Höfði stendur þeim Blinken og Lavrov til boða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. apríl 2021 15:07 Guðlaugur Þór að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu í hádeginu. Vísir/Vilhelm „Þessar fréttir eru nýtilkomnar og eru mikið gleðiefni,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um staðfesta komu utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands hingað til lands í maí. Tilefnið er fundur aðildarríkja Norðurskautsráðsins en ráðið er skipað af Bandaríkjunum, Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Kanada, Noregi, Rússlandi og Svíþjóð. Þá eiga til að mynda Kínverjar áheyrnaraðild að ráðinu. Ísland tók við formennsku í ráðinu í maí 2019 af Finnum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, staðfesti komu sína á fundinn í gær og áður hafði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, gert slíkt hið sama. Hann mun leiða sendinefnd Rússa á fundinum og taka við formennsku í ráðinu af Íslandi til næstu tveggja ára. Önnur mál ekki rædd á fundi Norðurskautsráðs „Fundurinn verður náttúrulega fyrst og fremst um Norðurslóðamálin. Það hefur verið og er skynsamlegt að í ráðinu er aðeins verið að ræða þau mál. En það segir sig sjálft að það mun ekkert skaða að menn hittast. Það kemur bara gott út úr því,“ segir Guðlaugur Þór. „En það er mikil ánægja að sjá að þeir eru báðir eru búnir að tilkynna þátttöku sína og ég á von á því að hinir mæti líka. Það er stórt mál að við erum að halda þennan fund núna.“ Aðalatriðið sé að þegar komi að samtali sem þessu séu Íslendingar alltaf tilbúnir að liðka fyrir. Það muni ekki standa á Íslendingum að hjálpa til við slíkt. Og bjóða fram húsakost sé þess óskað. Höfði og fleiri fundarstaðir til boða „Það liggur fyrir að Reykjavíkurborg er tilbúin til þess að bjóða fram Höfða ef svo ber undir en auðvitað eru margir fleiri fundarstaðir sem koma til greina,“ segir Guðlaugur Þór. 35 ár eru síðan Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev, þá leiðtogar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, funduðu í húsinu. Margur góður fundurinn hefur farið fram í Höfða, bæði fyrir þann tíma og eftir. Guðlaugur leggur áherslu að mjög skynsamlegt sé að halda öðrum álitamálum fyrir utan fund Norðurskautsráðsins. Vilji menn ræða önnur mál sé það gert utan fundarins. Hvort það verði þurfi að koma í ljós. En ætli þeir muni gista á sóttvarnarhóteli við komuna til landsins? „Við munum örugglega finna einhverjar leiðir til að gera þetta þannig að það ógni engu þegar kemur að sóttvörnum. En samt þannig að það verður auðvelt að halda þennan fund.“ Utanríkismál Norðurslóðir Bandaríkin Rússland Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna staðfestir fyrirhugaða Íslandsheimsókn Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur staðfest komu sína til Íslands í maí hvar hann mun sækja fund aðildarríkja Norðurskautsráðsins. Þetta staðfesti Blinken í ræðu sem hann flutti í kvöld þar sem meginviðfangsefnið var um forystuhlutverk Bandaríkjanna í loftslagsmálum. 19. apríl 2021 22:46 Ráðherrar mætast fyrst í Reykjavík Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, mun ferðast til Íslands í næsta mánuði. Þá mun hann leiða sendinefnd Rússa á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík og taka við formennsku í ráðinu til næstu tveggja ára. 15. apríl 2021 15:23 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Tilefnið er fundur aðildarríkja Norðurskautsráðsins en ráðið er skipað af Bandaríkjunum, Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Kanada, Noregi, Rússlandi og Svíþjóð. Þá eiga til að mynda Kínverjar áheyrnaraðild að ráðinu. Ísland tók við formennsku í ráðinu í maí 2019 af Finnum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, staðfesti komu sína á fundinn í gær og áður hafði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, gert slíkt hið sama. Hann mun leiða sendinefnd Rússa á fundinum og taka við formennsku í ráðinu af Íslandi til næstu tveggja ára. Önnur mál ekki rædd á fundi Norðurskautsráðs „Fundurinn verður náttúrulega fyrst og fremst um Norðurslóðamálin. Það hefur verið og er skynsamlegt að í ráðinu er aðeins verið að ræða þau mál. En það segir sig sjálft að það mun ekkert skaða að menn hittast. Það kemur bara gott út úr því,“ segir Guðlaugur Þór. „En það er mikil ánægja að sjá að þeir eru báðir eru búnir að tilkynna þátttöku sína og ég á von á því að hinir mæti líka. Það er stórt mál að við erum að halda þennan fund núna.“ Aðalatriðið sé að þegar komi að samtali sem þessu séu Íslendingar alltaf tilbúnir að liðka fyrir. Það muni ekki standa á Íslendingum að hjálpa til við slíkt. Og bjóða fram húsakost sé þess óskað. Höfði og fleiri fundarstaðir til boða „Það liggur fyrir að Reykjavíkurborg er tilbúin til þess að bjóða fram Höfða ef svo ber undir en auðvitað eru margir fleiri fundarstaðir sem koma til greina,“ segir Guðlaugur Þór. 35 ár eru síðan Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev, þá leiðtogar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, funduðu í húsinu. Margur góður fundurinn hefur farið fram í Höfða, bæði fyrir þann tíma og eftir. Guðlaugur leggur áherslu að mjög skynsamlegt sé að halda öðrum álitamálum fyrir utan fund Norðurskautsráðsins. Vilji menn ræða önnur mál sé það gert utan fundarins. Hvort það verði þurfi að koma í ljós. En ætli þeir muni gista á sóttvarnarhóteli við komuna til landsins? „Við munum örugglega finna einhverjar leiðir til að gera þetta þannig að það ógni engu þegar kemur að sóttvörnum. En samt þannig að það verður auðvelt að halda þennan fund.“
Utanríkismál Norðurslóðir Bandaríkin Rússland Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna staðfestir fyrirhugaða Íslandsheimsókn Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur staðfest komu sína til Íslands í maí hvar hann mun sækja fund aðildarríkja Norðurskautsráðsins. Þetta staðfesti Blinken í ræðu sem hann flutti í kvöld þar sem meginviðfangsefnið var um forystuhlutverk Bandaríkjanna í loftslagsmálum. 19. apríl 2021 22:46 Ráðherrar mætast fyrst í Reykjavík Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, mun ferðast til Íslands í næsta mánuði. Þá mun hann leiða sendinefnd Rússa á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík og taka við formennsku í ráðinu til næstu tveggja ára. 15. apríl 2021 15:23 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna staðfestir fyrirhugaða Íslandsheimsókn Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur staðfest komu sína til Íslands í maí hvar hann mun sækja fund aðildarríkja Norðurskautsráðsins. Þetta staðfesti Blinken í ræðu sem hann flutti í kvöld þar sem meginviðfangsefnið var um forystuhlutverk Bandaríkjanna í loftslagsmálum. 19. apríl 2021 22:46
Ráðherrar mætast fyrst í Reykjavík Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, mun ferðast til Íslands í næsta mánuði. Þá mun hann leiða sendinefnd Rússa á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík og taka við formennsku í ráðinu til næstu tveggja ára. 15. apríl 2021 15:23