Rólegt við Elliðavatn á fyrsta degi Karl Lúðvíksson skrifar 23. apríl 2021 10:18 Fallegur urriði úr Elliðavatni Mynd: KL Elliðavatn opnaði fyrir veiðimönnum í gær en þrátt fyrir nokkurt fjölmenni var frekar rólegt og veiðin rýr. Það voru samt nokkrir sem fengu einn og einn fisk eftir okkar fréttum og þar af einn sem fékk þrjá urriða í þremur köstum strax um morgunin en svo ekki söguna meir. Þeir fiskar veiddust allir á rauða Lippu sem er einn veiðnasti urriðaspúnn sem undirritaður hefur prófað og það var greinilegt að það var að virka svona í morgunsárið. Við Helluvatn var veiðimaður sem missti einn rígvænann urriða á flugu eftir nokkuð harða baráttu og náðist hann í tvígang mjög nálægt landi og taldi veiðimaðurinn að sá hefði verið 5-6 pund en þannig urriðar sjást oft í vatninu á vorinn og synda hungraðir um og stökkva oft fljótt á fyrstu flugurnar. Þær flugur sem menn voru að nota mest í gær voru litlar straumflugur en þó var einn sem fór að róðum okkar og notaði Olive fluguna hans Nils Folmer. Sá fékk einn urriða og missti annan undir Elliðavatnsbænum. Þegar kalt er í lofti má gjarnan nefna að best hefur gefist að nota hægsökkvandi línur og strippa straumflugur nokkuð hratt. Stangveiði Mest lesið 11 punda, spikfeitur og silfurgljáandi urriði úr Mjósundi í Laxá í Mývatnssveit Veiði Hítará óveiðandi dögum saman; 400 laxar á þurru Veiði Stórbleikja úr Eyjafjarðará Veiði Ytri-Rangá efst: Ævintýraleg veiði í Selá í Vopnafirði Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Silungasvæðið í Miðfjarðará komið á Veiða.is Veiði Staða íslenska laxins góð í alþjóðlegu tilliti Veiði Léleg vorveiði í Bretlandi og Skotlandi Veiði 126 laxa holl í Langá á Mýrum Veiði Mikið af ref á veiðislóðum Veiði
Það voru samt nokkrir sem fengu einn og einn fisk eftir okkar fréttum og þar af einn sem fékk þrjá urriða í þremur köstum strax um morgunin en svo ekki söguna meir. Þeir fiskar veiddust allir á rauða Lippu sem er einn veiðnasti urriðaspúnn sem undirritaður hefur prófað og það var greinilegt að það var að virka svona í morgunsárið. Við Helluvatn var veiðimaður sem missti einn rígvænann urriða á flugu eftir nokkuð harða baráttu og náðist hann í tvígang mjög nálægt landi og taldi veiðimaðurinn að sá hefði verið 5-6 pund en þannig urriðar sjást oft í vatninu á vorinn og synda hungraðir um og stökkva oft fljótt á fyrstu flugurnar. Þær flugur sem menn voru að nota mest í gær voru litlar straumflugur en þó var einn sem fór að róðum okkar og notaði Olive fluguna hans Nils Folmer. Sá fékk einn urriða og missti annan undir Elliðavatnsbænum. Þegar kalt er í lofti má gjarnan nefna að best hefur gefist að nota hægsökkvandi línur og strippa straumflugur nokkuð hratt.
Stangveiði Mest lesið 11 punda, spikfeitur og silfurgljáandi urriði úr Mjósundi í Laxá í Mývatnssveit Veiði Hítará óveiðandi dögum saman; 400 laxar á þurru Veiði Stórbleikja úr Eyjafjarðará Veiði Ytri-Rangá efst: Ævintýraleg veiði í Selá í Vopnafirði Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Silungasvæðið í Miðfjarðará komið á Veiða.is Veiði Staða íslenska laxins góð í alþjóðlegu tilliti Veiði Léleg vorveiði í Bretlandi og Skotlandi Veiði 126 laxa holl í Langá á Mýrum Veiði Mikið af ref á veiðislóðum Veiði