Pauline Hammarlund kom Hacken yfir á 16. mínútu leiksins eftir sendingu frá Stinu Blackstenius. Staðan orðin 1-0 og þannig var hún er flautað var til loka fyrri hálfleiks.
Pauline Hammarlund gör 1 0 för @bkhackenofcl mot Växjö. Första målet på hemmaplan i klubbens historia. pic.twitter.com/NrG5zsLs29
— Sportbladet (@sportbladet) April 23, 2021
Í upphafi síðari hálfleiks skiptu þær Hammarlund og Blackstenius um hlutverk. Þá skoraði sú síðarnefnda eftir sendingu Hammarlund. Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur leiksins. Häcken byrjar því mótið á tveimur sigrum og hefur ekki enn fengið á sig mark.
Stina Blackstenius pangar in 2 0 för @bkhackenofcl mot Växjö pic.twitter.com/bhYqMyd5ef
— Sportbladet (@sportbladet) April 23, 2021
Íslendingaslagur Kristianstad og Djurgarden verður sýndur beint á Stöð 2 Sport á morgun.