Hlíðarbúar vilja smurbrauð í stað smurolíu Eiður Þór Árnason skrifar 23. apríl 2021 20:25 Smurstöðin er vel staðsett nærri íbúðabyggð og Bústaðavegi. Jóhanna Svala Rafnsdóttir Íbúar í Hlíðum vilja sjá veitingarekstur í gömlu smurstöðinni við Skógarhlíð og fá kaffi og kruðerí þar sem nú fæst bensín og smurolía. Á ýmist að skipta út einum svörtum vökva fyrir annan eða opna fjölorkustöð sem þjónar fýrum jafnt sem bílum. Umræða um stöðina kviknaði í Facebook-hópi hverfisins þar sem um 180 taka undir ákallið og láta sig dreyma um smurbrauð, bjór og bakkelsi í stílhreina húsinu sem hannað var af Þóri Sandholt arkitekt. Bragi Þorsteinsson, annar eigandi smurstöðvarinnar sem rekin er í húsnæðinu tekur nokkuð vel í hugmynd íbúanna og segist opinn fyrir því að reyna að finna lausn sem henti öllum aðilum. Hjón vildu opna kaffihús Bragi hefur rekið stöðina ásamt mági sínum Bent Helgasyni frá árinu 2016 en smurstöð hefur verið rekin í húsinu allt frá árinu 1955. Bragi kannast við áhugann segir að hjón nokkur hafi leitað til máganna og leigusalans Skeljungs með hugmynd um að hefja þar kaffihúsarekstur fyrir um tveimur árum. Þær viðræður hafi þó runnið út í sandinn. „Ég held að það hafi bara verið frekar erfitt í framkvæmd að koma þessu fyrir svo við myndum hafa afgreiðslu og annað. Við erum líka með búð þarna með olíuvörum og þyrftum eiginlega að fórna henni til að koma fyrir annarri starfsemi.“ Verslun má einnig finna í húsnæðinu.Jóhanna Svala Rafnsdóttir Sakar aldrei að setjast niður Bragi segist skilja vel að íbúum hverfisins þyki staðsetningin og sjarmerandi húsið vera eftirsóknarverður staður fyrir bar eða kaffihús. Slíkar hugmyndir þyrfti þó að útfæra í samvinnu við máganna og Skeljung. „Það þarf bara að hefja einhverja umræðu til að sjá hvort þetta sé gerlegt, það leit ekkert rosalega vel út síðast. Húsið er þannig uppsett að það þyrfti frekar mikið rask til að koma þessu fyrir en það sakar aldrei að setjast niður,“ bætir Bragi við. Hann á heldur erfitt með að sjá veitingadrauma íbúanna raungerast á meðan smurolían flæðir enn í húsnæðinu. „En ef þetta væri eitthvað sem virkaði fyrir alla aðila þá er ekki hægt að útiloka neitt.“ Reykjavík Veitingastaðir Bensín og olía Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Umræða um stöðina kviknaði í Facebook-hópi hverfisins þar sem um 180 taka undir ákallið og láta sig dreyma um smurbrauð, bjór og bakkelsi í stílhreina húsinu sem hannað var af Þóri Sandholt arkitekt. Bragi Þorsteinsson, annar eigandi smurstöðvarinnar sem rekin er í húsnæðinu tekur nokkuð vel í hugmynd íbúanna og segist opinn fyrir því að reyna að finna lausn sem henti öllum aðilum. Hjón vildu opna kaffihús Bragi hefur rekið stöðina ásamt mági sínum Bent Helgasyni frá árinu 2016 en smurstöð hefur verið rekin í húsinu allt frá árinu 1955. Bragi kannast við áhugann segir að hjón nokkur hafi leitað til máganna og leigusalans Skeljungs með hugmynd um að hefja þar kaffihúsarekstur fyrir um tveimur árum. Þær viðræður hafi þó runnið út í sandinn. „Ég held að það hafi bara verið frekar erfitt í framkvæmd að koma þessu fyrir svo við myndum hafa afgreiðslu og annað. Við erum líka með búð þarna með olíuvörum og þyrftum eiginlega að fórna henni til að koma fyrir annarri starfsemi.“ Verslun má einnig finna í húsnæðinu.Jóhanna Svala Rafnsdóttir Sakar aldrei að setjast niður Bragi segist skilja vel að íbúum hverfisins þyki staðsetningin og sjarmerandi húsið vera eftirsóknarverður staður fyrir bar eða kaffihús. Slíkar hugmyndir þyrfti þó að útfæra í samvinnu við máganna og Skeljung. „Það þarf bara að hefja einhverja umræðu til að sjá hvort þetta sé gerlegt, það leit ekkert rosalega vel út síðast. Húsið er þannig uppsett að það þyrfti frekar mikið rask til að koma þessu fyrir en það sakar aldrei að setjast niður,“ bætir Bragi við. Hann á heldur erfitt með að sjá veitingadrauma íbúanna raungerast á meðan smurolían flæðir enn í húsnæðinu. „En ef þetta væri eitthvað sem virkaði fyrir alla aðila þá er ekki hægt að útiloka neitt.“
Reykjavík Veitingastaðir Bensín og olía Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira