„Aldrei verið eins lítil ástæða til að veita lagastoð jafnmikilli valdbeitingu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 22. apríl 2021 14:15 Sigríður Andersen er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Arnar Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var önnur þeirra tveggja þingmanna sem ekki studdu frumvarp heilbrigðisráðherra um sóttvarnarhús og ráðstafanir á landamærum. Hún segir aldrei hafa verið eins litla ástæðu til að veita jafnmikilli valdbeitingu á landamærunum lagastoð. „Afstaða mín bara helgast af því að það hefur bara aldrei verið eins lítil ástæða til að veita lagastoð jafnmikilli valdbeitingu að þarna er um að ræða. Það liggur fyrir að nýgengi á landamærum hefur aldrei verið lægra og það hyllir núna undir afnám sóttvarnaaðgerða því okkur gengur vel að bólusetja okkar viðkvæmasta fólk,“ segir Sigríður. „Og jafnvel fréttir frá því í nótt um að von sé á tugþúsundum bóluefna í næstu viku umfram það sem var áætlað. Og það kom ekkert fram í velferðarnefndinni sem vék þessum sjónarmiðum til hliðar nema síður sé,“ bætir hún við. Gengið hafi vel í faraldrinum hér landi með því að höfða til samstarfsvilja almennings og með því að leggja áherslu á persónubundnar sóttvarnir. „Ég tel enga ástæðu til þess að grípa núna til svona valdbeitinga með þessum hætti en það er kannski bót í máli að þetta ákvæði, heimild ráðherranna, gildir til lok júní en þau reglugerðardrög sem við fengum að sjá eiga bara að gilda til lok maí þannig það er bót í máli. En svona heilt yfir þá stend ég við þá skoðun sem ég lýsti því ég hef ekki fengið nein rök fyrir öðru um að það sé ekkert tilefni til þessara valdbeitinga,“ segir Sigríður. Aðspurð segist hún standa við þessa skoðun sína, þrátt fyrir nýlegt dæmi um að einstaklingar hafi brotið sóttkví og einangrun með þeim afleiðingum að margir smituðust og fjölmargir hafi þurft að fara í sóttkví. „Það er vítavert ef fólk fylgir ekki lögum um sóttkví og einangrun þegar menn eru smitaðir. En nýlegar fréttir af sóttkvíarbrotum, lagabreytingin hefði engu breyttí því tilliti eftir því sem ég kemst næst. Það verður líka að líta á þetta í því samhengi að sóttkvíarbrotin í upphafi faraldurs hafa ekki verið mörg. Ég hef reyndar kallað eftir því að fá upplýsingar um það gagnvart þeim brotum sem hefur verið upplýst um, hversu mörg þau brot hafa leitt til smits en ég hef ekki fengið þær upplýsingar. Þannig mér hefur ekki fundist þetta vera umfangsmikið í stóra samhenginu,“ svarar Sigríður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira
„Afstaða mín bara helgast af því að það hefur bara aldrei verið eins lítil ástæða til að veita lagastoð jafnmikilli valdbeitingu að þarna er um að ræða. Það liggur fyrir að nýgengi á landamærum hefur aldrei verið lægra og það hyllir núna undir afnám sóttvarnaaðgerða því okkur gengur vel að bólusetja okkar viðkvæmasta fólk,“ segir Sigríður. „Og jafnvel fréttir frá því í nótt um að von sé á tugþúsundum bóluefna í næstu viku umfram það sem var áætlað. Og það kom ekkert fram í velferðarnefndinni sem vék þessum sjónarmiðum til hliðar nema síður sé,“ bætir hún við. Gengið hafi vel í faraldrinum hér landi með því að höfða til samstarfsvilja almennings og með því að leggja áherslu á persónubundnar sóttvarnir. „Ég tel enga ástæðu til þess að grípa núna til svona valdbeitinga með þessum hætti en það er kannski bót í máli að þetta ákvæði, heimild ráðherranna, gildir til lok júní en þau reglugerðardrög sem við fengum að sjá eiga bara að gilda til lok maí þannig það er bót í máli. En svona heilt yfir þá stend ég við þá skoðun sem ég lýsti því ég hef ekki fengið nein rök fyrir öðru um að það sé ekkert tilefni til þessara valdbeitinga,“ segir Sigríður. Aðspurð segist hún standa við þessa skoðun sína, þrátt fyrir nýlegt dæmi um að einstaklingar hafi brotið sóttkví og einangrun með þeim afleiðingum að margir smituðust og fjölmargir hafi þurft að fara í sóttkví. „Það er vítavert ef fólk fylgir ekki lögum um sóttkví og einangrun þegar menn eru smitaðir. En nýlegar fréttir af sóttkvíarbrotum, lagabreytingin hefði engu breyttí því tilliti eftir því sem ég kemst næst. Það verður líka að líta á þetta í því samhengi að sóttkvíarbrotin í upphafi faraldurs hafa ekki verið mörg. Ég hef reyndar kallað eftir því að fá upplýsingar um það gagnvart þeim brotum sem hefur verið upplýst um, hversu mörg þau brot hafa leitt til smits en ég hef ekki fengið þær upplýsingar. Þannig mér hefur ekki fundist þetta vera umfangsmikið í stóra samhenginu,“ svarar Sigríður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira