Drekkja sorgum sínum á sóttkvíarhótelinu Snorri Másson skrifar 22. apríl 2021 15:26 Eitt stærsta hótel landsins er um þessar mundir sóttkvíarhótel, þar sem fólk er fast inni í herbergi í minnst fimm daga. Þá verður að hafa eitthvað við að vera og margir treysta þar á Bakkus. Vísir/Egill Ekkert kemur í veg fyrir að fólk neyti áfengis á sóttkvíarhótelinu á Fosshóteli, nema ef vera skyldi að það á auðvitað ekki heimangengt úr sóttkví í Vínbúðina. Sú verslun býður ekki upp á heimsendingu. Ef vinir og vandamenn gesta koma færandi hendi er það að sögn hótelstjóra sjálfsögð þjónusta starfsfólks hótelsins að fara með vínið upp á herbergi til gestanna, sem fylla nú 230 af 320 herbergjum hótelsins. Þetta leiðir þó ekki til háskalegs partístands, enda jafnan aðeins einn eða tveir gestir á hverju herbergi: „Fólk má ekki eiga neinn samgang á milli, þannig að þú getur ekki verið með neitt partí. Þú ert þá bara einn að drekkja sorgum þínum uppi á herbergi,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson sóttkvíarhótelstjóri. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins.Stöð 2/Egill Vísi hafa borist ábendingar um gesti sem hafa gengið fullhratt um gleðinnar dyr á hótelinu, jafnvel þannig að öðrum þyki nóg um. „Auðvitað höfum við þurft að biðja fólk um að lækka og eitthvað slíkt, en það hefur ekki verið neitt stórkostlegt vesen með þetta,“ segir Gylfi. Sé gesti fært vín af þriðja aðila er farið með það til hans á herbergið. „Hins vegar ef hann verður síðan til vandræða með þetta þurfum við að grípa inn í það,“ segir Gylfi. Gylfi bendir á að Fríhöfnin sé í fullu fjöri og að margir komi með vín þaðan með sér. Vín er þó ekki selt á sóttkvíarhótelinu. Ekki er nema von að fólk leiti leiða til að stytta sér stundir, enda dvölin minnst fimm dagar og ekki víst að komast yfirleitt út í göngutúr. Sumir komast bara einu sinni út á meðan á dvölinni stendur. Á þessari stundu er farþegum frá níu löndum skylt án undantekninga að fara í sóttkví á hótelinu við komuna til landsins. Á meðal landa þer eru Holland, Pólland, Frakkland og Úrúgvæ. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Svandís segir aðgerðirnar tímabundnar og afmarkaðar en brýnar Heilbrigðisráðherra segir Íslendinga ekki mega láta kappið bera sig ofurliði í aðgerðum gegn covid 19 og gæta meðalhófs. Nýjustu aðgerðirnar miði að því að taka harðar á þeim sem komi til landsins frá hááhættusvæðum. Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarna- og útlendingalögum verði lögfest í kvöld. 21. apríl 2021 19:20 Um 700 gestir með Covid-19 en enginn smitað frá sér Ekkert smit frá upphafi faraldursins hér á landi má rekja til dvalar á sóttkvíarhótelum eða í farsóttarhúsi, jafnvel þótt þúsundir farþega og um 700 smitaðir hafi dvalist á slíkum stöðum. 21. apríl 2021 12:41 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Ef vinir og vandamenn gesta koma færandi hendi er það að sögn hótelstjóra sjálfsögð þjónusta starfsfólks hótelsins að fara með vínið upp á herbergi til gestanna, sem fylla nú 230 af 320 herbergjum hótelsins. Þetta leiðir þó ekki til háskalegs partístands, enda jafnan aðeins einn eða tveir gestir á hverju herbergi: „Fólk má ekki eiga neinn samgang á milli, þannig að þú getur ekki verið með neitt partí. Þú ert þá bara einn að drekkja sorgum þínum uppi á herbergi,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson sóttkvíarhótelstjóri. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins.Stöð 2/Egill Vísi hafa borist ábendingar um gesti sem hafa gengið fullhratt um gleðinnar dyr á hótelinu, jafnvel þannig að öðrum þyki nóg um. „Auðvitað höfum við þurft að biðja fólk um að lækka og eitthvað slíkt, en það hefur ekki verið neitt stórkostlegt vesen með þetta,“ segir Gylfi. Sé gesti fært vín af þriðja aðila er farið með það til hans á herbergið. „Hins vegar ef hann verður síðan til vandræða með þetta þurfum við að grípa inn í það,“ segir Gylfi. Gylfi bendir á að Fríhöfnin sé í fullu fjöri og að margir komi með vín þaðan með sér. Vín er þó ekki selt á sóttkvíarhótelinu. Ekki er nema von að fólk leiti leiða til að stytta sér stundir, enda dvölin minnst fimm dagar og ekki víst að komast yfirleitt út í göngutúr. Sumir komast bara einu sinni út á meðan á dvölinni stendur. Á þessari stundu er farþegum frá níu löndum skylt án undantekninga að fara í sóttkví á hótelinu við komuna til landsins. Á meðal landa þer eru Holland, Pólland, Frakkland og Úrúgvæ.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Svandís segir aðgerðirnar tímabundnar og afmarkaðar en brýnar Heilbrigðisráðherra segir Íslendinga ekki mega láta kappið bera sig ofurliði í aðgerðum gegn covid 19 og gæta meðalhófs. Nýjustu aðgerðirnar miði að því að taka harðar á þeim sem komi til landsins frá hááhættusvæðum. Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarna- og útlendingalögum verði lögfest í kvöld. 21. apríl 2021 19:20 Um 700 gestir með Covid-19 en enginn smitað frá sér Ekkert smit frá upphafi faraldursins hér á landi má rekja til dvalar á sóttkvíarhótelum eða í farsóttarhúsi, jafnvel þótt þúsundir farþega og um 700 smitaðir hafi dvalist á slíkum stöðum. 21. apríl 2021 12:41 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Svandís segir aðgerðirnar tímabundnar og afmarkaðar en brýnar Heilbrigðisráðherra segir Íslendinga ekki mega láta kappið bera sig ofurliði í aðgerðum gegn covid 19 og gæta meðalhófs. Nýjustu aðgerðirnar miði að því að taka harðar á þeim sem komi til landsins frá hááhættusvæðum. Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarna- og útlendingalögum verði lögfest í kvöld. 21. apríl 2021 19:20
Um 700 gestir með Covid-19 en enginn smitað frá sér Ekkert smit frá upphafi faraldursins hér á landi má rekja til dvalar á sóttkvíarhótelum eða í farsóttarhúsi, jafnvel þótt þúsundir farþega og um 700 smitaðir hafi dvalist á slíkum stöðum. 21. apríl 2021 12:41