„Þetta var alveg svakalega mikið högg“ Stefán Árni Pálsson skrifar 23. apríl 2021 15:32 Anna Fríða Gísladóttir vinnur í dag sem markaðsstjóri BioEffect en var orðin markaðsstjóri Dominos á Íslandi 24 ára. @saga sig Anna Fríða Gísladóttir starfar í dag sem markaðsstjóri og er hún nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Hún er metnaðarfull, lífsglöð, ákveðin og skelegg og vill veita góða þjónustu og hikar ekki við að taka þátt í öllu starfi sinnar deildar. Suma daga þýðir það að rífa upp tommustokkinn og mæla pizzustærð af natni, þann næsta er það lífefnafræði. Anna Fríða er reynslumeiri en flestir á hennar aldri í geiranum, en hún stökk í djúpu laugina þegar hún varð markaðsstjóri hjá Dominos einungis 24 ára að aldri. Þá kom sér vel að hafa óbilandi trú á sjálfri sér. Enn þann dag í dag veit Anna ekki hvað hún ætlar að verða þegar hún verður stór og nýtur þess að sjá hvað lífið, þessi stóra röð tilviljana, færir henni næst. Í dag starfar hún sem markaðstjóri BioEffect þar sem hún er að vinna að alþjóðamarkaðssetningu. Hér að neðan má hlusta á brot úr þættinum. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Anna Fríða Gísladóttir Faðir Önnu var bráðkvaddur þegar hún var átján ára og hún telur að það hafi haft mikil áhrif á það hvernig hún lítur á tilveruna. „Þetta var alvega svakalega mikið högg og það sem situr alltaf mest hjá manni og er eiginlega erfiðast eru ekki endilega að hugsa um stundirnar sem við áttum saman heldur frekar stundirnar sem verða ekki,“ segir Anna Fríða og heldur áfram. „Þarna er ég í Versló og ég er allt önnur manneskja í dag. Við eigum í raun miklu meira sameiginlegt í dag. Ég er alin upp af yndislegri móður en vissulega hafði þetta áhrif. Lífið er stutt og maður veit aldrei. Það er svo ógeðslega ófyrirsjáanlegt hvað gerist og það er eitthvað sem maður verður að hafa í huga. Eins og með vinnu, ef það er leiðinlegt í vinnunni þinni þá þarft þú að fara gera eitthvað annað. Ef þú ert í óhamingjusömu sambandi þarft þú að fara huga að því, annaðhvort að laga það eða hættir.“ Hún segir að það sé alltaf erfitt að missa einhvern nákominn en það sé vissulega misjafnt. „Ég hef misst ömmur og afa sem voru bara orðin gömul og þá hugsar maður bara fallega til þeirra. Þá er sorgin aðeins öðruvísi.“ Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Snæbjörn talar við fólk Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Sjá meira
Hún er metnaðarfull, lífsglöð, ákveðin og skelegg og vill veita góða þjónustu og hikar ekki við að taka þátt í öllu starfi sinnar deildar. Suma daga þýðir það að rífa upp tommustokkinn og mæla pizzustærð af natni, þann næsta er það lífefnafræði. Anna Fríða er reynslumeiri en flestir á hennar aldri í geiranum, en hún stökk í djúpu laugina þegar hún varð markaðsstjóri hjá Dominos einungis 24 ára að aldri. Þá kom sér vel að hafa óbilandi trú á sjálfri sér. Enn þann dag í dag veit Anna ekki hvað hún ætlar að verða þegar hún verður stór og nýtur þess að sjá hvað lífið, þessi stóra röð tilviljana, færir henni næst. Í dag starfar hún sem markaðstjóri BioEffect þar sem hún er að vinna að alþjóðamarkaðssetningu. Hér að neðan má hlusta á brot úr þættinum. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Anna Fríða Gísladóttir Faðir Önnu var bráðkvaddur þegar hún var átján ára og hún telur að það hafi haft mikil áhrif á það hvernig hún lítur á tilveruna. „Þetta var alvega svakalega mikið högg og það sem situr alltaf mest hjá manni og er eiginlega erfiðast eru ekki endilega að hugsa um stundirnar sem við áttum saman heldur frekar stundirnar sem verða ekki,“ segir Anna Fríða og heldur áfram. „Þarna er ég í Versló og ég er allt önnur manneskja í dag. Við eigum í raun miklu meira sameiginlegt í dag. Ég er alin upp af yndislegri móður en vissulega hafði þetta áhrif. Lífið er stutt og maður veit aldrei. Það er svo ógeðslega ófyrirsjáanlegt hvað gerist og það er eitthvað sem maður verður að hafa í huga. Eins og með vinnu, ef það er leiðinlegt í vinnunni þinni þá þarft þú að fara gera eitthvað annað. Ef þú ert í óhamingjusömu sambandi þarft þú að fara huga að því, annaðhvort að laga það eða hættir.“ Hún segir að það sé alltaf erfitt að missa einhvern nákominn en það sé vissulega misjafnt. „Ég hef misst ömmur og afa sem voru bara orðin gömul og þá hugsar maður bara fallega til þeirra. Þá er sorgin aðeins öðruvísi.“ Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni.
Snæbjörn talar við fólk Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Sjá meira