ESB stefnir á kolefnishlutleysi með nýju loftslagsmarkmiði Kjartan Kjartansson skrifar 21. apríl 2021 10:46 Fultrúa umhverfisnefndar Evrópuþingsins ræddu við fjölmiðla eftir viðræður um ný loftslagslög sem drógust fram á nótt. Vísir/EPA Aðildarríki Evrópusambandsins og Evrópuþingið náðu samkomulagi um að stefna að enn frekari samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda á þessum áratug sem á að gera Evrópu að fyrstu kolefnishlutlausu álfunni um miðja öldina. Íslensk stjórnvöld hafa þegar sagst ætla að taka þátt í nýja markmiðinu. Samkomulagið felur í sér að stefnt verði að í það minnsta 55% samdrætti á losun miðað við árið 1990 fyrir árið 2030. Evrópuþingið vildi upphaflega ganga enn lengra og stefna að 60% samdrætti en ekki náðist samstaða um það. Ríkjum heims ber að auka metnað í loftslagsaðgerðum sínum samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Upphaflegt markmið ESB var 40% samdráttur fyrir lok þessar áratugar. „Pólitísk skuldbinding okkar um að verða fyrsta loftslagshlutlausa álfan fyrir 2050 er núna einnig lagaleg skuldbinding. Loftslagslögin koma ESB á græna braut til næstu kynslóðar,“ sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB í morgun eftir samningaviðræður sem stóðu yfir fram á nótt, að sögn AP-fréttastofunnar. Markmiðið er þó ekki endanlegt ennþá. Aðildarríkin og Evrópuþingið þurfa enn að samþykkja það formlega en það er þó talið aðeins formsatriði úr því sem komið er. Ekki voru allir sáttir við niðurstöðuna. Evrópuþingmenn þýskra Græningja gagnrýndu að of margar bókhaldsbrellur yrðu umbornar til að ná markmiðinu um 55%. Í raun og veru væri aðeins stefnt að 52,8% samdrætti í beinni losun gróðurhúsalofttegunda. Leiðtogar ESB ætla að fjarfunda með Joe Biden Bandaríkjaforseta sem kynnir brátt hert markmið Bandaríkjastjórnar. Michael Bloss, Evrópuþingmaður þýskra Græningja og umhverfissérfræðingur þeirra, segir að aðildarríkin og þingið hafi „þvingað í gegn veikum loftslagslögum fyrir myndatækifæri með Joe Biden forseta“. Þegar íslensk stjórnvöld áttu að uppfæra landsmarkmið sitt í vetur gáfu þau út að Ísland tæki þátt í nýju sameiginlegum markmiði Evrópusambandsins og Noregs um 55% samdrátt. Ekki er ljóst hver hlutdeild Íslands í því markmiði yrði. Íslensk stjórnvöld sömdu um að þau stefndu að 29% samdrætti í losun sinni á gróðurhúsalofttegundum þegar þau tóku þátt í sameiginlega markmiðinu um 40% samdrátt. Kolefnisbinding telji takmarkað upp í markmiðið Með nýju loftslagsmarkmiði ESB verður takmarkað hversu mikið kolefnisbinding telur upp í markmiðið um samdrátt í losun. Breska ríkisútvarpið BBC segir að það eigi að hvetja ríki til þess að draga frekar úr losun en að reyna að binda hana úr lofti eftir á. Óháðu ráði fimmtán fulltrúa verður komið á fót sem á að ráða sambandinu heilt um loftslagsaðgerðir og markmið. Framkvæmdastjórn ESB ætlar svo að kynna frumvarp að loftslagslögum sem eiga að styðja losunarmarkmiðið í júní. Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C á þessari öld og helst innan við 1,5°C sé þess nokkur kostur. Til þess að svo megi verða þurfa ríki heims að draga hratt úr losun á gróðurhúsalofttegundum sem er fyrst og fremst tilkomin vegna bruna á jarðefnaeldsneyti: kolum, olíu og gasi. Vísindamenn vara við því að að hlýnun umfram 2°C fylgdi skæðari hitabylgjur og þurrkar, ákafari úrkoma, frekari veðuröfgar og hækkun yfirborðs sjávar svo eitthvað sé nefnt. Haldi losun mannkynsins áfram óbreytt gæti hlýnunin náð allt frá 3-5°C á þessari öld. Alþjóðaorkumálastofnunin spáði því í gær að sá samdráttur sem hefur orðið í losun gróðurhúsalofttegunda vegna minnkandi efnahagsumsvifa og umferðar í kórónuveiruheimsfaraldrinum gengi nær algerlega til baka á þessu ári. Loftslagsmál Evrópusambandið Tengdar fréttir Telja losun færast í fyrra horf strax á þessu ári Tímabundinn samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda vegna kórónuveirufaraldursins í fyrra gengur nær algerlega til baka á þessu ári ef marka má spá Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA). Útlit er fyrir mestu aukningu í losun á milli ára í meira en áratug. 20. apríl 2021 14:05 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Samkomulagið felur í sér að stefnt verði að í það minnsta 55% samdrætti á losun miðað við árið 1990 fyrir árið 2030. Evrópuþingið vildi upphaflega ganga enn lengra og stefna að 60% samdrætti en ekki náðist samstaða um það. Ríkjum heims ber að auka metnað í loftslagsaðgerðum sínum samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Upphaflegt markmið ESB var 40% samdráttur fyrir lok þessar áratugar. „Pólitísk skuldbinding okkar um að verða fyrsta loftslagshlutlausa álfan fyrir 2050 er núna einnig lagaleg skuldbinding. Loftslagslögin koma ESB á græna braut til næstu kynslóðar,“ sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB í morgun eftir samningaviðræður sem stóðu yfir fram á nótt, að sögn AP-fréttastofunnar. Markmiðið er þó ekki endanlegt ennþá. Aðildarríkin og Evrópuþingið þurfa enn að samþykkja það formlega en það er þó talið aðeins formsatriði úr því sem komið er. Ekki voru allir sáttir við niðurstöðuna. Evrópuþingmenn þýskra Græningja gagnrýndu að of margar bókhaldsbrellur yrðu umbornar til að ná markmiðinu um 55%. Í raun og veru væri aðeins stefnt að 52,8% samdrætti í beinni losun gróðurhúsalofttegunda. Leiðtogar ESB ætla að fjarfunda með Joe Biden Bandaríkjaforseta sem kynnir brátt hert markmið Bandaríkjastjórnar. Michael Bloss, Evrópuþingmaður þýskra Græningja og umhverfissérfræðingur þeirra, segir að aðildarríkin og þingið hafi „þvingað í gegn veikum loftslagslögum fyrir myndatækifæri með Joe Biden forseta“. Þegar íslensk stjórnvöld áttu að uppfæra landsmarkmið sitt í vetur gáfu þau út að Ísland tæki þátt í nýju sameiginlegum markmiði Evrópusambandsins og Noregs um 55% samdrátt. Ekki er ljóst hver hlutdeild Íslands í því markmiði yrði. Íslensk stjórnvöld sömdu um að þau stefndu að 29% samdrætti í losun sinni á gróðurhúsalofttegundum þegar þau tóku þátt í sameiginlega markmiðinu um 40% samdrátt. Kolefnisbinding telji takmarkað upp í markmiðið Með nýju loftslagsmarkmiði ESB verður takmarkað hversu mikið kolefnisbinding telur upp í markmiðið um samdrátt í losun. Breska ríkisútvarpið BBC segir að það eigi að hvetja ríki til þess að draga frekar úr losun en að reyna að binda hana úr lofti eftir á. Óháðu ráði fimmtán fulltrúa verður komið á fót sem á að ráða sambandinu heilt um loftslagsaðgerðir og markmið. Framkvæmdastjórn ESB ætlar svo að kynna frumvarp að loftslagslögum sem eiga að styðja losunarmarkmiðið í júní. Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C á þessari öld og helst innan við 1,5°C sé þess nokkur kostur. Til þess að svo megi verða þurfa ríki heims að draga hratt úr losun á gróðurhúsalofttegundum sem er fyrst og fremst tilkomin vegna bruna á jarðefnaeldsneyti: kolum, olíu og gasi. Vísindamenn vara við því að að hlýnun umfram 2°C fylgdi skæðari hitabylgjur og þurrkar, ákafari úrkoma, frekari veðuröfgar og hækkun yfirborðs sjávar svo eitthvað sé nefnt. Haldi losun mannkynsins áfram óbreytt gæti hlýnunin náð allt frá 3-5°C á þessari öld. Alþjóðaorkumálastofnunin spáði því í gær að sá samdráttur sem hefur orðið í losun gróðurhúsalofttegunda vegna minnkandi efnahagsumsvifa og umferðar í kórónuveiruheimsfaraldrinum gengi nær algerlega til baka á þessu ári.
Loftslagsmál Evrópusambandið Tengdar fréttir Telja losun færast í fyrra horf strax á þessu ári Tímabundinn samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda vegna kórónuveirufaraldursins í fyrra gengur nær algerlega til baka á þessu ári ef marka má spá Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA). Útlit er fyrir mestu aukningu í losun á milli ára í meira en áratug. 20. apríl 2021 14:05 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Telja losun færast í fyrra horf strax á þessu ári Tímabundinn samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda vegna kórónuveirufaraldursins í fyrra gengur nær algerlega til baka á þessu ári ef marka má spá Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA). Útlit er fyrir mestu aukningu í losun á milli ára í meira en áratug. 20. apríl 2021 14:05