Klopp ekki fengið afsökunarbeiðni frá Henry Valur Páll Eiríksson skrifar 23. apríl 2021 17:00 Klopp segir ekki þörf á því að Henry biðji hann persónulega afsökunar. Getty Images/John Powell Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur ekki fengið persónulega afsökunarbeiðni frá John W. Henry, eiganda félagsins, vegna tilraunar til stofnunnar Ofurdeildarinnar fyrr í vikunni. Klopp segir það óþarft. Henry bað stuðningsmenn félagsins, auk leikmanna og þjálfaraliðs, afsökunar á aðkomu félagsins að Ofurdeildinni á miðvikudag. Klopp sagði blaðamanni í dag að sú afsökunarbeiðni hafi dugað sér. „Mér finnst ekki vera þörf á því. Það var minnst á mig í afsökunarbeiðninni, sem og liðið. Það var nógu persónulegt fyrir mig.“ sagði Klopp aðspurður um afsökunarbeiðni frá stjórnendum. „Ég hef þekkt eigendurna í sex ár. Það hafa ef til vill verið augnablik þar sem þeir taka ranga ákvörðun, sem var klárlega staðan núna. En það breytir engu fyrir mig, mér þykir betra að glíma við vandamál með fólki sem ég þekki.“ bætti Klopp við. Stjórnarmenn Liverpool hafa sætt mikilli gagnrýni fyrir ákvörðun sína og hefur í því samhengi verið talað um brostið samband við stuðningsmenn félagsins. Stuðningsmannafélagið Spirit of Shankly gaf til að mynda lítið fyrir afsökunarbeiðni eigandans. Klopp vonast þó til að hægt sé að brúa bilið þar á milli. „Ég vona innilega að sambandið milli okkar og stuðningsmannana geti styrkst enn frekar, og að við dveljum ekki við mistök fortíðarinnar,“ sagði Klopp og bætti við: „Þeir eru góðar manneskjur, ég þekki eigendurna, þeir eru ekki fullkomnir, rétt eins og ég er ekki fullkominn, en þeir eru ekki slæmt fólk.“ Fyrst að Ofurdeildin verður ekki að veruleika í haust, berst Liverpool fyrir Meistaradeildarsæti í ensku úrvalsdeildinni. Eftir 1-1 jafntefli við Leeds United á mánudagskvöld situr liðið í sjöunda sæti deildarinnar með 53 stig, líkt og Tottenham Hotspur sem er sæti ofar. Chelsea og West Ham United eru með tveimur stigum meira í fjórða og fimmta sæti. Liverpool mætir Newcastle United á Anfield klukkan 11:30 á morgun. Ofurdeildin Tengdar fréttir „Fólki finnst þessi ákvörðun ganga gegn því sem Liverpool stendur fyrir“ Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla og einn af forsprökkum Liverpool-stuðningsmannasíðunnar kop.is, segir að það hafi verið risa skref fyrir Liverpool að segja sig úr Evrópukeppnum og ganga til liðs við ofurdeildina. Hann óttast að knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp gæti stigið frá borði. 20. apríl 2021 14:00 „Of lítið, of seint“ Stuðningsmannahópur Liverpool með nafnið Spirit of Shankly gefur ekki mikið fyrir afsökunarbeiðni John W Henry, eiganda félagsins, í morgun. 22. apríl 2021 07:00 JP Morgan rekur enn einn naglann í kistu ofurdeildarinnar Bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan hefur hætt við að styðja ofurdeildina. JP Morgan hafði veitt ofurdeildinni vilyrði fyrir láni upp á þrjá og hálfan milljarð punda. 23. apríl 2021 13:00 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Sjá meira
Henry bað stuðningsmenn félagsins, auk leikmanna og þjálfaraliðs, afsökunar á aðkomu félagsins að Ofurdeildinni á miðvikudag. Klopp sagði blaðamanni í dag að sú afsökunarbeiðni hafi dugað sér. „Mér finnst ekki vera þörf á því. Það var minnst á mig í afsökunarbeiðninni, sem og liðið. Það var nógu persónulegt fyrir mig.“ sagði Klopp aðspurður um afsökunarbeiðni frá stjórnendum. „Ég hef þekkt eigendurna í sex ár. Það hafa ef til vill verið augnablik þar sem þeir taka ranga ákvörðun, sem var klárlega staðan núna. En það breytir engu fyrir mig, mér þykir betra að glíma við vandamál með fólki sem ég þekki.“ bætti Klopp við. Stjórnarmenn Liverpool hafa sætt mikilli gagnrýni fyrir ákvörðun sína og hefur í því samhengi verið talað um brostið samband við stuðningsmenn félagsins. Stuðningsmannafélagið Spirit of Shankly gaf til að mynda lítið fyrir afsökunarbeiðni eigandans. Klopp vonast þó til að hægt sé að brúa bilið þar á milli. „Ég vona innilega að sambandið milli okkar og stuðningsmannana geti styrkst enn frekar, og að við dveljum ekki við mistök fortíðarinnar,“ sagði Klopp og bætti við: „Þeir eru góðar manneskjur, ég þekki eigendurna, þeir eru ekki fullkomnir, rétt eins og ég er ekki fullkominn, en þeir eru ekki slæmt fólk.“ Fyrst að Ofurdeildin verður ekki að veruleika í haust, berst Liverpool fyrir Meistaradeildarsæti í ensku úrvalsdeildinni. Eftir 1-1 jafntefli við Leeds United á mánudagskvöld situr liðið í sjöunda sæti deildarinnar með 53 stig, líkt og Tottenham Hotspur sem er sæti ofar. Chelsea og West Ham United eru með tveimur stigum meira í fjórða og fimmta sæti. Liverpool mætir Newcastle United á Anfield klukkan 11:30 á morgun.
Ofurdeildin Tengdar fréttir „Fólki finnst þessi ákvörðun ganga gegn því sem Liverpool stendur fyrir“ Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla og einn af forsprökkum Liverpool-stuðningsmannasíðunnar kop.is, segir að það hafi verið risa skref fyrir Liverpool að segja sig úr Evrópukeppnum og ganga til liðs við ofurdeildina. Hann óttast að knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp gæti stigið frá borði. 20. apríl 2021 14:00 „Of lítið, of seint“ Stuðningsmannahópur Liverpool með nafnið Spirit of Shankly gefur ekki mikið fyrir afsökunarbeiðni John W Henry, eiganda félagsins, í morgun. 22. apríl 2021 07:00 JP Morgan rekur enn einn naglann í kistu ofurdeildarinnar Bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan hefur hætt við að styðja ofurdeildina. JP Morgan hafði veitt ofurdeildinni vilyrði fyrir láni upp á þrjá og hálfan milljarð punda. 23. apríl 2021 13:00 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Sjá meira
„Fólki finnst þessi ákvörðun ganga gegn því sem Liverpool stendur fyrir“ Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla og einn af forsprökkum Liverpool-stuðningsmannasíðunnar kop.is, segir að það hafi verið risa skref fyrir Liverpool að segja sig úr Evrópukeppnum og ganga til liðs við ofurdeildina. Hann óttast að knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp gæti stigið frá borði. 20. apríl 2021 14:00
„Of lítið, of seint“ Stuðningsmannahópur Liverpool með nafnið Spirit of Shankly gefur ekki mikið fyrir afsökunarbeiðni John W Henry, eiganda félagsins, í morgun. 22. apríl 2021 07:00
JP Morgan rekur enn einn naglann í kistu ofurdeildarinnar Bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan hefur hætt við að styðja ofurdeildina. JP Morgan hafði veitt ofurdeildinni vilyrði fyrir láni upp á þrjá og hálfan milljarð punda. 23. apríl 2021 13:00