðu Pep má sjá í fréttinni. 20. apríl 2021 13:00 Ríkisstjórn Bretlands mun skoða alla möguleika til að koma í veg fyrir ofurdeild Evrópu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að ríkisstjórn landsins skoði allar mögulegar leiðir til að koma í veg fyrir stofnun ofurdeildar Evrópu í knattspyrnu. Ef fara þarf með málið fyrir dómstóla þá verður það gert. 20. apríl 2021 12:36 Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Sjá meira
Maguire setti ofan í við Woodward á neyðarfundi með leikmönnum United Leikmenn Manchester United voru afar ósáttir við aðkomu félagsins að stofnun ofurdeildarinnar. Fyrirliðinn Harry Maguire lét stjórnarformanninn Ed Woodward heyra það á neyðarfundi með leikmönnum. 20. apríl 2021 13:30
Segir það ekki vera íþrótt ef það skiptir ekki máli hvort þú vinnir eða tapir Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hélt eldræðu varðandi ofurdeild Evrópu í knattspyrnu á blaðamannafundi nú rétt í þessu. Hann segir það ekki vera íþrótt ef engu máli skiptir hvort þú vinnir eða tapir. Ræðu Pep má sjá í fréttinni. 20. apríl 2021 13:00
Ríkisstjórn Bretlands mun skoða alla möguleika til að koma í veg fyrir ofurdeild Evrópu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að ríkisstjórn landsins skoði allar mögulegar leiðir til að koma í veg fyrir stofnun ofurdeildar Evrópu í knattspyrnu. Ef fara þarf með málið fyrir dómstóla þá verður það gert. 20. apríl 2021 12:36