Börn getin eftir Tsjernóbyl-slysið erfa ekki skaðann sem foreldrarnir urðu fyrir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. apríl 2021 08:17 Kona myndar rústir skemmtigarðs í Prypyat. epa/Oleg Petrasyuk Einstaklingar sem urðu fyrir geislamengun í Tsjernóbyl arfleiða börnin sín ekki að þeim skaða sem þeir kunna sjálfir að hafa orðið fyrir. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar á börnum foreldra sem unnu við hreinsun eftir kjarnorkuslysið. Rannsakendurnir fengu til liðs við sig heilar fjölskyldur og raðgreindu erfðamengi móður, föður og barna. Börnin voru getin eftir slysið og fæddust á árunum 1987 til 2002. Engar erfðabreytingar fundust hjá börnunum sem tengja mátti við þá geislamengun sem foreldrarnir urðu fyrir. Einn rannsakendanna, Dr. Stephen Chanock, segir um 50 til 100 nýjar erfðabreytingar finnast hjá nýjum kynslóðum en þær séu handahófskenndar og „kubbar þróunarinnar“, eins og hann kemst að orði. Þannig verði smám saman breytingar á erfðamenginu, með fæðingu hvers einasta barns. Hins vera hefðu rannsakendurnir varið níu mánuðum í að leita að breytingum sem þeir gætu tengt við geislamengandi umhverfi foreldranna fyrir getnað en fundið engar. Sundlaug í Prypyat.epa/Sergey Dolzhenko „Það voru margir hræddir við að eignast börn eftir kjarnorkusprengjurnar,“ segir Gerry Thomas, prófessor við Imperial College London, við BBC News. „Og fólk sem var hrætt við að eiga börn eftir slysið í Fukushima, af því að það óttaðist að börnin yrðu fyrir áhrifum vegna þeirrar geislamengunar sem foreldarnir urðu fyrir. Það er átakanlegt. Og ef við getum sýnt fram á að hún hefur engin áhrif, þá getum við vonandi slegið á þær áhyggjur.“ Thomas kom ekki að umræddri rannsókn en stóð fyrir annarri þar sem rannsakendur skoðuðu skjaldkirtilskrabbamein af völdum Tsjernóbyl-slyssins en talið er að um 5.000 einstaklingar hafi fengið slík krabbamein. Niðurstaða þeirrar rannsóknar var sú að skjaldkirtilskrabbamein af völdum geislamengunar væri ekki frábrugðið „hefðbundnu“ skjaldkirtilskrabbameini og því væri engin ástæða til að ætla annað en að ekki væri hægt að meðhöndla þau með sömu meðferð, með sama árangri. BBC greindi frá. Úkraína Kjarnorka Tsjernobyl Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Rannsakendurnir fengu til liðs við sig heilar fjölskyldur og raðgreindu erfðamengi móður, föður og barna. Börnin voru getin eftir slysið og fæddust á árunum 1987 til 2002. Engar erfðabreytingar fundust hjá börnunum sem tengja mátti við þá geislamengun sem foreldrarnir urðu fyrir. Einn rannsakendanna, Dr. Stephen Chanock, segir um 50 til 100 nýjar erfðabreytingar finnast hjá nýjum kynslóðum en þær séu handahófskenndar og „kubbar þróunarinnar“, eins og hann kemst að orði. Þannig verði smám saman breytingar á erfðamenginu, með fæðingu hvers einasta barns. Hins vera hefðu rannsakendurnir varið níu mánuðum í að leita að breytingum sem þeir gætu tengt við geislamengandi umhverfi foreldranna fyrir getnað en fundið engar. Sundlaug í Prypyat.epa/Sergey Dolzhenko „Það voru margir hræddir við að eignast börn eftir kjarnorkusprengjurnar,“ segir Gerry Thomas, prófessor við Imperial College London, við BBC News. „Og fólk sem var hrætt við að eiga börn eftir slysið í Fukushima, af því að það óttaðist að börnin yrðu fyrir áhrifum vegna þeirrar geislamengunar sem foreldarnir urðu fyrir. Það er átakanlegt. Og ef við getum sýnt fram á að hún hefur engin áhrif, þá getum við vonandi slegið á þær áhyggjur.“ Thomas kom ekki að umræddri rannsókn en stóð fyrir annarri þar sem rannsakendur skoðuðu skjaldkirtilskrabbamein af völdum Tsjernóbyl-slyssins en talið er að um 5.000 einstaklingar hafi fengið slík krabbamein. Niðurstaða þeirrar rannsóknar var sú að skjaldkirtilskrabbamein af völdum geislamengunar væri ekki frábrugðið „hefðbundnu“ skjaldkirtilskrabbameini og því væri engin ástæða til að ætla annað en að ekki væri hægt að meðhöndla þau með sömu meðferð, með sama árangri. BBC greindi frá.
Úkraína Kjarnorka Tsjernobyl Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira