Herra Hnetusmjör hættur við mótmæli í bili Snorri Másson skrifar 22. apríl 2021 13:05 Herra Hnetusmjör hefur gengið fram fyrir skjöldu sem ötull talsmaður þess að landamærunum sé lokað í sóttvarnaskyni. Vísir Ekkert verður af áformum rapparans Herra Hnetusmjör um að stífla Reykjanesbrautina í mótmælaskyni í bili. Eftir að frumvarp um skylduvist á sóttkvíarhóteli fyrir ákveðna hópa var samþykkt í gær, telur rapparinn mótmæli ekki nauðsynleg „AÐ SVÖ STÖDDU“, eins og hann skrifaði í hástöfum á hringrás sinni á Instagram um hádegisbil í dag. Áformin virðast þó aðeins geymd, en ekki gleymd. „Það er greinilegt að það er hópur fólks sem fylgist grannt með gangi smita í gegnum landamærin og er fljótur að láta í sér heyra ef þess þarf,“ skrifar rapparinn, Árni Páll Árnason. Yfirlýsing rappara um frumvarp um sóttvarnalög og útlendinga.Instagram Það sem fékk Árna til að hverfa frá boðuðum mótmælum var að hans sögn ákvæði sem kveður á um að sóttvarnalæknir skilgreini helstu hááhættusvæðin fyrir heilbrigðisráðherra, svo að hægt sé að skikka farþega frá þeim á sóttkvíarhótel við komuna til landsins. „Það hefur sýnt sig að um leið og ríkisstjórnin hefur reynt að taka ákvarðanir sjálf án innleggs frá Þórólfi þá fer allt í steik. Almannahagsmunir eru númer eitt og ég tel að með þessari skýru breytingu verða þeir hafðir að leiðarljósi,“ skrifar rapparinn. Herra Hnetusmjör kynnti fyrst hugmyndir sínar um að stífla landamærin í viðtali í síðustu viku en þær hafa síðan mætt harðri gagnrýni, meðal annars frá Pawel Bartoszek, forseta borgarstjórnar. Hann sagði áformin ógeðfelld. Upphaflega var krafa rapparans að landamærunum yrði lokað, eins og það var orðað, til þess að veiran rataði ekki inn í landið í sama mæli og hún hefur verið að gera vegna ferðamanna sem rjúfa sóttkví. Að mati Herra Hnetusmjörs hefur að nokkru leyti verið orðið við því með breytingum frumvarpsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Tengdar fréttir Þórólfur órólegur vegna stöðunnar Átta af þeim sautján sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær voru ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir er órólegur vegna stöðunnar og segir ljóst að veiran sé búin að dreifa sér víða. 22. apríl 2021 11:59 Um 700 gestir með Covid-19 en enginn smitað frá sér Ekkert smit frá upphafi faraldursins hér á landi má rekja til dvalar á sóttkvíarhótelum eða í farsóttarhúsi, jafnvel þótt þúsundir farþega og um 700 smitaðir hafi dvalist á slíkum stöðum. 21. apríl 2021 12:41 „Við þurfum að sýna ríkisstjórninni að við erum komin með nóg“ Rapparinn Herra Hnetusmjör hefur undanfarið gengið fram fyrir skjöldu á Instagram sem talsmaður þess að loka landinu til þess að varna kórónuveirunni vegar inn í landið. Hann var harðorður í garð stjórnvalda í gær. 7. apríl 2021 11:07 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira
Eftir að frumvarp um skylduvist á sóttkvíarhóteli fyrir ákveðna hópa var samþykkt í gær, telur rapparinn mótmæli ekki nauðsynleg „AÐ SVÖ STÖDDU“, eins og hann skrifaði í hástöfum á hringrás sinni á Instagram um hádegisbil í dag. Áformin virðast þó aðeins geymd, en ekki gleymd. „Það er greinilegt að það er hópur fólks sem fylgist grannt með gangi smita í gegnum landamærin og er fljótur að láta í sér heyra ef þess þarf,“ skrifar rapparinn, Árni Páll Árnason. Yfirlýsing rappara um frumvarp um sóttvarnalög og útlendinga.Instagram Það sem fékk Árna til að hverfa frá boðuðum mótmælum var að hans sögn ákvæði sem kveður á um að sóttvarnalæknir skilgreini helstu hááhættusvæðin fyrir heilbrigðisráðherra, svo að hægt sé að skikka farþega frá þeim á sóttkvíarhótel við komuna til landsins. „Það hefur sýnt sig að um leið og ríkisstjórnin hefur reynt að taka ákvarðanir sjálf án innleggs frá Þórólfi þá fer allt í steik. Almannahagsmunir eru númer eitt og ég tel að með þessari skýru breytingu verða þeir hafðir að leiðarljósi,“ skrifar rapparinn. Herra Hnetusmjör kynnti fyrst hugmyndir sínar um að stífla landamærin í viðtali í síðustu viku en þær hafa síðan mætt harðri gagnrýni, meðal annars frá Pawel Bartoszek, forseta borgarstjórnar. Hann sagði áformin ógeðfelld. Upphaflega var krafa rapparans að landamærunum yrði lokað, eins og það var orðað, til þess að veiran rataði ekki inn í landið í sama mæli og hún hefur verið að gera vegna ferðamanna sem rjúfa sóttkví. Að mati Herra Hnetusmjörs hefur að nokkru leyti verið orðið við því með breytingum frumvarpsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Tengdar fréttir Þórólfur órólegur vegna stöðunnar Átta af þeim sautján sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær voru ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir er órólegur vegna stöðunnar og segir ljóst að veiran sé búin að dreifa sér víða. 22. apríl 2021 11:59 Um 700 gestir með Covid-19 en enginn smitað frá sér Ekkert smit frá upphafi faraldursins hér á landi má rekja til dvalar á sóttkvíarhótelum eða í farsóttarhúsi, jafnvel þótt þúsundir farþega og um 700 smitaðir hafi dvalist á slíkum stöðum. 21. apríl 2021 12:41 „Við þurfum að sýna ríkisstjórninni að við erum komin með nóg“ Rapparinn Herra Hnetusmjör hefur undanfarið gengið fram fyrir skjöldu á Instagram sem talsmaður þess að loka landinu til þess að varna kórónuveirunni vegar inn í landið. Hann var harðorður í garð stjórnvalda í gær. 7. apríl 2021 11:07 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira
Þórólfur órólegur vegna stöðunnar Átta af þeim sautján sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær voru ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir er órólegur vegna stöðunnar og segir ljóst að veiran sé búin að dreifa sér víða. 22. apríl 2021 11:59
Um 700 gestir með Covid-19 en enginn smitað frá sér Ekkert smit frá upphafi faraldursins hér á landi má rekja til dvalar á sóttkvíarhótelum eða í farsóttarhúsi, jafnvel þótt þúsundir farþega og um 700 smitaðir hafi dvalist á slíkum stöðum. 21. apríl 2021 12:41
„Við þurfum að sýna ríkisstjórninni að við erum komin með nóg“ Rapparinn Herra Hnetusmjör hefur undanfarið gengið fram fyrir skjöldu á Instagram sem talsmaður þess að loka landinu til þess að varna kórónuveirunni vegar inn í landið. Hann var harðorður í garð stjórnvalda í gær. 7. apríl 2021 11:07